Útsýn - 15.10.1945, Side 6

Útsýn - 15.10.1945, Side 6
ERLENDAR FRETTIR rússneskum hreim. Hann starfaði lengi að fatagerð í New York, enda er hann jafnan vel búinn. Skipulagði lítið verkalýðsfélag fatagerðarmanna, síðan hvert af öðru, stofnaði síðan samband þeirra, sem nú er með vold- ugustu verkalýðssamböndum Ameríku, Kom því í C. I. 0. og tók þá raun- verulega forystu þess. óvinir hans segja, að hann hafi 130 þús. króna árslaun, og meðan hann stóð við í London í fyrri viku, bjó hann á dýr- asta hótelinu þar. En hvað um það, Sidney Hillman hefur áreiðanlega átt góðan þátt í því, að samkomulag náð- ist á Parísarþingi verkalýðsfélaganna. Og það samkomulag gefur góðar von- ir um, að aftur kunni að rofa til í alþjóðamálum, þrátt fyrir óveðurs- skýin eftir fundinn í London. Fyrsti friðarfundurinn endaði ófriðlega. Engin ástæða til að æðrast. ÞÓTT ekki sé ástæða til, enda skaðvænlegt, að gera of stóra grýlu úr ósamkomulagi og ófullnægjandi endalokum utanríkisráðherrafundar stórveldanna í London, verður þó að segjast, að sú fyrsta ganga fór verr en skyldi. Helzji ásteytingarsteinninn var ráð- stöfunin á nýlendum Itala og tilmæli, eða kröfur, Rússa í sambandi við þær, um umráð yfir Tylftareyjum, og þátt- töku í ráðsmennsku á Erítreu og Trí- pólí. Þessi tilmæli komu engilsaxnesku stórveldunum mjög á óvart, að þvi er virðist. Hitt er verra, að ráðherra- fundinum sleit svo, að vesturveldin Vaða í villu og svíma um raunveruleg- ar fyrirætlanir Rússa í þessu sam- bandi. Brezk blöð og amerisk, sem hlynntust hafa verið Rússum, játa, að Molotov hafi leikið tafl sitt af íþrótt. Hitt sé annað mál, hvort það sé eins friðvænlegt og vera skyldi. Eru til- mælin um nýlenduráðsmennskuna sett fram til þess að Tylftareyjar verði þá heldur afhentar Rússum? Eða er krafan um Tylftareyjar kannske að- eins gerð til þess að fá þá heldur að leika þeim mun lausari hala um Dar- 'danellasund? Vilja Rússar aðeins' vera i sambandi við Frakka og Breta um yfirráð Miðjarðarhafs, eins og brezk málgögn telja réttmætt og viðeigandi, eða eru þeir aðeins að reyna að bæta aðstöðu sína á kostnað annarra? Hafi það verið það, sem Molotov vildi láta skína í, þá hefur honum tekizt það fullgreinilega. Að undanskildum þeim hörmung- úm, sem liafa gengið yfir Kína og ekki eru við neitt sambærilegar, er það víst, að meðal allra bandamanna hafa mestar ógnir gengið yfir Rússa, Þar á móti er það jafn satt, að þeir hafa líka að sumu leyti fengið mest í sinn hlut. Þeir hafa náð aftur öllu því landsvæði í Evrópu, er undan þeim gekk, er þeir voru sem van- megnugastir eftir heimsstyrjöldina fyrri og stjórnarbyltinguna, og ekki alls staðar með jafnljúfum vilja íbú- anna. Að auki hafa þeir tekið Kön- igsberg og hluta af Austur-Prússlandi, Rúþeníu og hluta af Galizíu, sem með réttu eða röngu hafa aldrei legið und- ir þá, og í Austur-Asíu hafa þeir náð aftur Port Arthur, Sakalín og Kúril- eyjum. Að því er fregnir herma krefj- ast þeir nú ýmissa fríðinda af Pers- um og Tyrkjum. Miði þeir nú einnig á Erítreu, Trípólí og Tylflareyjar, þá er ekki að furða, þótt aðrar þjóðir telji þá stefna efalaust að heimsyfir- ráðum. Ekki svo að skilja, að hver Bandamanna oti ekki sínum tota að einhverju leyti. Jafnvel er sagt, að Be- vin hafi haft augastað á ítölsku ný- lendunum fyrir hönd Bretastjórnar, þangað til heyrðist í Molotov. Væri ekki nær, að allir héldu sér við það meginatriði Atlantshafssáttmálans, sem samþykktur var af Rússum, að stór- veldin leituðu ekki ávinnings, hvorki um lönd né annað? Mikilvægustu að- stöðusvæðin, sem ekki væri talið rétt eða öruggt að láta í hendur nokkurs eins stórveldisins, yrðu þá sett í um- sjá Bandaþjóðanna (The United Na- tions). Vonir allra góðra manna hvíla nú á samvinnu stóiweldanna. Hið eina sem menn óttast, er tortryggnin milli Rússa og vesturveldanna. Það má heldur ekki seinna vera, að gerð sé gangskör að þvi að eyða þeirri tortryggni, sem virðist því mið- ur hafa farið heldur vaxandi við ráð- herrafundinn, og Rússar verða sann- arlega að gera sitt til, ekki síður en liinir. Krafa þeirra um Tylftareyjar, þar sem enginn slafneskur maður hef- ur nokkru sinni átt aðsetur, minnir á i að í Eystrasalti er Borgundarhólmur enn hersetin, og um það hefur verið þögn, sem mörgum hefur þótt ískyggileg. í Kyrrahafi er fullt útlit til þess, að Bandaríkin ætli að taka í sínar hendur þau aðstöðusvæði, sem þeim þykja nauðsynleg vegna styrj- aldarinnar við Japan, og að Rússar kunni að vilja tefla til þrautar við þá um þau svæði einhver. Bretar eru seinþreyttir til vandræða, ekki sízt hinir frjálslyndari menn. En þeim er auðsjáanlega ekki farið að lítast á blikuna, því að eitt merkasta blað þeirra, er hvað öflugast hefur á all- an veg stutt málstað Rússa gegn flestri tortryggni í þeirra garð, en um leið látið sér mjög annt um, að ekki bæri út af samkomulaginu við Bandaríkin, segir í tilefni af ráðherrafundarlok- unum í London um daginn, að eins og Bretar séu settir, efnalega og land- fræðilega, hafi þeir ekki efni á að spila pólitíska laumu við hin stór- veldin tvö, hvort til sinnar handar. Og blaðið endar þannig ritstjórnar- grein uin ráðherrafundinn: „Vinni Bandaþjóðirnar ekki fyllilega saman — og sú samvinna verður að hefjast í Mið-Evrópu fremur en jafnvel í jöðrum Miðjarðarhafslandanna — þá er sá einn kostur oss til handa að fylkja fastar með samveldislöndum vorum og þeim nábúum vorum á næstu grösum í Evrópu, sem líkt eru settir og við sjálfir, um verklegar að- gerðir til þess að forða oss frá glöt- un“. B rezk-rússnesk samvinna er lífsnauðsyn. Bretar líta ekki við bandalagi gegn Bússum. Bréf Churchills til Francos birt. FYRIR réttu ári kom upp kvittur, sem skjótt var staðfestur, að mikilvæg bréfaskipti hefðu átt sér stað milli helzta vinar Hitlers í EVrópu, utan vígvallanna, einvaldans Francos á Spáni og Mr. Churchills. Þá höfðu menn það og fyrir satt, að í þessum bréfaskiptum hefði Franco hlotið auðmýkingu ekki alllitla. Þó voru til ÚT SÝN 6

x

Útsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.