Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 19
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 Umræða 19 slökkva í leifunum. Oliver er reyndar einn á ferð, húsfrúnni hefur greini­ lega ekki líkað múnderingin og hann er með glóðarauga. Húsbóndanum bregður auðvitað við að sjá rústirnar, en heyrir skýringar vinarins og er of uppgefinn til að æsa sig; lætur sig falla í stól. Laurel kveður með orðun­ um: „Ætli það sé nokkuð meira sem ég get gert fyrir þig?“ Gengur út um útidyrnar, sem hafa lifað af brun­ ann ásamt karminum. Þegar hann er kominn út á götu kallar Oliver á eftir honum úr stólnum, með einlæg­ um svip og kurteislegum tón: „Vild­ irðu vera svo vænn að loka dyrun­ um. Ég vildi gjarnan fá að vera einn!“ Stan Laurel lokar og Oliver situr eft­ ir í veggjagisnu húsinu, og nú byrjar að rigna úr opnum himninum fyrir ofan. 85 ára gamla snilldarverkið „Helpmates“ geta allir séð á You­ tube; menn: slá inn Laurel Hardy Helpmates. Menn úr ólíkum áttum Laurel og Hardy, eða Gög og Gokke eins og mín kynslóð ólst upp við að kalla þá, voru meðal frumherja gaman leiks í kvikmyndum, af kyn­ slóð manna eins og Charlie Chaplin og Buster Keaton. En tvímenn­ ingarnir komu hvor úr sinni áttinni. Oliver Norvell Hardy fæddist 1892 í Suðurríkjum Bandaríkjanna og ólst þar upp og það mótaði hans karakter – hann talaði suðurríkja­ mállýsku og hafði tamið sér siði frá sínum heimaslóðum; var alla tíð, bæði í einkalífi og sínu frægasta hlutverki, „a southern gentleman“. Stanley, sem fæddist 1890 og hafði upphaflega eftirnafnið Jefferson, var hins vegar fæddur í Skotlandi en ólst upp norðarlega í Englandi og hafði allt annað fas og allt ann­ an hreim. Hann kom sér í grínleik­ hópa í heimalandinu og ein af þeim grúppum hélt til Bandaríkjanna til að slá í gegn; einn af félögum Stan­ leys í þeim kómíkerahóp var sjálf­ ur Charlie Chaplin. Stanley breytti eftirnafninu í Laurel þegar hann var kominn til Hollywood (honum féll ekki að í Stan Jefferson væru þrettán bókstafir) og í Hollywood lenti hann í slagtogi við Oliver Hardy; þeir fengu báðir verkefni hjá Hal Roach sem framleiddi stuttar gamanmynd­ ir fyrir bíó. Og smám saman þróaðist samstarf félaganna; það var búið til tvíeykið sem byggði á nöfnum þeirra og karakter, og þeir gerðir á sinn hátt bæði einfaldir og klaufskir, með öll­ um þeim grínmöguleikum sem slíku fylgir. Fyrstu myndirnar með þeim voru þöglar, framleiddar á árunum 1927–29, og urðu fljótt geysivinsælar. Nokkrar þeirra eru tímalaus snilldar­ verk; ég bendi á „Big Business“ frá 1929 og sem auðvelt er að finna. Úr þöglum í tal Í lok þriðja áratugarins ruddi tal­ myndatæknin sér svo til rúms, og varð við það mikil breyting, fram kom ný kynslóð af „talandi“ kvik­ myndastjörnum en dagar margra af hetjum þöglu myndanna voru tald­ ir; sjálfur Buster Keaton átti sér ekki lengur viðreisnar von og það sama má eiginlega segja um ofurstirnið Chaplin. En brátt var farið að fram­ leiða talmyndir með Laurel og Hardy og eftir það blómstruðu þeir sem aldrei fyrr. Á næstu árum komu tugir svokallaðra „two­reels“ talmynda, en það voru sem sagt kvikmyndir búnar til á tvær standard filmuspól­ ur, sem voru u.þ.b. tíu mínútur hvor. Það eru auðvitað einhverjar ástæður fyrir því að þeim gekk svona vel að aðlagast nýjum veruleika, og kannski má fá tilfinningu fyrir því með því að fylgjast með helstu aukaleikurum þeirra í gegnum tíð­ ina, mönnum sem komu upp á tím­ um þöglu myndanna eins og tví­ menningarnir. Umræddir leikarar höfðu flestir þróað með sér stórkost­ lega útlitskæki; gátu gert sig rang­ eygða, snúið sig og undið með mikl­ um fettum og geiflum, sem hentaði vel í þögla tjáningu. Einn frægasti meðleikari þeirra Stan og Ollie, sem öllum aðdáendum tvíeykisins þykir vænt um og var bæði með þeim í þöglu og talmyndunum hét James Finlayson, og þess má geta að ef honum blöskraði eitthvað mjög, sem gerðist ósjaldan, þá sagði hann jafn­ an: „Dóh!