Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 22
Daníel tálgaði tölurnar á peysuna. Mér finnst skemmtilegt að fara „all in“ og vil til dæmis vera gæinn sem mætir í vandræðalega vönduðum búningi í hrekkjavökupartíið. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Daníel Adam Pilkington prjónaði sér forláta lopapeysu sem hann fer helst ekki úr þessa dagana. myndir/Laufey Elías- dóttir „Það er líklega sirkusinn sem dregur það fram, að vera aðeins öðruvísi.“ Ég ætlaði að fá tengdaömmu til að prjóna handa mér síða lopapeysu með hettu en ákvað svo að henda í þetta sjálfur. Ég hafði prjónað sokka áður og slaufu en þetta er fyrsta peysan sem ég prjóna,“ segir sirkuslista­ maðurinn Daníel Adam Pilking­ ton, um síða lopapeysu með hettu sem hann klæðist þessa dagana. Peysuna útfærði hann sjálfur. „Munstrið heitir Vor, sem ég fann í bók og útfærði á peysu eftir Ekki eitt par af svörtum sokkum Daníel Adam Pilkington henti svörtu fötunum úr skápnum. Hann gengur helst í haustlitum og heimatilbúnu og prjónaði sér lopapeysu með hettu. mínu höfði. Ég kann aðeins á snið og hef fengist við búningagerð og með hjálp tengdamömmu kom þetta heim og saman,“ segir Daníel. Það tók hann tvo mánuði að ljúka peysunni og prjónaði hann hverja lausa stund. „Svo var ég svo heppinn, eða óheppinn, að liggja veikur heima í þrjá daga. Þá náði ég að klára heilmikið. Þetta er ekkert mál ef maður nennir. Smellir bara einhverjum þáttum í gang og svo prjónar maður bara,“ segir hann hress. Hendirðu þá ekki í aðra peysu? „Ég er reyndar hálfnaður með aðra. Byrjaði á henni fyrir tveimur dögum! Þá var ég á næturvakt hjá Sirkus Íslands í tjaldinu á Klambra­ túni og ákvað að gá hvað ég gæti prjónað hratt. Það er hefðbundn­ ari peysa og ég fylgi uppskrift,“ segir Daníel og viðurkennir að vera orðinn „húkkt“ á prjónaskap. „Þetta er ótrúlega gaman. Veit bara ekki hvað ég ætla að gera við allar peysurnar. Kannski jóla­ gjafir næstu ára,“ segir hann enda sé slegist um síðu hettupeysuna á heimilinu. „Kærastan mín reynir að yfirtaka peysuna. En hún nær henni alveg niður á tær. Ætli ég verði ekki að henda í eina fyrir hana.“ Spáirðu mikið í föt? „Ég tel mig nokkuð tískumeðvitaðan mann þótt mér finnist ég ekki vera með neinn ákveðinn stíl. Ég fæ yfirleitt þá lýsingu frá mömmu að ég sé eins og „medallion man“, einhver gæi úti á götuhorni í Marokkó að selja fólki eitthvað. Þegar ég sat og prjónaði á næturvaktinni í sirkus­ tjaldinu var ég í hettupeysunni, ullarsokkum sem ég prjónaði sjálfur, buxum sem ég saumaði mér og með trefil sem tengda­ mamma hafði heklað á mig. Mjög heimatilbúið átfitt. Mér finnst skemmtilegt að fara „all in“ og vil til dæmis vera gæinn sem mætir í vandræðalega vönduðum búningi í hrekkjavökupartíið. Ég pæli mikið í litasamsetningum og nota oftast heita liti þegar ég vel mér föt. Þeir henta mínu litarhafti. En svo reyni ég að henda inn einhverju óvæntu, ef ég er í miklu rauðu hendi ég inn bláum buxum á móti. Það er líklega sirkusinn sem dregur það fram, að vera aðeins öðruvísi, aðeins furðulegur,“ segir Daníel. Hann vilji skera sig úr og fullyrðir að það sé ekki eina einustu svarta flík að finna í fataskápnum hans. Ekki lengur. „Ég á ekki einu sinni svarta sokka! Ég var þessi týpíski Íslendingur sem gekk bara í svörtu en fyrir fjórum árum tók ég mig til og henti öllum svörtum flíkum úr fataskápnum. Ég hafði grennst um 40 kíló og var öruggari með sjálfan mig og þorði að sýna mig meira. Ég man hvað ég var hræddur samt þegar ég keypti mér brúnar buxur í fyrsta sinn. Það var erfitt að koma mér út úr svarta stílnum en ég bara ákvað að vera ekki sá gæi. Nú er ég kominn lengra með þetta, í heimagerð föt sem er enn þá furðu­ legra,“ segir hann hlæjandi. „Það er skemmtilegra að vera í einhverju sem maður veit að fáir aðrir eiga en að vera bara í svartri peysu úr H&M.“ Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Kvartbuxur Verð 9.900 kr. - stærð: 34 - 52 - stretch - háar í mittið - teygja í mitti - vasar að framan - 7 litir: rautt,svart, hvítt, navyblátt, beige, sandgrátt, orange Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Nýjar vörur streyma inn 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 8 -D 2 2 8 1 D 5 8 -D 0 E C 1 D 5 8 -C F B 0 1 D 5 8 -C E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.