Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 43

Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 43
Debra Messing stendur hér á stjörnunni sinni. Leikkonan Debra Messing sem gerði garðinn frægan í þáttunum Will & Grace, sem vinsælir voru á árunum 1998-2006, sá langþráðan draum rætast þegar hún eignaðist á dögunum eigin stjörnu á Holly- wood Walk of Fame. „Ef ég á að vera hreinskilin datt mér aldrei í hug að þessi draumur myndi ræt- ast,“ sagði hún við þetta tækifæri. „En ég hef svo sem upplifað miklu meira en ég gat nokkurn tíma látið mér detta í hug,“ bætti hún við. Debra hlaut Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum Will & Grace. Hún segir að móðir hennar, sem lést fyrir fjórum árum, hefði alltaf verið viss um að dóttir sín ætti eftir að verða stjarna. Debra, sem er 49 ára, sagði að það hefði verið frá- bært ef móðir hennar hefði fengið að upplifa þennan heiður. Debra hefur undanfarið leikið á Broadway en það hafði líka verið gamall draumur hennar. Hún ólst upp á Rhode Island og þegar hún kom til New York horfði hún á leikhúshverfið með aðdáun. Nýlega var gerð ný þáttaröð um Will & Grace með sömu leikurum. Hollywood-stjarna Debru er númer 2620 á götunni. Debra Messing fær stjörnu Söngkonan Pink skartaði þessum fína jakka í síðustu viku. Levi’s fagnar fimmtíu ára afmæli gallajakkans um þessar mundir með því að fá fimmtíu þekkta einstaklinga úr ýmsum geirum og hvaðanæva úr heiminum til að sitja fyrir í sinni uppáhaldsútfærslu af þessari klassísku fjölnotaflík sem passar við allt. Meðal þeirra sem votta gallajakkanum virðingu sína og ást eru kínverska Insta- gram-stjarnan Boynam, franski rafdúettinn Justice, indverski leikarinn og grínistinn Kanan Gill, Solange Knowles og Justin Timber- lake. Talið er að George Harrison hafi markað upphaf vinsælda gallajakkans árið 1967 og síðan hafa nánast allir tónlistarmenn á einhverju skeiði látið mynda sig í gallajakka. Til hamingju með afmælið, kæri gallajakki og megi vinsældir þínar aldrei dvína! Gallajakkinn í finmmtíu ár Fatastíll Georgs prins hefur slegið í gegn. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Hinn fjögurra ára gamli Georg prins, sonur Vilhjálms prins og Kate Middleton, virðist orðinn áhrifamesta tískufyrirmyndin í bresku konungsfjölskyldunni, þrátt fyrir ungan aldur. Fatnaður- inn sem prinsinn ungi klæðist hefur meiri áhrif á leit að fötum á eBay en klæðnaður nokkurs ann- ars í fjölskyldunni. Móðir hans er sjálf mikil tísku- fyrirmynd og á greinilega ekki í vandræðum með að finna smekk- legan fatnað á börnin sín. Dóttirin, Charlotte, er mjög áhrifamikil en Georg er greinilega ókrýndur tískukóngur fjölskyldunnar. Leitum að gulum peysum eins og þeirri sem Charlotte klæddist á tveggja ára afmæli sínu fjölgaði mikið á eBay daginn sem mynd- irnar voru birtar og það sama gerðist með kjólinn sem Charlotte klæddist í konunglegri heimsókn til Þýskalands. Litli prinsinn, sem hefur vakið athygli fyrir fínar skyrtur, prjón- aðar peysur og stuttbuxur, er þó greinilega áhrifamestur. Eftir heimsókn fjölskyldunnar til Kanada seint á síðasta ári, þar sem öll fjölskyldan klæddist bláu, tvö- földuðust leitir að bláum peysum eins og hann var í. Að sögn eBay hefur vefsíðan selt næstum 1.500 hluti sem tengjast stíl Georgs prins á síðustu þremur mánuðum, svo það má sannarlega segja að fata- stíll prinsins hafi slegið í gegn. Georg prins er aðaltískuviti bresku konungsfjölskyldunnar Þessi glæsilegi kaupauki fylgir með ef keyptar eru vörur frá Estée Lauder fyrir 6.900 kr. eða meira dagana 12.–18. október.* Estée Lauder kaupaukinn þinn í Sigurboganum Kaupaukinn inniheldur: Advanced Night Repair Cleansing Foam – froðuhreinsi, 30 ml Resilience Lift Firming/Sculpting Face and Neck Crème – rakakrem sem stinnir og formar húðina, 15 ml Advanced Nigt Repair Eye Gel – alhliða augnkrem, 5 ml Advanced Night Repair – viðgerðardropa, 7 ml Double Wear Stay In Place Lip Pencil – varablýant, litur spice, 8 g Pure Color Envy Sculpting Lipstick – varalit í fullri stærð, litur intense nude. Modern Muse EDP – ilmvatn, 4 ml Fallega snyrtibuddu 20% afsláttur 12.-14. októbe r *meðan birgðir endast FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 1 2 . o k tó b e r 2 0 1 7 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -C 9 4 0 1 D F 4 -C 8 0 4 1 D F 4 -C 6 C 8 1 D F 4 -C 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.