“ Og seinna þegar höfunda Simpsonþáttanna vantaði eitthvað hallærislegt fyrir heimilisföðurinn Hómer að segja í hneykslun sinni þá leituðu þeir til þessarar upphrópun­ ar Finlayson: „Dóh!“. En ein af ástæðum þess hversu Stan og Ollie blómstruðu í gegn­ um talbyltinguna var kannski þeirra leikstíll; þeir voru um flest með hóf­ stillta tjáningu; töluðu með sinni eigin rödd, stælalaust, beittu augn­ gotum og „eðlilegum svipbrigðum“, sem tjáðu undrun, hneykslun, gleði, og þess háttar. Stan varð reyndar ansi geiflóttur þegar grátur settist að hon­ um, en annars var þetta mjög nú­ tímalegt. Nokkrar af þeirra bestu myndum Félagarnir voru ólíkir menn; hinn stóri og sællegi Suðurríkja séntilmaður Oli­ ver Hardy mætti í tökur og sinnti sínu starfi þar af óaðfinnanlegri innlifun, en að þeim loknum var hann fljót­ lega kominn á golfvöllinn eða eitt­ hvert annað til að njóta lífsins. En grannvaxni Bretinn Stan Laurel var hins vegar vakinn og sofinn yfir gerð myndanna á öllum stigum málsins; tók þátt í handritsgerð, klippingu og frágangi, og talið er að hann eigi mik­ inn þátt í listrænni útfærslu þeirra bestu verka. Þeir unnu með mis­ munandi leikstjórum og handritshöf­ undum, og sumir þeirra voru snill­ ingar, og í þeirra meðförum og í nánu samstarfi við Stan Laurel urðu bestu myndirnar til. Þeirra blómatími fyrir talmyndir var svona 1930–36. Ég myndi mæla með eftirtöldum snilldarverkum (í tímaröð), sem öll má finna á You­ tube: Blotto, Below Zero, Hog Wild, Helpmates, The Music Box (sem fékk Óskarinn), Towed in a Hole, Busy Bodies, Dirty Work, Them Thar Hills. Allar stuttar, frábærlega samdar og leiknar. Þeir voru líka með í lengri mynd­ um, en styttra form hentaði þeim betur. Þó er mikla dýrð að finna í þeim lengri líka; fyrri helming­ ur mynda á borð við Way out West (1937), Blockheads (1938) og reynd­ ar megnið af Sons of the Desert (1933) – allt er þetta óborganleg skemmtun. Á síðasta hluta ferilsins, frá og með 1941, voru þeir eiginlega eingöngu viðriðnir mislukkuð verk; voru þá komnir til stærri framleið­ anda, Fox, en voru ekki lengur með sína höfunda og leikstjóra, auk þess sem Laurel fékk lítið sem ekkert að skipta sér af sköpunarferlinu. Einfalt, en lifir Það er eftirtektarvert að þeirra gamla svarthvíta grín skuli lifa svona miklu betur en flest annað frá þessum tím­ um, því í rauninni er uppskriftin að þeirra húmor ekki flókin: þetta eru tveir einfaldir og klaufskir gæjar. En sem hafa einhvern brilljans; inni í allri vitleysunni sem Laurel lætur út úr sér er oft hrein snilld. Það er hann sem fær hugmyndirnar, sem svo yfirleitt koma þeim í klípu. En það er samt ekki hon­ um að kenna, heldur það að Oliver Hardy, sem telur sig vera miklu klárari, en sem hrífst samt yfirleitt af þessum hugmyndum og heimtar að þær verði framkvæmdar. Svo þegar allt er kom­ ið í rugl, þá lítur hann oftast ásakandi á félagann og segir einkunnarorðin: „Well here is another fine mess you've got me into!“ Vissulega er grínið líka sumpart gamalt miðað við breytta heims­ mynd; þannig eru konurnar í mynd­ unum gjarnan stjórnsamar og yfir­ gangssamar, nema þær sem hafa nógu mikinn æskuþokka til að vinirnir fari að gera sig til fyrir þær. En svona löguðu verður fólk auð­ vitað að horfa framhjá, enda flest klassísk list því marki brennd að hugmyndaheimurinn að baki þeim stenst varla nútímaviðhorf um jafn­ stöðu eða mannréttindi. Það á enginn að þurfa að vera dapur, enginn að þurfa að láta sér leiðast, sem hefur aðgang að You­ tube og á eftir að horfa á helstu perlur snillinganna Stanley Laurel og Oliver Norvell Hardy. Góða skemmtun gott fólk. n „Það er eftirtektarvert að þeirra gamla svarthvíta grín skuli lifa svona miklu betur en flest annað frá þessum tímum, því í rauninni er upp- skriftin að þeirra húmor ekki flókin: þetta eru tveir ein- faldir og klaufskir gæjar. Í vanda – eins og svo oft áður Laurel og Hardy í myndinni The Flying Deuces frá árinu 1939. 85 ára gamalt meistaraverk Lokaatriðið í „Helpmates". Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.