Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 10
Helgarblað 13.–16. janúar 201710 Fréttir E kki má mikið út af bregða í störfum nýrrar ríkisstjórnar í ljósi þess að hún hefur að­ eins eins manns meirihluta á Alþingi. Hver þingmaður hefur því í raun neitunarvald í hvaða máli sem vera kann. Þeir sem DV hefur rætt við telja þó ekki að búast megi við því að upp úr sjóði innan stjórnarinnar, þingmenn muni stíga varlega til jarðar, meðvitaðir um þennan nauma meirihluta. Hins vegar muni það einnig birtast í því, sem raunar sé sjáanlegt í stefnu­ yfirlýsingu stjórnarinnar, að fáar rót­ tækar breytingar séu á döfinni. En hvaða þingmenn eru líklegir til að koma stjórnarsamstarfinu í upp­ nám? Viðmælendur DV vildu ekki koma fram opinberlega og benda á ákveðna þingmenn en nefndu þó nokkur nöfn. Fyrstan bæri að nefna Harald Benediktsson, oddvita Sjálf­ stæðisflokksins í Norðvesturkjör­ dæmi. Vitað er að Haraldur sóttist eftir því að verða sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra og sömuleiðis var hann því mjög mótfallinn að Við­ reisn fengi það ráðuneyti. Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasam­ taka Íslands og er sjálfur bóndi. Verði reynt að gera róttækar breytingar á landbúnaðarkerfinu má búast við því að Haraldur muni ekki sitja þegj­ andi undir því. Ásmundur gæti valdið usla Annar þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins sem nefndur hefur verið til sögunnar er Ásmundur Friðriksson. Ásmundur hefur lýst áhyggjum af fjölgun hælisleitenda sem leita hing­ að til lands og meðal annars velt því upp í þingræðu að huga ætti að lok­ un landamæra. Þá velti Ásmundur því einnig fyrir sér á Facebook árið 2015 hvort bakgrunnur múslima hefði verið kannaður, í samhengi við hryðjuverkin í París. Í stefnuyfir­ lýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir að stefnt skuli að því að taka á móti fleiri flóttamönnum auk þess sem lögð er áhersla á að styðja við innleiðingu nýrra útlendingalaga. Ásmundur greiddi einmitt atkvæði gegn nýjum útlendingalögum á síðasta ári. Í samtölum DV við heimildarmenn er áhyggjum lýst af því að Ásmundur gæti beitt sér gegn þessum stefnu­ miðum og valdið usla í stjórnarsam­ starfinu. Fleiri nöfn sem nefnd voru eru meðal annars nöfn Sjálfstæðisþing­ mannanna Brynjars Níelssonar og Vilhjálms Bjarnasonar, auk Páls Magnússonar. Þeir tveir fyrrnefndu séu þekktir að því að fara eigin leið­ ir og kveða fast að orði um mál. Þó megi telja líklegt að þeir geri sér grein fyrir að feta þurfi varfærnislega í stjórnarsamstarfi með svo tæpan meirihluta. Páll hafi þegar markað sér stöðu með því að lýsa óánægju með að hafa ekki fengið ráðherrastól en það þurfi þó ekki að þýða að hann muni rugga bátnum frekar. Á ekki von á róttækum breytingum Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórn­ málafræði við Háskóla Íslands, segir að í þessu ljósi þurfi ekki að reikna með að ríkisstjórnin komi fram rót­ tækum breytingum í umdeildum málum. „Hver einasti stjórnarþing­ maður hefur í raun neitunarvald og maður veit aldrei hvenær það mál kemur upp sem þingmaður beitir sér gegn. Almennt séð getur hver og einn stjórnarþingmaður stopp­ að mál eða gert samkomulag um að koma sínum áherslum að, í stöðu sem þessari.“ Stefanía bendir til að mynda á að breytingar á lögum um fiskveið­ ar hafi ekki flogið í gegnum þing­ ið þegar slíkt hefur verið reynt á síðustu árum, og þá af ríkisstjórn­ um með töluvert meiri þingstyrk en sú sem nú hefur tekið við. Í tíð vinstristjórnarinnar hafi frumvörp þess efnis ekki náð fram að ganga og í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi ekki einu sinni náðst að fara með frumvarp þess efnis í gegnum ríkis­ stjórnina. „Ég á nú eftir að sjá að það náist samstaða innan ríkisstjórn­ arinnar eða þingsins um róttækar breytingar í þeim efnum, til dæmis.