Fréttablaðið - 20.07.2017, Síða 38

Fréttablaðið - 20.07.2017, Síða 38
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi Sími 557 4848 / www.nitro.is Þarf ekki próf, tryggja eða skrá! 229.900,- MIKIÐ ÚRVAL AF RAFMAGNS- REIÐHJÓLUM RafmagnsReiDhjól- Electric system CHASSIS Frame: Aluminium,Al6061 Front Fork: Aluminium,T40,26” Head Set: VP-A41AC Brake: F/R:TEKTRO DISC BRAKE,MD-M300,TR180/MD- M300TR-160 DRIVETRAIN Motor: 8FUN,SWXH2,36V,250W / 350W Max Speed(KM/H): EU: 25km/h, Mileage: From 40-60km, depending on usage & conditions Crank Set: PROWHEEL,Al6061,- PRO-E48PP,3/32*48T*170mm Derailleur Level: SHIMANO,SL-M310 Derailleur: SHIMANO,ARD-TX55D WHEELSET Rim: DS75G,26”X4.0 Tire: KENDA K1151 26*4.0 Hub: MODUS/MD-JA165F-DSE- Apollo BigBoy Li-ion rafhlaða 350w motor 26” gjarðir Drægni 40-60 km. Shimano gírar Kenda dekk L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi - Fæst í apótekum - Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur. www.wh.is Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus SKRÁÐU ÞIG Á 365.IS SUMARLEIÐIN ENDALAUST TAL OG SMS Hér eru helstu kanónur Íslands í myndlist að fara að sýna í gömlum fjárhúsum á bænum Kleifum á Blönduósi,“ segir myndlistarmaðurinn Finnur Arnar Arnarson sem lengi hefur unnið að undirbúningi og uppsetningu sýn­ ingarinnar sem verður opnuð í fjár­ húsunum að Kleifum næsta laugar dag. „Þau sem sýna hérna verk eru Dodda Maggý, Ragnar Kjartansson, Egill Sæbjörnsson, Olga Bergmann og Anna Hallin en þær tvær síðastnefndu sýna saman eitt verk. Þetta eru fjögur vídeó­ verk og í hverri kró fjárhúsanna er sýnt eitt verk. Nú er því verið að rækta hugann í útihúsunum og auðvitað er lambakjötið alltaf fínt en þetta sýnir okkur að það er hægt að rækta fleira en kjöt í íslenskri sveit. Það sorglega er þó að hér eru engar rollur lengur eftir að hér kom upp riða fyrir mörgum árum með þeim afleiðingum að allt var fellt. Þannig að nú er bara menningarbú­ skapur fram undan.“ Finnur segir að tengdamóðir hans, Ásdís Kristinsdóttir, eigi þetta slot á Blönduósi og að faðir hennar hafi byggt það á sínum tíma. „Við erum búin að vera saman í þessu ég og konan mín, hún Áslaug Thorlacius, en margir aðrir úr fjölskyldunni hafa einnig lagt hönd á plóg. Kannski verður svo framhald á þessu næsta sumar. Kannski er þetta eitthvað sem er komið til að vera og þá ekkert endilega myndlist, það getur verið eitthvað annað næst eins og leiklist eða bókmenntir eða hvað sem er. En það verður að segjast eins og er að það er ekkert mikið framboð af menning­ arviðburðum á þessu svæði. Þannig að okkur langaði til þess að gera það sem við kunnum og við höfum þessi sambönd innan myndlistarinnar og ákváðum að nýta okkur það. Við fórum í að fá listamennina til þess að koma og vera með og það er svo merkilegt að það segja bara alltaf allir já. Þetta fólk sem er að fara að sýna hikar ekki eitt andartak. Hingað koma listamenn beint frá Feneyjum í fjárhúsin og það þykir bara sjálfsagt mál. En þetta er líka merki þess að það er enginn hroki í gangi hjá þessu lista­ fólki. Ég reyni því líka að setja þetta fram með þeim hætti að ekkert er slegið af kröfum, er með fyrsta flokks hljóð­ og sýningargræjur. Reyni svona að gera þetta eins vel og hægt er.“ Kleifar eru vel í sveit settar upp á heimsóknir og Finnur bendir á að ef fólk er á norður­ eða suðurleið þá sé þetta í innan við þriggja mínútna fjar­ lægð frá þjóðvegi eitt. „Þetta er bara spurning um smá útúrdúr, allir eru velkomnir á opnunina sem verður á laugardaginn klukkan 14 og síðan verður opið frá og með laugardeginum frá klukkan tíu á morgnana til klukkan tíu á kvöldin í rúma viku. Þannig að það gefur fólki rúman tíma til þess að koma við og það kostar ekkert inn. Það er frekar að við bjóðum fólki kaffibolla ef það rennir við.“ Finnur er á því að það sé mikill kraftur í fólki í íslenskri myndlist. „Stundum finnst mér þó eins og mynd­ listin þurfi að finna sér annan vett­ vang. Sýningarrými eru alltaf að verða meira og meira þessir hvítu kassar galleríanna þar sem má ekki negla og sulla. Núna seinast fóru bæði Kling og Bang og Nýlistasafnið inn í Marshall­ húsið sem er vissulega stórkostlegt en það fylgir því samt ákveðin umgjörð sem er önnur en sú sem ungt fólk þarf. Það þarf að fá að fríka út og sulla málningu á gólfið. Það getur vel verið að Nýló og Kling og Bang hugsi þetta þannig en umgjörðin er orðin önnur. Núna þarf ungt fólk að taka boltann og búa til það sem einu sinni var búið til með Nýló sem eru grasrótarsamtök eða Kling og Bang á sínum tíma og það þarf eitthvað nýtt svoleiðis. Það var gaman en allt verður þetta miðaldra á einhverjum tímapunkti eins og fólkið sem stjórnar því. Núna er kominn tími á eitthvað nýtt. Það er ekki eins og þetta sé eitt­ hvað rosalega frumleg hugmynd hjá okkur. Það eru sýningar í Verk­ smiðjunni á Hjalteyri og Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi og margir að reyna að koma þessu út sem er mjög virðingarvert. En ef við ætlum að ná til nýrra gesta þá þarf standardinn að vera alvöru. Það þýðir ekkert að fara út á land og ætla að bjóða upp á eitthvað annað en hundrað prósent sem er ekki alltaf gert. Að halda því fram að fólkið úti á landi hafi einhvern annan smekk en fólkið í 101 er einfaldlega rangt. Þess vegna þurfum við að bjóða upp á það besta og gera hlutina eins vel og við getum.“ Beint frá Feneyjum í fjárhúsin Á laugardaginn verður opnuð sýning í fjárhúsunum að Kleifum á Blönduósi þar sem stór nöfn í myndlist sýna vídeóverk. Finnur Arnar er á meðal þeirra sem standa að sýningunni. Finnur Arnar í gættinni á fjárhúsunum á Kleifum þar sem myndlistin heldur innreið sína á laugardaginn. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Bærinn Kleifar á Blönduósi er skammt frá þjóðvegi eitt og því tilvalinn áningarstaður til þess að njóta listar. 2 0 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R26 M e n n I n G ∙ F R É T T A B l A ð I ð menning 2 0 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 8 -B 9 7 8 1 D 5 8 -B 8 3 C 1 D 5 8 -B 7 0 0 1 D 5 8 -B 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.