Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 60
12. október 2017
Tónlist
Hvað? Djasssveitin Mantra – há-
degistónleikar
Hvenær? 12.00
Hvar? Fríkirkjunni í Reykjavík
Það verða fluttir þekktir djassstand-
ardar og frumsamið efni í bland við
framandi möntrur. Tónleikarnir eru
hluti af hádegistónleikaröðinni „Á
ljúfum nótum“ og fara fram í Frí-
kirkjunni í Reykjavík. Djasssveitin
Mantra spilar reglulega við messur
og á tónleikum í kirkjunni. Hún er
skipuð Aroni Steini Ásbjarnarsyni,
Erni Ými Arasyni, Gísla Páli Karls-
syni og Gunnari Gunnarssyni.
Hvað? Oyama & Sigrún á Húrra
Hvenær? 20.30
Hvar? Húrra, Tryggvagötu
Oyama og Sigrún spila á Húrra í
kvöld. Húsið opnað 20.30 og það
kostar 1.500 krónur inn.
Hvað? Futuregrapher’s music for 2
iMac G3 computers
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Tónleikar með raftónlistarmannin-
um Futuregrapher (Árna Grétari) í
Mengi. Tónlistin er samin fyrir tvær
iMac G3 tölvur. Í upphafi kvölds
mun Án flytja um það bil hálftíma
langt sett en hann sendi frá sér
plötuna Ljóstillífun fyrr á þessu ári.
Jóhann frá Nesi (Jóhann Reynisson)
sér um myndheim tónleikanna.
Miðaverð er 2.500 krónur. Hægt
er panta miða í gegnum booking@
mengi.net eða borga við hurð.
Hvað? Jóhanna Guðrún á Hard
Rock
Hvenær? 20.00
Hvar? Hard Rock Café, Lækjargötu
Jóhönnu Guðrúnu þarf varla að
kynna fyrir landi og þjóð. Hún mun
koma fram í Hard Rock kjallaranum
á fimmtudögum í vetur. Frábært
tækifæri til að sjá þessa mögnuðu
söngkonu á tónleikum.
Hvað? InZeros, Skaði & Atomsta-
tion
Hvenær? 22.00
Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu
Rokk og ról á Gauknum.
Hvað? Kvikmyndatónleikar – Holly-
wood / Reykjavík
Hvenær? 19.30
Hvar? Hörpu
Á þessum tónleikum verður gægst
í gullkistu kvikmyndatónlistar frá
Hollywood. Þar er af nógu að taka:
Gone with the Wind, Breakfast at
Tiffanys, Ben-Húr og Brúin yfir ána
Kwai, auk þess sem leikin verða
stef úr myndunum Súperman og
Stjörnustríð eftir hinn sívinsæla
John Williams. Hljómsveitarstjór-
inn Richard Kaufman hefur áratuga
reynslu af störfum í Hollywood þar
sem hann stjórnar tónlist fyrir kvik-
myndir og sjónvarpsþætti auk þess
að koma fram með leiðandi hljóm-
sveitum Bandaríkjanna.
Viðburðir
Hvað? Menningarhátíð Seltjarnar-
ness
Hvenær? 17.00
Hvar? Gallerí Gróttu og Bókasafni
Seltjarnarness
Menningarhátíð Seltjarnarness
verður sett í dag með pomp og
prakt.
Hvað? Umræðuþræðir: Bylting hár-
lausa mexíkóska hundsins
Hvenær? 21.00
Hvar? Hafnarhúsinu
Gabriel Mestre Arrioja er rithöf-
undur, kvikmyndagerðarmaður og
sjálfstætt starfandi sýningarstjóri.
Heiti erindis hans er Mexican
Hairless Dog’s Revolution (Bylting
hárlausa mexíkóska hundsins). Þar
fjallar hann um kynþáttafordóma
í Mexíkó sem eru arfleifð nýlendu-
hugsunar allt frá 17. öld. Þeir endur-
speglast meðal annars í starfsemi
opinberra stofnana sem miðar að
því að draga úr menningarmun,
hagræða og þurrka út ýmsa kima
menningar frá því fyrir nýlendu-
tímann.
Hvað? Útgáfuhóf Galdra-Dísu
Hvenær? 17.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Bókin er sjálfstætt framhald
Drauga-Dísu frá 2015 og gerist
tveimur árum síðar. Dísa er nú
rammgöldróttur menntskælingur
með vaxandi réttlætiskennd sem
langar að bjarga heiminum og
hjálpa bágstöddum, en kemst að
raun um að raunveruleikinn er ekk-
ert ævintýri og að skrímslin eiga sér
mörg andlit. Bókin verður brakandi
fersk úr prentsmiðjunni og til sölu
á staðnum, höfundur les upp, DJ
Presmach þeytir skífum og léttar
veitingar verða í boði.
Hvað? Kynbundið ofbeldi og
ábyrgð stofnana
Hvenær? 12.00
Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Freyja Haraldsdóttir fjallar um hug-
takið aðgengiskvíða sem fæddist
í feminísku fötlunarhreyfingunni
Tabú, og um sálrænar afleiðingar
þess fyrir fatlaðar konur að upplifa
skort á aðgengi.
