Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 6

Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 6
NeyteNdur Það munar 90 pró- sentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólks- bíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathug- un Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverk- stæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðal- fólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári. Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlista- verð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir Tuga prósenta verðmunur á vetrardekkjum og umfelgun Vetrarösin á dekkjaverkstæðum fer að bresta á en töluverðu getur munað á verði fyrir dekkjaskiptin. Fréttablaðið/Vilhelm Umfelgun Vetrardekk tegund Ódýrustu dekkin (4) heildarverð (umfelgun og dekk) titancar 5.000 kr. Iceblazer 49.600 kr. 54.600 kr. Dekkverk 6.400 kr. Goodride 32.000 kr. 38.400 kr. bílkó 6.460 kr. Sailon Blazer 49.600 kr. 56.060 kr. Vaka 7.581 kr. Rovelo 34.400 kr. 51.981 kr. hjólb.verkst. Sigurjóns 7.650 kr. Fulda 46.000 kr. 53.650 kr. Nesdekk 7.890 kr. Interstate 40.000 kr. 47.890 kr. Sólning 7.900 kr. Torque 35.992 kr. 43.892 kr. max1 9.200 kr. Nokian 51.960 kr. 61.160 kr. N1 9.493 kr. Westlake 37.960 kr. 47.453 kr. Costco Frítt með dekkjum Michelin 70.396 kr. 70.396 kr. Mesti munur kr. 4.493 kr. 38.396 kr 31.996 kr. Mesti munur % 90% 120% 83% Þetta kostar umfelgun og ódýrustu vetrardekkin GLERAUGU MEÐ GLAMPAVÖRN Bluestop gleraugu veita vörn gegn skaðlegum blágeislum sem símar, spjaldtölvur og flúorljós gefa frá sér. Bluestop verndar augun, vinnur gegn augnþreytu og virkar sem forvörn gegn hrörnun í augnbotnum og skýi á augasteini. Þú færð Bluestop gleraugu í Augastað. BLUE STOP Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 VIÐSKIPtI Norska fiskeldisfyrirtækið NTS ASA hyggst festa kaup á 45,2 prósenta hlut í Fiskeldi Austfjarða, sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Seljandi er annað norskt fyrirtæki, MNH Holding. NTS á nú þegar 16,9 prósenta hlut í íslenska fiskeldisfyrirtækinu í gegn- um dótturfélag sitt, Midt-Norsk Hav- bruk, og mun því eiga ráðandi 62,1 prósents hlut eftir að kaupin ganga í gegn síðar á árinu. Kaupverðið mun ráðast af þeim leyfum sem Fiskeldi Austfjarða fær til laxaframleiðslu. NTS greiðir að lágmarki 73,5 millj- ónir norskra króna, sem jafngildir um 965 milljónum íslenskra króna, fyrir hlutabréfin, en ef Fiskeldi Aust- fjarða fær leyfi til aukinnar fram- leiðslu á næstu tíu árum gæti kaup- verðið hækkað í allt að 294 milljónir norskra króna eða sem nemur 3,9 milljörðum íslenskra króna. Fisk eldi Aust fjarða hefur nú leyfi til þess að slátra 11 þúsund tonnum á ári í Berufirði og Fáskrúðsfirði, en fyrirtækið áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu í 21 þúsund tonn. Gera langtímaáætlanir fyrir- tækisins ráð fyrir allt að 54 þúsund tonna framleiðslu. Fram kom í skýrslu starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem skilaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra skýrslu í ágúst- mánuði, að nær öll erlend fjárfesting í íslensku laxeldi kæmi frá norskum fiskeldisfyrirtækjum. Ljóst væri að erlendir fjárfestar hefðu fjármagnað uppbyggingu sjókvíaeldis þegar innlent fjármagn til slíkra fjárfestinga var ekki í boði. „Jafnframt hafa erlendir fjárfestar miðlað af reynslu sinni og þekk- ingu og nýtt viðskiptasambönd sín í rekstri fiskeldis hér á landi. Engum vafa er undirorpið að upp- bygging íslensks fiskeldis undan- farin ár byggist á þessari þátttöku erlendra fjárfesta. Þessi uppbygging fiskeldisins hefur ekki aðeins skilað beinum fjárfestingum til landsins heldur einnig leitt af sér óbein áhrif í formi afleiddra starfa sem tengjast fiskeldi,“ sagði í skýrslunni. – kij Eignast meirihluta í Fiskeldi Austfjarða Fiskeldi austfjarða er með eldi í berufirði og Fáskrúðsfirði. Fréttablaðið/GVa 965 milljónir króna að lágmarki eru greiddar fyrir 45,2 pró- senta hlut í FA. 62,1% hlutafjár í Fiskeldi Austfjarða verður síðar á árinu komið í hendur norska fyrirtækisins NTS ASA. MjaNMar Æðsti erindreki Samein- uðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. Erindrekinn sem um ræðir, Renata Lok-Dessallien, var mið- punktur rannsóknar BBC í síðasta mánuði þar sem hún var sögð kæfa umræður innan Sameinuðu þjóðanna um stöðu þjóðflokks Rohingja í Mjanmar. Jafnframt leiddi rannsóknin í ljós að hún hefði reynt að koma í veg fyrir að starfsmenn mannréttinda- baráttusamtaka heimsæktu ákveðin svæði í Mjanmar. Rúmlega hálf milljón Rohingja hefur flúið til Bangladess frá því í ágúst. Mannréttindastjóri Samein- uðu þjóðanna segir Rohingja sæta ofsóknum í heimalandinu. Herinn í Mjanmar ráðist á þá, taki þá af lífi án dóms og laga og brenni bæi þeirra til grunna. Í frétt BBC af ákvörðun SÞ kemur fram að heimildarmenn í höfuð- borginni Yangon fullyrði að ákvörð- unin byggist á því að Lok-Dessallien hafi ekki haft mannúðarsjónarmið í forgrunni í starfi sínu. Stóll erindrekans hefur verið heitur undanfarna mánuði en fyrir tveimur vikum sagði í tilkynningu frá framkvæmdastjóra SÞ að Lok- Dessallien nyti fulls trausts. – þea Erindreki SÞ kallaður frá Mjanmar Faðir syrgir dóttur sem fórst á flótta. NorDiCphotoS/aFp Fréttablaðið kannaði verðið á umfelgun og ódýrustu tegund vetrar- dekkja hjá tíu fyrir- tækjum á höfuðborgar- svæðinu. Munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelg- un og 120 prósentum á dekkjum. Umfelgun er innifalin í verði dekkja hjá Costco en mánaðar- bið er eftir því að fá þau sett undir bílinn. verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðju- vegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verð- könnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópa- vogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkja- skiptum þar. Ódýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjög- ur Goodride-vetrardekk á alls 32 þús- und krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar saman- borið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggis- tæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. mikael@frettabladid.is 1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t u d a G u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -9 C D 0 1 D F 4 -9 B 9 4 1 D F 4 -9 A 5 8 1 D F 4 -9 9 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.