Útsýn - 15.10.1945, Qupperneq 10

Útsýn - 15.10.1945, Qupperneq 10
VETTVANGUR VIKUNNAR Á öðrum stað er þess getið, að þetta þlað ætli ekki með öllu að leiða ís- lenzk stjórnmál hjá sér. Menn munu því spyrja: Hvaða flokki fylgir þá blaðið að máli? Því er fljótsvarað. Blaðið mun ekki fylgja neinum stjórnmálaflokkanna að, málum og er ekki háð neinum þeirra. Það ætlar sér að vera utanflokka- hlað, frjálst bla'ö. En það þýðir ekki, að það muni leiða stjórnmálin hjá sér með öllu. Við, sem stöndum að blaðinu, mun- um láta skoðanir okkar í Ijósi um helztu mál þjóðarinnar, sem eru á dagskrá á hverjum tíma, og við vænt- um þess, að ýmsir aðrir muni taka til máls í því um ýmis helztu vanda- mál þjóðarinnar, sem eru efst á baugi og snerta stjórnmálin bæði beint og óbeint. Við ætlum ekki að svo stöddu að semja neina stefnuskrá, cn ætlumst til, að stefna blaðsins komi fram smám, saman, þegar einstök mál verða tek- in til umræðu, bæði liér og annars staðar i blaðinu. En aðalhlutverk þessa blaðs ætti að vera að veita lesendum upplýsing- ar um ýmislegt, sem er að gerast 1 heiminum, bæði hér og erlendis. — Við væntum þess að geta skýrt frá ýmsu, sem ella kæmi ekki fyrir al- menningssjónir. Óháð blað getur sagt frá ýmsu, sem flokksblöðin þegja um af mismunandi ástæðum. Við er- um þeirrar skoðunar, að hér á landi, eins og í öllum öðrum löndum, sé rik þörf fyrir óháð hlöð. Og það er enginn vafi á því, að i landinu er fiöldi fólks, sem álitur, að þörf sé á slíku málgagni, þ. e. blaði, sem ekki sé undir oki flokkanna. Sem stendur eru öll stærstu blöðin og langflest þeirra, sem láta þjóðmálin til sín taka, hrein flokksblöð og hirta aðeins það, sem þóknanlegt er ráðamönnum liinna fjögurra stjórnmálaflokka. En það er meir en lítið vafasamt, að almenning- ur sé ánægður með þetta ástand málanna. 10 Slærsti flokkurinn. Það hefur verið hnyttilega sagt, að stærsti flokkurinn í landinu væri þeir, sem væru utan flokkanna. Þetta er í sjálfu sér mjög góð lýsing á ís- lenzkum stjórnmálum í dag. Stjórn- málaflokkarnir eru í meiri og minni upplausn og eru að smámissa tökin á fyrrverandi kjósendum sínum. Þótt menn telji sig kannske að nafninu til til einhvers flokks eru menn sár- óánægðir með hann, engu að síður en liina flokkana og hanga þar aðeins, vegna þéss að þeir hafa elcki i önn- ur betri hús að venda. Stjórnarflokkarnir hafa undanfar- ið fyllt eyru landsmanna með sí- felldu tali um nýsköpun. Þetta tal vakti nokkra hrifningu eða eftirvænt- ingu í fyrstu, en nú eru margir farn- ir að álíta, að sú nýsköpun, sem þjóð- inni ríði mest á, sé nýsköpun stjórn- málanna, annaðhvort innan flokkanna eða utan þeirra. Og það er enginn vafi á því, að i vændum er róttæk nýsköpun í ís- lenzkum stjórnmálum, ef til vill ekki minni en sú skoðanabylting, sem átt hefur sér stað víða annars staðar í beiminum og er nú að koma í Ijós í kosningum í ýmsum löndum. Enda þótt þetta blað hafi engan flokk á bak *við sig og ætli sér ekki að verða málgagn neins ákveðins flokks, þá vill það mjög gjarnan geta stuðlað að þeirri nýsköpun í íslenzk- um stjórnmálum, sem verður að koma og mun koma áður en langt um líður. Eftir að íslendingar fengu innlenda stjórn á ný mótuðust íslenzk stjórn- mál um langt skeið af sjálfstæðisbar- áttunni, baráttunni fyrir stjórnarfars- legu frelsi, til að losna úr viðjum Danastjórnar. Þetta mál skipti mönn- um í stjórnmálaflokka hér á landi allt til 1918, þegar lsland varð á ný fullvalda ríki, að vísu í lausu sam- bandi við Danmörku, en þannig að slíta mátti tengslin eftir 25 ár. Viði þessi tímamót varð eðlileg nýsköpun í íslenzkum stjórnmálum, er menn tóku að skipa sér í stjórnmálaflokka eftir innlendum málefnum. Ýmislegt bendir til þess, að nú, þegar höggvið hefur verið á hin form- legu tengsl, sem bundu ísland við aðra þjóð, verði aftur þáttaskipti í ís- lenzkum stjórnmálum. Framundan kann að vera ný sjálfstæðisbarátta, engu síður alvarleg en hin fyrri. Ekki er ósennilegt, að hún geti að einliverju leyti rofið hina gömlu flokkaskiptingu. Hi5 pólitíska þrotabú. En engu minni líkur eru til, að þau vandamál, sem skapazt hafa á stríðs- árunum, geti orðið uppliaf að ný- sköpun stjórnmálanna. Hér er póli- tískt þrotabú, sem verður elcki hjá komizt, að gert verði upp. Þeir stjórnmálamenn, sem stjórnað liáfa landinu á stríðsárunum, hafa ekki reynzt vandanum vaxnir. Allt hagkerfi þjóðarinnar er í upp- lausn. Hér er ægilegri dýrtíð og verð- bólga lieldur en í flestum ef ekki öll- um öðrum löndum heimsins, þrátt fyrir það að við vorum svo gæfu- samir að geta staðið utan við styrj- öldina að mestu. í höfuðstað landsins eru þúsundir manna húsnæðislausar eða búa í mannspillandi íbúðum. — Hvers konar spilling veður uppi. Verzlunarmál þjóðarinnar eru að gera hana að viðundri. Á hverjum degi bætast við ný verzlunarfyrirtæki, og fjölgun þeirra virðist engin tak- mörk sett. Flestir liefztu menn þjóð- arinnar, þar á meðal álitlegur hluti stjórnmálamannanna, eru orðnirheild- salar eða á einhvern hált riðnir við brask og spákaupmennsku. Skattsvik og verðlagsbrot, sem nema milljónum og tugum milljóna króna, eiga sér stað fyrir augunum á stjórn- endum landsins og með þegjandi samþykki þeirra. Hvers konar óreiðá, sviksemi og trassaskapur í viðskipt- um og vinnu fer dagvaxandi. Drykkju- skapur er orðinn svo mikill, að til vandræða horfir, en stjórnarvöldin virðast hugsa um það eitt i því sam- bandi að auka sem mest tekjur ríkis- sjóðs af þessum þjóðarlesti. Þannig blasa við ömurleg sjúkdóms- einkenni þjóðlífsins á' nærri öllum sviðum, innan um þá stundarvel- gengni, sem hið mikla heimsböl, stríðið, hefur fært þessari þjóð. Gagnvart þessum vandamálum stendur svo ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings þriggja þingflokka, sem við siðustu kosningar höfðu yfir % af atkvæðum kjósendanna, eða allan þorra kjósendanna i bæjunum. Á bak (Frli. á 12. bls.). ÚT SÝN

x

Útsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.