“ Stefanía segir að í þessu ljósi gæti orðið erfitt að hrinda í fram­ kvæmd róttækum breytingum í hvaða málaflokki sem er. „Þessi staða kallar á að til að koma mál­ um í gegn getur þurft að tryggja stuðning út fyrir þingflokkinn. Það er erfitt að nefna einhvern einn til­ tekinn stjórnarþingmann sem verð­ ur tregari í taumi en einhver annar. Það líður ábyggilega ekkert á löngu þar til einhver þeirra mun lýsa efa­ semdum með einhver mál stjórn­ arinnar. Það munu koma upp erfið mál sem skekja stjórnina og það getur verið að menn þreytist á þessari stöðu til lengdar og leiti þá jafnvel leiða til að styrkja stjórnina.“ Spurð hvort megi gera ráð fyrir að slíkur ágreiningur verði gerður opinber segir Stefanía að það sé tvennt til í því. Annars vegar sé ekki ólíklegt að menn reyni eftir megni að halda deilum innan flokkanna og innan meirihlutans en hins vegar hljóti menn að reyna að vinna sér stöðu. „Sem dæmi, innan Sjálf­ stæðisflokksins hafa menn oftar en ekki farið hljótt með ágreining í gegnum tíðina og lægt öldur inn­ an flokks. Til að fá samningsstöðu þurfa menn hins vegar að koma óánægju á framfæri og við mun­ um án efa sjá þingmenn beita sér, til dæmis í fjölmiðlum, í því skyni.“ Stjórnin í raun eins og minnihlutastjórn Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þing­ maður Samfylkingarinnar og fyrrver­ andi ráðherra í vinstristjórninni sem sat á árunum 2009 til 2013, þekkir vel hvernig einstakir þingmenn geta beitt sér gegn málum sem ríkisstjórn vill koma áfram. Katrín segir þó erfitt að benda á einhverja sérstaka þing­ menn nú sem gætu farið gegn ríkis­ stjórninni og það væri í raun ósann­ gjarnt að gera. „Auðvitað geta allir, í einhverjum málum, sett einhverja úrslitakosti. Ég á nú martraðar­ kenndar minningar um það frá því ég sat í ríkisstjórn. Það getur verið ólíklegasta fólk sem það gerir og þess vegna er erfitt að taka einhvern út í þeim efnum. Ef maður horfir hins vegar á stóra samhengið núna þá er stjórnarsáttmálinn frekar almennt orðaður, fátt er meitlað í stein. Það er held ég til marks um að stjórnar­ samstarfið verður línudans og menn gera sér grein fyrir því. Það er ekkert óeðlilegt í 32 manna meirihluta að stjórnarsáttmáli sé með þeim hætti. Það er ekkert ólíklegt að stjórn­ in þurfi að leita liðsinnis stjórnar­ andstöðunnar í ákveðnum málum og þá er skynsamlegt að hafa svig­ rúm í málum. Það gæti orðið áhuga­ verð lýðræðislega tilraun ef það tekst að breyta vinnubrögðum í störfum þingsins með þeim hætti.“ Katrín segist sannfærð um allir þingmenn stjórnarflokkanna muni stíga varlega til jarðar, annað sé ekki í boði. Með eins manns meirihluta þurfi ríkisstjórnin í raun að starfa eins og minnihlutastjórn. Hvað varði skeytasendingar strax í upphafi, til að mynda frá Páli Magnússyni og Brynj­ ari Níelssyni, þingmönnum Sjálf­ stæðisflokksins, þá komi þær ekkert á óvart. „Þeir voru alveg ábyggilega í hópi þeirra sem komu til greina sem ráðherraefni og það er ekkert óeðli­ legt að þeir sem sitja eftir lýsi því að þeir hafi verið tilbúnir til að takast á við verkefnin.“ n Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Hverjir verða villikettirnir nú? n Ný ríkisstjórn hefur eins þingmanns meirihluta n Hver þingmaður í raun með neitunarvald Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Eins manns meirihluti Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að stíga varlega til jarðar í ljósi naums meirihluta. Mynd SigtRygguR ARi Haraldur Benediktsson Mun ekki sitja þögull hjá ef reynt verður að gjörbylta landbúnaðarkerfinu. Ásmundur Friðriksson Hefur lýst efa- semdum um stefnu í málefnum flóttmanna og hælisleitenda. Mynd SigtRygguR ARi Katrín Júlíusdóttir Stefanía Óskarsdóttir Mynd Hi.iS „Ég á nú martraðarkenndar minningar um það frá því ég sat í ríkisstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.