Útsýn - 15.10.1945, Page 14

Útsýn - 15.10.1945, Page 14
—BÆKUR efni til annarra þjóða og þýða þau á íslenzku. Rit á íslenzku um samfé- iagsmál eru flest einhliða og veldur þar miklu um flokks- hyggjan í landinu. En nokk- ur hluti samfélagsmálanna eru vísindi og œtti því flokks- hyggjan á hverjum tíma með hólunenntaþjóð að þola án möglunar úrvalsrit um þessi efni. Einnig á þessu sviði íslenzkra bókmennta er margt og mikið óunnið. Bækur um skáldskap, skáldrit, eru bæði innlend og erlend. Þar er úr miklu að moða. En mat á gæðum, þessara bóka er í lakara lagL Útgefendur gefa út allan skrattann eftir innlend skáld eða liöfunda. Sumt er með ágætum, annað að engu haf- andi. Og um val erl. bóka, sem þýddar eru á íslenzku, er hinn mesti glundroði, enda eru þær bækur stórum verri en þörf er á, því að úr miklu er að velja, og þýðingarnar misjafnlega vandaðar. Nókkra sök eiga bóksalar um, að er- lendar skóldsögur og skáld- Verk eru ekki betur valin, en raun' er á, því að mjög skort- ir ó, að þeir fullnægi sjálf- sagðri skyldu um að hafa úr- valsbækur og úrvalsrit ó boð- stólum. Gildir það ekki síður um fræði- og vísindarit en bækur um skáldskap. Um sagnfræði alla og sögu- ritun liafa íslendingar ágæta aðstöðu til þess að vera bæði mikilvirkir og góðvirkir. En þótt farið hafi verið myndar- lega af stað um útgáfustarf- semi á þessu sviði, þá liefur orðið alloft of mikið sein- læti í framkvæmdum. Þá lief- ur stundum gætt óðagots og fordildar. Á það við uin allan þann sæg héraðasagna, sem út hafa komið og eru í upp- siglingu. Öll sú heimilda- söfnun og sagnaritun, sem er að baki þessara ritverka, var hin mesta nauðsyn og þjóð- nytjaverk. En ef rétt hefði verið athugað í upphafi, þá hefði þetta ótt að vera heim- ildaskráning í hinum ýmsu héruðum að einu heildarrit- verki: Menningarsögu íslands. Eittlivert öflugt útgáfufyrir- tæki hefði átt að gefa úr þetta heildarverk. Ritstjórn valdra manna annaðist útgóf- una og reisti hana á öllu því söguefni, sem héruðin áttu í' fórum sínum; fengi hún fær- ustu menn til þess að rita sína þætti eins og títt hefir verið um héraðasögurnar; þætti þessa notaði hún síðan eftir því, sem henni þætti henta í ritverk sitt. Iðnsaga, sjómannasaga og saga land- búnaðarins ætti einnig þarna heima, því að saga atvinnu- veganna er þáttur hinnar al- mennu menningarsögu. Senni lega er þetta ekki orðið of seint enn þá, • þó að betra hefði verið fyrr. Tæki ein- liver dáðríkur útgefandi þetta að sér og lyki þessari önn vel og rösklega væri fyllt liálfautt skarð í íslenzkri söguritun. Þrjár bækur. Af hinum mörgu bókum, sem Isafoldarprentsmiðja h.f. gefur út á þessu ári verður getið hér þriggja nýútkom- inna bóka þessa útgáfufyrir- tækis. Þær eru: 1. Horfin sjónarmið. Eftir James Hilton. 2. Lífsgleði njóttu. Eftir Sigrid Boo. ■ 3. Svart vesti við kjólinn. Eftir Sigurð Gröndal. Fyrsta bókin: Horfin sjón- armiö, er eftir enskan skáld- sagnahöfund og heitir á frummálinu: Lost Horizon. Ilöfundurinn fæddist árið, 1900, las enska bókmennta- sögu við Cambridgeháskóla, var blaðamaður um tíu ára skeið, en tók á ungum aldri að rita skáldsögur. Kom fyrsta skáldsaga lians út, þegar hann var tvítugur. Síð- an hafa komið út eftir hann á annan tug skáldsagna. I fyrra kom út í íslenzkri þýð- ingu saga eftir liann: Verið þér sælir, herra Chips, og átti vinsældum að fagna. Horfin sjónarmið er með, ágætustu bókum Hiltons. Hún er verðlaunasaga og hefur ærið kvikmynduð. Kvikmynd sú, er mönnum