Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2017, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 12.10.2017, Qupperneq 68
Prump í Paradís er í raun-inni bara ég að auglýsa ást mína á slæmum kvik-myndum. Ég hef verið að halda Svarta sunnudaga ásamt Sigurjóni Kjartans- syni og Sjón þar sem við sýnum klass- ískar költmyndir. Mig hefur alltaf langað til að hafa þemamánuð ein- hvern tímann sem væri Ömurlegur október eða eitthvað svoleiðis, en Sigurjónarnir standa menningarlegan vörð um Svarta sunnudaga, skiljan- lega, og vilja ekki sverta orð þeirra með einhverju rusli. Þannig varð Prump í Paradís eiginlega til – þetta er svona bastarður Svartra sunnudaga,“ segir Hugleikur Dagsson en ást hans á slæmum kvikmyndum fékk hann til að semja við Bíó Paradís um að fá eitt kvöld í mánuði til að sýna slíkar myndir – úr varð Prump í Paradís en fyrsta kvöldið er einmitt í kvöld. Hvað er svona skemmtilegt við slæmar myndir? „Að mínu mati er það að horfa á slæma mynd jafnvel skemmtilegra en að horfa á góða mynd. Það er félagslegra sport og það er líka eitthvað geggjað við það að hlæja að einhverju í kvikmynd sem maður átti aldrei að hlæja að. Kvik- myndir eru í langflestum tilfellum samvinnuverkefni og það að fólki hafi mistekist á öllum vígstöðvum verður fullkominn stormur af rusli.“ Hver er þín uppáhalds slæma mynd? „Það er erfitt að velja. Batman & Robin er í miklu uppáhaldi hjá mér, The Postman eftir Kevin Costner er líka frábær, Troll 2 og The Room eru svona þekktastar – þær eru líka þannig að maður trúir eiginlega ekki að þetta sé ekki viljandi gert. Þegar ég horfði á Troll 2 þá hugsaði ég á tíma- bili: „Neee, þetta er einhver snillingur að gera grín að okkur.“ En ég held að mín uppáhalds sé Showgirls eftir Paul Verhoeven vegna þess að ég hugsa eiginlega alltaf þegar ég horfi á hana að hún sé kannski meistaraverk.“ Það er þunn lína á milli slæmrar myndar sem er skemmtileg og slæmrar myndar sem er bara leiðinleg, ekki satt? „Jú, það er sú krafa sem þarf að standast til að vera sýnd á þessum til- teknu kvöldum – ef slæm bíómynd er leiðinleg þá er hún miklu verri en slæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að manni leiðist ekki. Þegar maður finnur svona týnda demanta eins og Miami Connection og Lost Ticket to Hawaii þá er það mikill fundur fyrir kvikmyndaáhugamann eins og mig því að þær eru svo skemmtilegar – en af allt öðrum ástæðum en það átti að vera.“ Sérstök skilaboð frá Vanilla Ice „Ég ætla að taka podcast í kringum þetta. Hugmyndin kom frá slæmu- mynda-podcasti sem ég hlusta á og heitir How did this get made og ég stal bara hugmyndinni – þetta er íslenska útgáfan af því. Kvöldið verður þannig að ég sýni bíó- mynd og eftir það breytist salurinn í spjallþáttasett og ég ræði myndina við góða gesti í svona klukku- tíma. Áhorfendur deila þá auðvitað reynslunni og verða á sömu síðunni.“ Fyrsti gesturinn í Prumpið verður Emmsjé Gauti og kvikmyndin verð- ur Cool as Ice með rappar- anum og leikaranum Van- illa Ice í aðalhlutverki. „Ég valdi Gauta vegna þess að hann sagði mér einhvern tímann að Cool as Ice og Blossi hafi verið einu myndirnar sem hann átti þegar hann var lítill. Síðan verða aukagestir eins og ungur maður sem heitir Bjarni Tómas og er eini Van- illa Ice sérfræðingur Íslands – hann gerði einu sinni þriggja tíma heim- ildarmynd um Vanilla Ice og hitti hann á dögunum – þannig að þarna verða spiluð sérstök skilaboð frá Van- illa Ice til okkar Íslendinga.“ Páll Óskar Hjálmtýsson verður svo gestur Prumpsins í nóvember en Hugleikur segist hafa fyrst haft samband við hann, enda er Palli annálaður költmyndasafnari og sér- fræðingur. „Ég hef samband við hann og segi honum hvaða myndir ég ætla að sýna og hann segir: „Ætlarðu ekki að sýna Double Agent 73!?“ Þess vegna ætlum við að sýna hana svo hann mæti. Það er mynd um konu, leikna af Russ Meyer leikkonunni Chesty Morgan, sem er með tja, hugsanlega stærstu brjóst sem hafa verið kvikmynduð. Hún leikur sem sagt njósnara sem geymir myndavél í öðru brjóstinu og sprengju í hinu. Og ég sagði bara „say no more Palli“.“ Fyrsta Prumpið fer fram í kvöld klukkan átta í Bíó Paradís. stefanthor@frettabladid.is Fullkominn stormur af rusli í Bíó Paradís Prump í Paradís er mánaðarlegt kvöld haldið af Hugleiki Dagssyni. Þar sýnir hann slæmar myndir í Bíó Paradís og tekur síðan upp hlaðvarpsþátt eftir á þar sem góðir gestir mæta og ræða myndina. Að mínu mAti er þAð Að HorFA á slæmA mynD jAFnvel skemmtilegrA en Að HorFA á góðA mynD. þAð er FélAgslegrA sPort og þAð er líkA eittHvAð geggjAð við þAð Að HlæjA Að einHverju í kvikmynD sem mAður átti AlDrei Að HlæjA Að. Hugleikur Dagsson er sérlegur aðdáandi slæmra kvikmynda. FréttablaðIð/ErnIr BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA SUBARU Forester Premium Nýskr. 07/16, ekinn 37 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ 3.990 þús. kr. NISSAN Qashqai Acenta Nýskr. 01/16, ekinn 38 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 3.590 þús. kr. DACIA Logan Nýskr. 04/15, ekinn 47 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 1.790 þús. kr. RENAULT Kadjar Zen 4wd Nýskr. 07/16, ekinn 37 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 3.590 þús. kr. BENZ GLK 250CDi Nýskr. 08/12, ekinn 76 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 3.990 þús. kr. NISSAN Juke Acenta 2wd Nýskr. 01/15, ekinn 28 þ.km, bensín, sjálfskiptur. VERÐ 2.490 þús. kr. Rnr. 153082 Rnr. 370795 Rnr. 331047 Rnr. 153083 Rnr. 370774 Rnr. 121333 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 4 6 5 B íl a la n d a lm e n n 2 x 3 8 1 2 o k t 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r48 l í F I ð ∙ F r É t t A b l A ð I ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -9 7 E 0 1 D F 4 -9 6 A 4 1 D F 4 -9 5 6 8 1 D F 4 -9 4 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.