Fréttablaðið - 20.07.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 20.07.2017, Síða 18
Fótbolti Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrra- kvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stór- mótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finn- landi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Sviss. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk stendur nú ein eftir Fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú eini leikmaður liðsins sem hefur spilað alla leiki stelpnanna okkar á stórmóti. Hún var efnilegur nýliði fyrir átta árum en er nú fyrirliði og besti leikmaður Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir talar hér við fjölskyldu og vini sína í stúkunni eftir leikinn á móti Frakklandi. Hún setti met í þessum leik. FréttaBlaðið/VilHelm Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrir- liðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur. Nýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efni- legur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stór- móti en er núna fyrirliði liðsins og besti leik- maður þess. Hún stendur f r e m s t í s l e n s k r a knattspyrnu- kvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu k n a t t s p y r n u - kvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leik- inn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is EM 2017 Elín Metta Jensen fékk dæmt á sig víti sem gaf Frökkum sigur- markið í fyrsta leik Íslands á EM. Elín Metta grét eftir leikinn en hún var nýkomin inn á sem vara- maður þegar vítið var dæmt. Hún fór ólíkt öðrum leikmönnum íslenska liðsins ekki í viðtöl eftir leikinn en gekk fremst í flokki þegar stelpurnar komu til móts við fjölmiðla í gær. „Það gekk alveg ágætlega að sofna. Ég er með svo frábæran herbergis- félaga. Við náðum aðeins að spjalla saman fyrir svefn og róa hvor aðra niður,“ sagði Elín Metta en Málfríður Erna Sigurðardóttir er með henni í her- bergi. „Auðvitað var þetta hundfúlt og það voru miklar tilfinningar í þessu. Þetta er ekkert auðvelt en liðs- heildin í þessu liði er bara þannig að við vinnum og töpum saman,“ sagði Elín Metta sem þakkaði liðs- félögum sínum fyrir stuðninginn. EM 2017 í Hollandi D-riðill Spánn - Portúgal 2-0 1-0 Vicky Losada (23.), 2-0 Sampedro (42.). england - Skotland 6-0 1-0 Jodie Taylor (10.), 2-0 Taylor (27.) 3-0 Ellen White (32.), 4-0 Taylor (53.), 5-0 Jordan Nobbs (87.), 6-0 Toni Duggan (90.+4). Í dag er spilað í a-riðli 16.00 Noregur - Belgía Breda 18.45 Holland - Danmörk rotterd. Í dag 19.15 Kr - maccabi KR-völlur 19.15 leiknir - HK Leiknisvöllur 19.15 Haukar - Fram Ásvellir 19.15 Fylkir - Grótta Fylkisvöllur 08.00 Opna breska m.m. Golfstöð 19.05 leiknir r. - HK Sport 2 02.00 man Utd - man. City Sport Frábær herbergisfélagi Flestir leikir fyrir Ís- land á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra maría lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. margrét lára Viðarsd. 7 2. rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður magnúsdóttir 6 6. Ólína G. Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir   5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir   5 10. Sif atladóttir   5 Flestar mínútur fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsd. 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra maría lárusd. 611 4. margrét lára Viðarsd. 590 5. Guðbjörg Gunnarsd. 540 6. Hólmfríður magnúsd. 520 7. Hallbera Guðný Gíslad. 450 8. Sif atladóttir 422 9. rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína G. Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún S. Gunnarsd. 270 15. Glódís Perla Viggósd. 217 ViðaR ÖRn oG FÉLaGaR á KR- VELLinuM Í KVÖLd Tvö íslensk lið standa í ströngu í Evrópukeppninni í kvöld og hjá báðum er á brattann að sækja. Valur tapaði 2-1 á heimavelli í fyrri leiknum á móti slóvenska liðinu domzale en KR tapaði 3-1 á úti- velli á móti ísraelska liðinu Macc- abi Tel aviv. Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt af þremur mörkum Macc abi í fyrri leiknum. Í fyrra hjálpaði Rúnar Már Sigurjónsson svissneska liðinu Grasshopper að slá KR út úr Evrópu- keppninni og í kvöld getur Viðar Örn fetað í fótspor félaga síns úr landsliðinu. 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F i M M t U D A G U R18 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -E A D 8 1 D 5 8 -E 9 9 C 1 D 5 8 -E 8 6 0 1 D 5 8 -E 7 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.