Fréttablaðið - 12.10.2017, Page 50
Kærastan mín elskuleg stendur líka á tímamótum enda ’77 módel eins og ég. Ég er reyndar aðeins eldri – alveg mánuðinum en við erum að hugsa um að
mætast á miðri leið, slá í gleðiklárinn og
halda gott partí í byrjun nóvember. Við
erum búin að vera það lengi saman að við
eigum alla vini og kunningja sameigin-
lega, um að gera að vera samstíga í þessu,
eins og öðru,“ segir Ólafur Egilsson leik-
ari, handritshöfundur og leikstjóri sem
fagnar fertugsafmæli sínu í dag.
Ólafur ætlar að halda upp á daginn
með því að mæta til vinnu sem hand-
ritsráðgjafi hjá RÚV. „Þar standa þessa
dagana yfir hugmyndadagar, þar sem
öllum er frjálst að kynna hugmynd að
nýju íslensku sjónvarpsefni. Það eru
svo margir með hugmynd að ég verð
þar sennilega fram á kvöld. Kannski ég
fái svo mína nánustu með út að borða á
Snaps um kvöldið, ég fer yfirleitt þangað
til að gera mér dagamun. Við hjónaleysin
blásum svo til meiri fagnaðar síðar meir,
ætli við fáum ekki bara vini okkar á Snaps
til að sjá um það líka.“
Þessa dagana er Ólafur að fylgja eftir
sýningum sem hann hefur leikstýrt.
„Það er sýning í Hörpu fyrir ferðamenn
um Íslendingasögurnar sem ég skrifaði og
leikstýrði, hún er að detta í 250 sýningar
um þessar mundir, og svo eru það Kart-
öfluæturnar í Borgarleikhúsinu sem voru
frumsýndar í lok september en það verk
er eftir Tyrfing Tyrfingsson. Ég er svona
að koma með léttar ábendingar til leik-
aranna, en þau eiga þetta auðvitað eftir
frumsýningu og ráða alveg hvort þau taka
mark á mér, ég ræð engu, sem er reyndar
ágætisviðhorf yfirhöfuð – maður ræður
engu.
Þegar ég er uppi í Borgarleikhúsinu
reyni ég svo líka aðeins að fylgjast með
Elly blessuninni, en ég skrifaði handritið
ásamt Gísla Erni. Brot úr hjónabandi er
líka að fara aftur á fjalirnar svo að ég er
að undirbúa æfingar á því. Annars er ég
aðallega að hita upp raddböndin fyrir
tvenna tónleika sem ég tek þátt í undir
lok mánaðarins, það eru Hrekkjavöku-
tónleikar í Háskólabíói og svo Tommy-
konsert í Eldborg, og sinna lestri og
skriftum,“ segir afmælisbarnið.
benediktboas@365.is
Blæs til veislu þegar frúin
nær líka fjörutíu árunum
Ólafur Egilsson, leikari og leikstjóri, er fertugur í dag. Hann verður við vinnu í dag en ætl-
ar að bjóða sínum nánustu til veislu. Stóra veislan verður þegar frúin nær honum í aldri.
Þá verður blásið í gleðilúðurinn enda eiga þau hjónaleysin marga sameiginlega vini.
Ólafur Egilsson, reffilegur sem fyrr. Fréttablaðið/Hanna
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
Svanhildur
Sveinbjörnsdóttir
hagfræðingur,
Fögruhæð 6, Garðabæ,
lést mánudaginn 9. október á líknardeild
Landspítalans. Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 19. október
klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja
minnast Svanhildar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Arnar Jónsson
Karen Arnarsdóttir
Emilía Arnarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, afi og langafi,
Hilmar Guðmundsson
Kolbeinsá, Hrútafirði,
sem lést 29. september sl. verður
jarðsunginn frá Prestbakkakirkju
laugardaginn 14. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð
Prestbakkakirkju, 0161-15-630055, kt. 520269-5929.
Sigurrós M. Jónsdóttir
Erna Hilmarsdóttir Már Gunnarsson
Sigurjón Hilmarsson Rut Einarsdóttir
Hannes G. Hilmarsson Kristín G. Jónsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
Arnar Inga Gíslasonar
fjöllistamanns.
Dýrleif Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir,
afi okkar og langafi,
Walter Gunnlaugsson
lést þann 3. október sl. á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu DAS,
Nesvöllum, Reykjanesbæ. Kveðjuathöfn
hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast Walters er bent á Blindrafélagið, blind.is.
Anna Lísa Ásgeirsdóttir
María Guðrún Waltersdóttir
Erla Waltersdóttir
Vilhjálmur H. Waltersson Helga Elísabet Jónsdóttir
Anna Birgitta Nicholson Björn Línberg
Hildur Waltersdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Herdís Matthildur
Guðmundsdóttir
Úthlíð 33, Hafnarfirði,
lést umkringd ástvinum á heimili sínu
að morgni 9. október. Útför verður auglýst
síðar. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
heimahlynningar Landspítalans og á deild 21A fyrir
einstaka umönnun og stuðning.
Árni Brynjólfsson
Sigþór Árnason Hulda Helga Þráinsdóttir
Brynjólfur Árnason Inga Þóra Ásdísardóttir
Hrönn Árnadóttir Óskar Meldal Gíslason
og ömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir veittan stuðning
og kærleika við fráfall minnar ástkæru
eiginkonu, besta vinar, móður okkar,
ömmu og langömmu,
Helgu Óskar Kúld
sjúkraliða,
Brávallagötu 16.
Sérstakar þakkir fá þeir sem hugsuðu um hana í veikindum
hennar, starfsfólk 11E krabbameinsdeildar, starfsfólk 2A
hjúkrunarheimilisins Grundar og Útfararstofa Reykjavíkur.
Blessuð sé minning hennar.
Stefán Brynjólfsson
Aðalbjörg Ólafsdóttir
Halldóra Ólafsdóttir
Heiðrún Ólafsdóttir
Guðlaug Helga Helgudóttir Kúld
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar ástkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
Jóns Hannesar Helgasonar
húsgagnasmiðs,
Sóleyjarima 7, Reykjavík.
Sigurbjörg Haraldsdóttir
Arnar Jónsson Anna Sif Jónsdóttir
Snorri Jónsson Anna Ólafsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðni Grímsson
vélstjóri,
Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum,
lést fimmtudaginn 28. september.
Útförin fer fram frá Landakirkju
laugardaginn 14. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbavörn, Vestmannaeyjum.
Esther Valdimarsdóttir
Valdimar Guðnason Þórey Einarsdóttir
Grímur Guðnason Eygló Kristinsdóttir
Guðni Ingvar Guðnason Þórdís Úlfarsdóttir
Bergur Guðnason Jónína Björk Hjörleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ólafur Egill Egilsson
l 40 ára.
l Útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ árið
2002.
l Hefur leikið í fjölmörgum leik-
sýningum og kvikmyndum og komið
að skrifum vinsælla leikgerða, kvik-
mynda og leikrita.
l Höfundur eða meðhöfundur
verkanna Fólkið í kjallaranum, Svar
við bréfi Helgu, Karitas, Elly, Eiðurinn,
Brim, Sumarlandið, Brúðguminn og
Ófærð.
l Hefur hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir sín störf, meðal annars Grímuna
sem besti leikari í aðal- og aukahlut-
verki og leikskáld ársins.
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r30 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
4
-A
1
C
0
1
D
F
4
-A
0
8
4
1
D
F
4
-9
F
4
8
1
D
F
4
-9
E
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K