Fréttablaðið - 12.10.2017, Síða 34
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Saulius Jekeliunas er aldursforseti Dekkverks og algjörlega ómissandi starfsmaður.
Aron Máni
að negla eins
og enginn sé
morgundagur-
inn.
Allt á fullu hjá Gylfa við að maka á dekkin.
Dekkverk var stofnað árið 2009 í Garðabæ en stofn-andi fyrirtækisins, Guð-
mundur Örn Guðjónsson, átti
sér þann draum að selja dekk á
viðráðanlegri verðum en tíðkaðist
þá auk þess sem hann sá líka
tækifæri í breyttum opnunartíma.
Árið 2013 kom Jón Haukdal Þor-
geirsson að rekstri fyrirtækisins
samfara því sem Guðmundur hóf
að sinna öðrum verkefnum. Jón
segist hafa fylgt sömu hugmynda-
fræði og Guðmundur frá upphafi
enda óþarfi að breyta því sem vel
gengur. „Þegar Guðmundur opnaði
Dekkverk rak hann fyrirtækið á
þeirri hugmyndafræði að bjóða
lægstu verðin sem hægt var að
bjóða upp á auk þess sem opið var
milli kl. 10 og 19 alla daga sem var
nýtt á þeim tíma. Óhætt er að segja
að fyrirtækið hafi ekki aflað sér
mikilla vinsælda hjá keppinaut-
unum fyrir vikið.“
Fyrirtækið fór fljótlega á flug
þrátt fyrir að auglýsa lítið sem
ekkert. „Ánægðir viðskiptavinir
voru besta auglýsingin og Dekk-
verk stækkaði jafnt og þétt á næstu
árum. Samkeppnisaðilar okkar
tóku vel eftir breyttri kauphegðun
neytenda sem keyptu margar
vinsælar dekkjategundir á alveg
hlægilega góðum verðum.“
Þjónustustigið hækkað
Fyrir þremur árum var stigið stórt
skref þegar Dekkverk opnaði
annað útibú við Nýbýlaveg 2 í
Kópavogi, á sama stað og Toyota
var með þjónustuverkstæði sitt
áður. „Þetta var mikið stökk því
sama ár tryggði Dekkverk sér
umboðið fyrir Westlake-dekkin.
Annað stórt stökk var síðan tekið
í haust þegar við ákváðum að loka
Dekkverki í Garðabæ, færa alla
þjónustu á Nýbýlaveginn og auka
þjónustuna um leið. Mörgum
föstum viðskiptavinum okkar í
Garðabænum þótti það miður en
ég held að þegar þeir sjá að við
erum enn gamla góða Dekkverk,
bara á öðrum stað, þá komi nú
gamla góða brosið aftur. Um leið
breyttum við opnunartíma um
helgar en nú er opið milli kl. 12 og
16 bæði laugardaga og sunnudaga.“
Sterkari innviðir
Í dag býður Dekkverk líka upp á
viðgerðar- og smurþjónustu og
því þurfti að fjölga starfsmönnum,
segir Jón. „Við þurftum að ráða
fleiri starfsmenn en hafa sést
hér áður. Húsnæðið stækkaði og
þjónustuúrvalið breikkaði. Fyrir
vikið voru starfsmenn í smá tíma
að vaxa inn í það hlutverk en nú
gengur allt eins og í sögu. Núna
erum við því að sjá hvernig Dekk-
verk ætlar að starfa í framtíðinni
og er þetta gert með sterkari inn-
viðum og þéttara eftirliti með þeim
verkum sem eru í gangi hverju
sinni.“
Dekkverk býður upp á gott úrval
af bæði vetrar- og heilsársdekkjum
að sögn Jóns. „Við ráðleggjum
viðskiptavinum með val á réttum
dekkjum. Vetrardekk eru venju-
lega negld dekk á meðan heils-
ársdekk eru óneglanleg dekk en
það er hægt að fá vetrardekk sem
er ekki búið að negla og nota þau
sem heilsársdekk. Einnig bjóðum
við upp á rúðuþurrkur, rúðuvökva,
rafgeyma, perur og aðrar vörur sem
fylgja gjarnan vetrartímanum.“
Góð þjónusta
Það er harðnandi samkeppni á
dekkjamarkaði en Dekkverk hefur
alltaf getað státað af sveigjanlegri
þjónustu, segir Jón. „Stundum fæst
ekki það sem viðskiptavinur vill fá
og þá höfum við oftast stokkið til
og reddað málum, jafnvel þótt það
sé utan vinnutíma eða við höfum
keyrt vörur í heimahús. Ef ákveðin
dekk fást ekki hjá okkur pöntum
við þau viðskiptavinum að kostn-
aðarlausu. Við kannski auglýsum
það ekki sérstaklega en liðlegheit
og sveigjanleiki einkennir svo
sannarlega rekstur okkar.“
Hann segir Dekkverk alltaf
leitast við að bæta þá frábæru
þjónustu sem fyrirtækið hefur
boðið upp á undanfarin ár. „Það er
alltaf erfitt að halda í starfskraftinn
eftir stóru tarnirnar en við gerum
okkar besta til að halda í þessa frá-
bæru stráka. Við erum með stórt og
flott húsnæði og í augnablikinu er
að fara mikið pláss til spillis. Um
þessar mundir erum við þó á fyrstu
stigum í að stækka reksturinn inn
í þetta rými. Vonandi verður það
þrifalegra heldur en verkstæðis-
hlutinn okkar. Annars erum við
bara stoltir af íslensku landsliðs-
strákunum okkar í fótbolta eftir
sigurinn á mánudaginn. Við hér á
Dekkverki ætlum svo sannarlega
að fylgja þeim eftir alla leið næsta
sumar.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.dekkverk.is.
Ánægðir viðskipta-
vinir voru besta
auglýsingin og Dekkverk
stækkaði jafnt og þétt á
næstu árum.
Jón Haukdal Þorgeirsson
JEPPADEKK
fyrir felgustærðir 15 - 16 - 17 - 18 og 20 tommur
Sumar stærðir eru fáanlegar sem burðardekk (D,E).
Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is
www.mtdekk.is
2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . o K tó B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R VetRARDeKK
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
4
-A
1
C
0
1
D
F
4
-A
0
8
4
1
D
F
4
-9
F
4
8
1
D
F
4
-9
E
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K