Fréttablaðið - 12.10.2017, Síða 66

Fréttablaðið - 12.10.2017, Síða 66
Nú geta aðdáendur sápuóper-unnar Dynasty tekið gleði sína á ný því að þeir þættir hafa verið endurgerðir. Þættirnir voru geysivinsælir á níunda ára- tugnum en þeir fjölluðu um Carr- ington- og Colby-fjölskyldurnar þar sem dramatíkin kom reglulega við sögu. Nýja útgáfan af þáttunum fór í sýningu vestanhafs í gær og þá er bara spurning hvort þeir nýju verða jafn lífseigir og upprunalegu þætt- irnir sem voru á dagskrá frá árinu 1981 til ársins 1989. Leikstjórinn Bradley Silberling leikstýrir nýju þáttunum en hann er þekktur fyrir að leikstýra kvikmyndunum City of Angels og Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events svo dæmi séu tekin. – gha Dynasty aftur á sjónvarpsskjáinn Dynasty var á dagskrá á árunum 1981-1989. NORDICPHOTOS/GETTY 100 ára Klúbbkvöld 15. OKTÓBER KL. 20.30 BRYGGJAN BRUGGHÚS Stjórnandi: Sigurður Flosason Aðgangur ókeypis Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona græn- an penna. En hann var kennari og Græni penninn er aldrei langt undan Sjónvarpskonan Valgerður Matthías- dóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala sem reiknar með að þetta sé ein aðal- ástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna. „Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða ein- hvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggis- tilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillir Vala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmæl- anda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem not- ast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarn- an úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“ gudnyhronn@365.is Vala Matt segir græna pennann, sem margir kannast við, vera henni ómissandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er einhVer öryGGistilfinninG seM fylGir ÞVí að halDa á pennanuM. 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r46 l í F I ð ∙ F r É t t A b l A ð I ð Lífið 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -A B A 0 1 D F 4 -A A 6 4 1 D F 4 -A 9 2 8 1 D F 4 -A 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.