kunn hér á landi og hefur þótt mikið til hennar koma. Þessi saga Hiltons gerist í Tíbet, í Lamaklaustrinu, Shangri-La. Er Shangri-La orðið að tákni sannrar sið- menningar og eilífs friðar, griðastaður eða óskalandi friðvana manna á ógnaröld stríðs og styrjar, þegar þau verðmæti, sem mannsandinn hefur þráð og kostað kapps um að eignast, eftir því sem aldir liðu, hafa verið gereyði- iögð á hinum almenna vett- vangi mannkynsins. Það er langt síðan gríski spekingurinn Platon rit- aði um eins konar óskaland eða framtíðarríki. Utopia hét það á grísku og þýðir: hvergi. Löngu seinna reit Englend- ingurinn Thomas Moore (1480—1535) annað rit sam- nefnt. Hefur það síðan jafn- an verið haft til fyrirmynd- ar, þegar menn hafa gert sér framtíðarástand manna og þjóðfélags að umhugsunar- efni og ritað um það bækur. Moore var hugsjónamaður og göfugmenni. Hann var kanzl- ari Hinriks VIII. Bretakon- ungs og lét þjóðmál mjög til sín taka. Rúmri öld síðar ritaði italskur maður, Tliommasol Campanella, um enn glæsi- legra framtíðarríki. í „Sól- arríki“ hans er ríkishöfðing- inn eins konar æðsti prestur samfélagsins, og ráðgjafar hans og aðalfulltrúar eru: Vald, Vizka og Ást. Horfin sjónarmiö er að öðrum þræði frásögn um einskonar „Sólarríki", sam- félag, sem hvergi á sinn líka, og er því fullkomin „útopía“, því að engin regla er án undantekningar. Er þeim, sem áhuga hafa á slíku samfélagi, ráðið fast- lega til að Iesa bók Hiltons og kynnast þar griðastaðn- um Shangri-La, og eignast þannig sólríki fyrir huga sinn. Horfin sjónarmið má telja með betri bókum erlendum, sem þýddar hafa verið á. íslenzku, skemmtileg og heill- andi. Sigurður Björgúlfsson hefur annazt þýðinguna. Er hún hnökralaus og fellur víðast vel að efninu. * Rétt áður en nýafstaðin, heimsstyrjöld hófst, tók ung kona í Noregi, Sigrid Boo, að vekja á sér athygli fyrir skáldsagnagerð. Sögur henn- ar voru mjög alþýðlegar, um daginn og veginn, og unnu sér skjótt almennings- hylli. Sigrid Boo á mikla og nákvæma athyglisgáfu og segir oft svo laglega frá smá- atvikum og smámunum, að með ágætum má telja. Kven- legum fínleika og smávegis tepruskap lýsir hún vel, en líka þeirri skarpskygni, sem konur einar eiga um það, sem karlmönnum sést oft yfir. Þýddar hafa verið á ís- lenzku þrjár sögur hennar: „Við, sem viiinum eldhús- störfin“; „Allir hugsa um sig, það er bara eg, sem hugsa um mig“; „Lífsgleði njóttu“. Bækur hennar liafa orðið vinsælar hér á landi, og er ekki vafamál, að svo mun og verða um þessa siðustu bók hennar: Lifsgleöi njótiu. Frásögn hennar er notaleg og söguefnið skemmtilegt. Siðfræði bóka hennar felst í þessum einföldu orðum: Þaö er bara eg, sem hugsa um mig. Einfalt mál er þetta, en ef hver og einn liugsar um það, sem hans er, störf sin og tilgang lífs sins, má fullyrða að mikið hefði á- unnizt og þeir yrðu þá ekki svo ýkja margir, sem aðrir þyrftu að annast um og mæðast út af. Þá siðfræði má rekja til goðspjalls, því, að svo segir í Hávamálum: Bú es betra, en biðja sé, lialr es heima hverr; þótt tvær geitur eigi ok taugreptan sal, þat es þó betra en bæn. Vinnan er óbrigðull gleði- og hamingjugjafi. Á grund- velli starfa og þess sjálf- stæðis, er þau skapa, eign- ast menn lífsgleði. Þetta eru forn sannindi, en síung og sígild með hverri kyn- slóð. Þessi sannindi felast í bókum þessarar norsku skáldkonu. Þýðing þessarar síðustu sögu hennar er lagleg og lipur. 14 ÚT SÝN

x

Útsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.