Útsýn - 15.10.1945, Page 12

Útsýn - 15.10.1945, Page 12
VETTVANGUR VIKUNNAR (Frh. af 10. bls.). við ríkisstjórnina standa einnig öll verkalýðssamtök landsins. Þetta ætti því að vera einhver hin sterkasta stjórn, sem mynduð hefur verið á Islandi, enda er enginn vafi á því, að: mikill hluti þjóðarinnar fagnaði myndun hennar einlæglega, bæði vegna þess stjórnmálaöngþveitis, sem verið hafði áður en stjórnin var mynduð og engu síður vegna þeirra fyrirheita um nýsköpun og bætta félagsmálalöggjöf, sem lofað var í stefnuskrá stjórnarinnar. Hinu gáfu margir minni gaum, að mörg stefnu- skráratriðin voru ískyggilega loðin og að stefnuna vantaði í mjög þýð- ingarmiklum málum, og þá fyrst og fremst í dýrtíðar- og fjármálunum. Það er eðlilegt, að þjóöin þrái ný- sköpun atvinnuveganna, þegar þess er gætt, að við búum við einhver auðug- ustu fiskimið heimsins, en liöfum lít- ið að senda út á fiskimiðin annað en „ryðkláfa og fúaduggur“, skip, sem þegar fyrir stríð voru úr sér gengin og úrelt og hafa mjög látið á sjá striðsárin. Við höfum iðnað, sem er langt á eftir tímanum bæði um af- köst og gæði, og landbúnað, sem hvorki uppfyllir kröfur tækninnar eða svarar til markaðsþarfanna. Hér ei* mikill mjólkur- og smjörskortur, en hinsvegar offramleiðsla á kinda- kjöti. Og loks bíða auðlindir landsins, fossar og hverir þess að verða beizl- aðir og hagnýttir i þágu framleiðsl- unnar til þess að skapa meiri lífs- þægindi og menningu. Það var því ekki nema eðlilegt, að stefnuskrá, sem lofaði alhliða „ný- sköpun", væri vel tekið í fyrstu og hlyti nærri óskiptan stuðning þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni stóðu. HiS nýja Alþingi. Á Alþingi því, sem nú er komið saman, reynir fyrst fyrir alvöru á stjórnarsamstarfið og þann grund- völl, sem það er byggt á. Ýmis vanda- mál bíða úrlausnar, auk þess sem komið er að skuldadögum með ýmis af loforðunum í stefnuskrá stjórnar- innar. Dýrtíðarmálin hafa aðeins fengið bráðabirgðalausn með bráðabirgða- lögum, sem sett voru einum degi áð- ur en þing kom saman. Eru það í sjálfu sér fáheyrð vinnubrögð. Stjórn- arflokkarnir verða nú að finna ein- hverja lausn á dýrtíðar- og fjármála- öngþveitinu. Þá liggur fyrir að efna loforðið um fullkomnar almanna- tryggingar, sem í engu standi að baki því, sem bezt gerist annars staðar. Og eftir er að skapa hinn fjárhags- lega ramma „nýsköpunarinnar“. Ýmislegt af þessu mun án efa reyna talsvert á þolrif stjórnarsamvinnunn- ar. Þá skal engu um það spáð, hverjar afleiðingar hin nýju viðhorf í utanríkismálum okkar kunna að hafa fyrir ríkisstjórnina eða flojckasam- vinnu þá, sem nú á sér stað. Er þar átt við tilmæli Bandaríkjastjórnar um, herbækistöðvar á Islandi, sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu. ... - Húsnæðismálin . . . (Frh. af 9. bls.). og dáða um þessi efni sérstaklega. Um ýmis afbrigði getur verið að velja af þessu hvorutveggja, og hægt er að fara einhvers konar millivegi eða báð- ar þessar leiðir að einhverju leyti. Um það verður ekki frekar rætt í þessu greinarkorni. Aðalatriðið er, að sú stefna verði tekin upp í byggingar- og húsnæðismálum þjóðarinnar, að við fáum sem fyrst mannsæmandi liúsnæði