Útsýn - 15.10.1945, Síða 5

Útsýn - 15.10.1945, Síða 5
ERLENDAR FRÉTTIR HVAÐ ER AÐ GERAST? 60 milljónir verkamanna í einu sambandi. Ráðstefna, sem EKKI fór út um þúfur. ÞÓTT illa hafi tekizt til um ráð- stefnu utanríkisráðherranna í London, og blaðamenn um allan lieim gefi nú bölsýni sinni lausan tauminn, má það ekki gleymast, að um sama leyti var haldin önnur alþjóðaráðstefna, sem bar árangur, ráðstefna, þar sem fullt samkomulag náðist að síðustu, þótt liarðsótt væri. Þetta var stofn- þing hins nýja AlþjóSasambands verkalýSsfélaga, sem nýlokið er í París. Þau öfl, sem þar áttust við og laust harkalega saman um tíma, eru í raun og veru hin sömu og þau, sem gáfust upp við það i London að brúa djúpið, sem nú í bili virðist Að vísu hefur einn maður, eins og fyrr segir, tekið afstöðu til málsins fyrirfram, en það er Jónas Jónsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins. 1 síðasta tölublaði ófeigs, er Jónas gefur út heldur hann fram þeirri skoðun, að íslendingar eigi beinlínis að biðja um áframhaldandi hervernd Bandaríkjanna. Er eftir þessu að dæma ekki ósennilegt, að þessi þing- maður muni takast á hendur for- ystuna fyrir þeim — ef nokkrir verða — sem vilja fallast á tilmæli Banda- rikjastjórnar um, að íslendingar leigi hluta af landinu, sem herbækistöðvar fyrir aðrar þjóðir. (Sjá einnig grein á bls. 11). ÚTSÝN vera staðfest milli Austurs og Vesturs, Rússlands og Bretlands, Moskvakomm- únisma og lýðræðissósialisma. Samkomulagið í París er eini „Ijósi punkturinn" í alþjóðamálum síðustu viku. En það getur líka haft stór- kostlega pólitíska þýðingu, þegar fram líða stundir. Ef til vill hafa fréttirnar um slæm- ar samkomulagshorfur í London orð- ið til þess, að samkomulag náðist á síðustu stundu í París. Forystumönn- um verkalýðssamtaka veraldarinnar, sem þar voru samankomnir, hefur vafalaust verið það ljóst, að ef engin von er til þess, að verkalýðurinn í Vestur-Evrópu og Ameríku annars- vegar og Rússlandi og Austur-Evrópu liinsvegar, geft sameinazt í einu heimssambandi, þá er heldur engin von til þess, að aukinn skilningur og samstarf komist á milli þessara tveggja heilda. Það var eindregin krafa hins ný- stofnaða verkalýðssambands, að það yrði víðurkennt sem aðili í lieims- stjórnmálum. Það er kunnugt, að hinn nýkjörni forrnaður þess, Sir 'Walter Citrine, mun fylgja þessari kröfu fast fram. Hann beið allan tím- ann meðan ráðstefnan i San Francisco stóð yfir, eftir áheyrn hinna þriggja stóru, og sneri þykkjuþungur heim. Allir vita, hver áhrif verkalýðssam- bandið brezka, T. U. C., hefur á verkamannaflokkinn og nú á brezku stjórnina. Nýafstaðið þing þess leyfði sér að senda stjórninni alvarlega áminningu. Saillant, aðalritari, þ. e. framkvæmdastjóri, heimssambands- ins, er nú einn af áhrifamestu mönn- um Frakklands. Og á Parísarþinginu kom í fyrsta sinni fram á alþjóðavettvangi, hi'nn nýi, viðurkenndi forystumaður verka- Iýðssambandsins ameriska, C. I. 0., Sidney Hillman. Hatrömmustu andstæðingar Roose- velts heitins voru ekki í vafa um það í forsetakosniiigunum siðustu, að það væri Hillman, sem mesta sökina ætti á því, að Roosevelt náði endurkosn- ingu í 4. sinni, með því að hann hefði snúið meðlimum verkalýðssam- bandsins til fylgis við hann í stórum stíl. Republikanar ljóstruðu því upp í kosningabaráttunni, að þegar Roose- velt væri i vandræðum með eitthvað í sambandi við kosningarnar, væri viðkvæðið hjá honum: „Spyrjið þið Sidney!“ Sidney Hillman er Lithái að ætt og uppruna. Hann fluttist uppkominn til Ameríku, sem flóttamaður frá Rúss- Jandi. Hann talar „amerísku“ með 5

x

Útsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.