Hvað? The Brothers Brewery taka
yfir Skúla Craft bar
Hvenær? 20.00
Hvar? Skúli – Craft Bar, Aðalstræti
Í kvöld mun brugghúsið The Broth-
ers Brewery frá Vestmannaeyjum
taka yfir nokkrar dælur á Skúla
Craft Bar.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
Í kvöld verða haldnir tónleikar til styrktar Parkinsonsamtökunum í Gamla bíói. Þar kemur fram
fjölbreyttur hópur tónlistarfólks
en hópinn skipa m.a. Bogomil Font,
Jóhanna Guðrún og Svavar Knútur.
Sönghópur Parkinsonsamtakanna
mun svo taka lagið í anddyrinu
fyrir tónleikana þannig að þetta
verður sannkölluð tónlistarveisla.
Tónleikarnir hefjast klukkan átta
og miða er hægt að kaupa á parkin-
son.is. „Fjárhagsleg staða sam-
takana er langstærsti takmarkandi
þáttur í starfsemi samtakanna. Án
aura er erfitt að koma okkar mikil-
vægustu málum áfram, svo sem eins
og uppbyggingu á nýrri aðstöðu og
þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir
læknirinn og einn skipuleggjandi
tónleikanna Helgi Júlíus Óskarsson.
Hann lofar fjölbreyttri tónlistarhá-
tíð. – gha
Tónlistarveisla til styrktar Parkinsonsamtökunum
Kynnir kvöldsins verður Sigtryggur
Baldursson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hvað? Luther was here
Hvenær? 16.30
Hvar? Háskóli Íslands
„Lúther var hér“ er heiti opins fyrirlestrar í boði námsbrautar
í þjóðfræði og safnafræði. Umfjöllunarefnið verður Marteinn
Lúther, menningararfur og pílagrímaferðir á 500 ára afmæli sið-
breytingarinnar. Fyrirlesari er Thorsten Wettich, doktorsnemi
í þjóðfræði og trúarbragðafræðum og í rannsóknarstöðu við
Félagsfræðideild Göttingen-háskóla í Þýskalandi.
Hvað? Uppistand í Hafnarfirði
Hvenær? 22.00
Hvar? Íslenski rokkbarinn, Hafnarfirði
Uppistand á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði með alls konar
grínistum.
ÁLFABAKKA
HOME AGAIN KL. 7 - 8 - 9:10 - 10:10
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40
KINGSMAN 2 KL. 6 - 9
KINGSMAN 2 VIP KL. 6 - 9
IT KL. 6 - 9
MOTHER! KL. 7:40 - 10:10
SKRÍMSLAFJÖLSKYLDAN ÍSL TAL KL. 5:40
BLADE RUNNER 2049 KL. 5 - 8:20 - 10:10
HOME AGAIN KL. 5:50 - 8 - 10:30
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:30
IT KL. 8 - 10:40
MOTHER! KL. 5:30 - 8
EGILSHÖLL
BLADE RUNNER 2049 KL. 5:15 - 8:30 - 9:30
HOME AGAIN KL. 5:10 - 7:20 - 8
IT KL. 10:10
DUNKIRK KL. 5:40
KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI
HOME AGAIN KL. 6:50 - 8 - 9
LEGO NINJAGO ÍSL TAL KL. 5:40
IT KL. 10:10
AKUREYRI BLADE RUNNER 2049 KL. 7 - 10:15
HOME AGAIN KL. 8
KINGSMAN 2 KL. 10:15
KEFLAVÍK
93%
THE HOLLYWOOD REPORTER
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Úr smiðju Stephen King
85%
CHICAGO SUN-TIMES
SAN FRANCISCO CHRONICLE
EMPIRE
USA TODAY
INDIEWIRE
Colin
Firth
Julianne
Moore
Taron
Egerton
Channing
Tatum
Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna
Sýnd með íslensku tali
KAUPTU BÍÓMIÐANN
Í SAMBÍÓ APPINU
Besta rómantíska gamanmynd ársins!
ENTERTAINMENT WEEKLY
NEW YORK POST
CHICAGO TRIBUNE
88%
CHICAGO SUN-TIMES
WASHINGTON POST
TOTAL FILM
USA TODAY
VARIETY
Ein besta mynd ársinsSÝND KL. 6SÝND KL. 6, 9.10, 10
SÝND KL. 9 SÝND KL. 6, 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-19
Personal Shopper 17:00, 22:00
Good Time 17:45
Vetrarbræður ENG SUB 18:00
Prump í Paradís: Cool As Ice 20:00
Undir Trénu ENG SUB 20:00
The Square ENG SUB 22:00
Góða skemmtun í bíó
Allur borðbúnaður
fyrir veitingahús
gsimport.is
892 6975
Hágæða amerísk heilsurúm
sem auðvelt er að elska
Sofðu rótt í alla nótt
1 2 . o k T ó b e r 2 0 1 7 F I M M T U D A G U r40 M e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
2
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
F
4
-B
0
9
0
1
D
F
4
-A
F
5
4
1
D
F
4
-A
E
1
8
1
D
F
4
-A
C
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K