Fréttablaðið - 12.10.2017, Side 2

Fréttablaðið - 12.10.2017, Side 2
Veður Norðaustan 13-18 m/s norðvestan til, en annars mun hægari vindur. Dregur úr úrkomu og víða bjart sunnan til. Vaxandi norðaustanátt með rigningu sunnanlands um kvöldið. sjá síðu 34 Sláturgrísir í bílveltu Flutningabíll með 114 sláturgrísi um borð valt á vegamótum Þrengsla og Suðurlandsvegar í gær. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, drápust 24 grísir. Þar af voru tíu til tólf aflífaðir vegna sára. Bíllinn var á tveimur hæðum en toppurinn fór af í veltunni og grísirnir á efri hæðinni köstuðust út. Aðgerðir á slysstað tóku fimm klukkustundir og þótti erfitt að reka grísina í nýja bíla. Fréttablaðið/SteFán íþróttir Róbert Lagerman og Ingi Tandri Traustason urðu um helg- ina Evrópumeistarar í tvíkeppni í kotru en Evrópumeistaramótið var að þessu sinni haldið á Íslandi dagana 5.-8. október. Róbert segir kotruna í stórsókn og næstu skref vera að fjölga spilurum og breiða út fagnaðarerindið. Þegar Fréttablaðið náði tali af Róbert var hann enn í sigurvímu eftir að hafa unnið Evrópumeist- aratitilinn í tvíkeppni. Í þeirri grein spila tveir og tveir saman á tveimur borðum. Þessa helgi var einnig haldin landsliðakeppni þar sem spilað var samtímis á fjórum borðum en einnig einstaklingskeppni. „Þetta var sannkölluð kotruveisla hér á landi,“ segir Róbert. Kotra er tiltölulega ný hér á landi sem íþróttagrein þrátt fyrir að fjöldi manna hafi spilað þetta í heima- húsum og á krám landsins. Kotrusambandið var stofnað árið 2011 og síðan þá hefur kotran verið í framför og við eignast fram- bærilega spilara á evrópskan mæli- kvarða. „Þetta er ekkert ósvipað skák,“ segir Róbert, sem einnig er FIDE- meistari í skák. „Með mikilli æfingu og stúder- ingum með aðstoð kotruheila, sem virka eins og skáktölvur, verður þú betri og betri í þessum leik. Í þessu felst einnig mikill líkindareikningur og því byggist spilið að hluta til mikið á líkindareikningi.“ Róbert segir auðvitað að ein- hverju leyti heppni koma við sögu þegar þú kastar teningum í kotru. Hins vegar jafni það sig út. Á endanum sé það alltaf þannig að sá sem er bestur vinni leikinn. Til að lágmarka vægi heppninnar í ten- ingaköstum eru oft spilaðir margir leikir. sveinn@frettabladid.is Íslenskir kotruspilarar ná Evrópumeistaratitli Íslendingar eignuðust um helgina Evrópumeistara í kotru er þeir Ingi Tandri Traustason og Róbert Lagerman sigruðu í tvíkeppni. EM var haldið hér á landi 5. til 8. október. Kotra er ekki ósvipuð skák, segir Róbert, sem er skákmeistari. Frá leik Þjóðverja og norðmanna á eM í kotru um helgina. Fréttablaðið/ernir Hvað er kotra? Kotra er leikur fyrir tvo og er leikin á borði með tuttugu og fjórum mjóum örvaroddum (reitum). Örvarnar 24 eru stað- settar á fjórum fjórðungum. Tveir fjórðungar eru heimasvæði hvers spilara og tveir fjórðungar eru svokallað útisvæði. Markmið leiksins er að færa alla leikmenn sína inn á heimasvæðið sitt og af borðinu. Sá vinnur sem fyrstur kemur öllum sínum leik- mönnum út af borðinu. Með mikilli æfingu og stúderingum með aðstoð kotruheila, sem virka eins og skáktölvur, verður þú betri og betri. Róbert Lagerman, Evrópumeistari í kotru NeyteNdur Verð á eldsneytislítr- anum hjá Costco hefur hækkað á undanförnum vikum en á sama tíma hefur nýr keppinautur sótt verulega á svo nú munar aðeins nokkrum krónum á lítranum. Nú er svo komið að aðeins munar 5,9 krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni og Costco og aðeins 4 krónum á dísillítranum. N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslu- stöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco. Þegar Costco hóf innreið sína á eldsneytismarkaðinn í sumar ætl- aði allt um koll að keyra enda gat fyrirtækið boðið umtalsvert lægra verð en íslensku olíufélögin. Hefur þar munað ríflega 30 krónum á lítr- anum í mörgum tilfellum. Þann 18. ágúst síðastliðinn kost- aði bensínlítrinn í Costco 167,9 krónur og hefur því hækkað um 4 krónur síðan þá. Dísilolían hefur á sama tíma hækkað um 5 krónur. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta minnsti munur á lítra- verði sem verið hefur hjá íslensku olíufélagi og Costco frá því erlendi risinn opnaði stöð sína í maí síðast- liðnum. Costco hefur því gefið eftir en innlendir keppinautar sótt á. Hvort tímabært sé að tala um verð- stríð verður þó að koma í ljós. – smj Andað ofan í hálsmál Costco Costco dælir út ódýrara eldsneyti en Dælan sækir á. Fréttablaðið/ernir írak Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. Abdulstar Bayraqdar, talsmaður dómstólsins, sagði handtökurnar fyrirskipaðar vegna kæru þjóðar- öryggisráðs Íraks sem segir kosning- arnar hafa brotið í bága við íröksk lög. Því myndi viðeigandi aðgerðum verða beitt gegn viðkomandi. Kosningarnar fóru fram í septem- ber í óþökk Haider al-Abadi, forsæt- isráðherra Íraks. Samþykktu 92 pró- sent kjósenda að lýsa yfir sjálfstæði. Kúrdar eru fjórði stærsti þjóð- flokkurinn í Mið-Austurlöndum. Þeir hafa aldrei náð að mynda sjálfstætt ríki. Í Írak eru Kúrdar um fimmtán til tuttugu prósent allra íbúa. Þar hafa þeir sætt kúgun en fengu þó sjálfsstjórnarréttindi 1991. – þea Írakar handtaka háttsetta Kúrda 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F i M M t u d a G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -7 5 5 0 1 D F 4 -7 4 1 4 1 D F 4 -7 2 D 8 1 D F 4 -7 1 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.