fyrir alla, að við hættum að bera út börn og sliga og drepa fá- tækt fólk af hugsunar- og skeytingar- leysi. Hvernig eigum við að setja ofrausn- inni og oflætinu i byggingarmálum okkar skorður^ Boð og bönn stoða þar lítið, nema allt sé tekið til nýrr- ar skipunar frá rótum, og til þess skal ekki egg.iað i þessari grein. En við getum mikið unnið með þvi að skattleggia sérstaklega — og skatt- leggja hátt — íbúðir, sem eru um- fram tiltekna stærð fyrir hvern íbúa, og þá ekki síður sumarbústaðina. Og við höfum bá sérstöku ástæðu til rétt- lætingar slíkri skattlagningu, að mik- ið af stóríbúðunum og sumarbústöð- uniim er byggt fyrir peninga, sem stolið hefur verið undan skatti. Þetta er eitt af þeim leyndarmálura, sem allir vita. En aðalatriðið er, að islenzka ríkið( og livert bæjar og sveitarfélag á land- inu verði vakandi fyrir því, að hver maður geti sem fyrst fengið mann- sæmandi hibýli. Hver leið, sem að því marki stefnir og liggur, er betri en sú, sem við nú förum í byggingar- og húsnæðismálum. Arnór Sigurjónsson. Svartir drengir settir til mennta í Ameríku. Abyssenia leigir sig. ABYSSINÍA er g'agnauðugt land, en auðævin lítt nytjuð, enda hefur jafn- an sótt þangað sægur ævintýramanna í sérleyfisleit. — Fyrir tíu árum Var einn liinn nafntogaðasti þeirra, Francis Walter Ricketts, brezkur þegn, rétt búinn að klófesta einka- réttinn til þess að vinna olíu, og bauð fyrir það tíu milljón sterlingspund. Við sjálft lá, að Mussolini fengi þarna tyllisök til þess að hrifsa keisaradæm- ið af Haile Selassie. Þegar Mussolini fór í Þjóðabanda- lagið og krafðist vitneskju um það, hvern þátt Bretar og Bandaríkjamenn ættu í þessari samningstilraun við land, sem Italir teldu vera á áhrifa- svæði sínu, neituðu utanríkisráðuneyti beggja stórveldanna allri vitneskju um afrek Ricketts. Það kom þess vegna æði mikið á Bandaríkjastjórn, þegar hún komst að því nokkrum dögum síðar, að Ricketts stóð í þessari samn- ingsgerð fyrir hönd liins tröllaukna ameríska fyrirtækis, American Stan- dard Vacuum Oil Company, sem í kyrrþey liafði myndað nýtt hlutafélag til þess að greiða umsamið verð og starfrækja væntanlegar olíulindir. — Bandaríkja- og Bretastjórn kúguðu nú félagið til þess að hverfa frá samn- ingsgerðinni, þrátt fyrir áköf mót- mæli Ricketts og hótun hans um að höfða skaðabótamál á hendur Sir Lancelot Oliphant, vara-utanríkisráð- lierra Breta. Þar með var þetta olíu- lindamál úr sögunni um langt skeið, En fyrir tæpum mánuði varð það heyram kunnugt, að Haile Selas- sie væri búinn að selja Sinclair Oil Corporation í Bandaríkjunum einka- réttindi til olíuvinnslu um alla Abyss- iníu. Fyrir hönd keisarans ritaði vara- ulanríkisráðherra hans, Ato Aklilou Abte Wold, undir samninginn í New York. Meðal annarra fríðinda, sem samningurinn áskilur Abyssiníumönn- um, er keisaranum heimilt um tíu ára skeið að senda unga Abyssiníu- menn til menntunar í Bandaríkjunum á kostnað olíufélagsins, meðan það er að leita olíulindanna. Ennfremur ætl- ar félagið að láta smíða skóla, sjúkra- hús og tilraunastofur, meðan yerk- fræðingar þess dunda við olíuleitina. ÚT SÝN 12

x

Útsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.