Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 12
Helgarblað 13.–16. janúar 201712 Fólk
Svona búa ráðherrarnir
n Tveir búa í blokk og einn úti á landi
n Bjarni Ben býr í dýrustu eigninni
n Allir ráðherrarnir
eru í skráðri
sambúð
Björt Ólafsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra
Aldur: 33 ára Maki: Birgir Viðarsson
Búsett: Hvassaleiti, Reykjavík
Fermetrar: 245 Fasteignamat: 61.650.000 kr.
Sigríður Á.
Andersen
Dómsmálaráðherra
Aldur: 45 ára
Maki: Glúmur Jón Björnsson
Búsett: Hávallagötu, Rvk.
Fermetrar: 127
Fasteignamat: 59.900.000 kr.
Óttarr Proppé
Heilbrigðisráðherra
Aldur: 48 ára Maki: Svanborg Þórdís Sigurðardóttir
Búsettur: Garðastræti, Reykjavík
Fermetrar: 114 Fasteignamat: 43.450.000 kr.
Bjarni Benediktsson
Forsætisráðherra
Aldur: 46 ára Maki: Þóra Margrét Baldvinsdóttir Búsettur: Bakkaflöt,
Garðabæ Fermetrar: 451 Fasteignamat: 130.550.000 kr.
Þorsteinn Víglundsson
Félags- og jafnréttismálaráðherra
Aldur: 48 ára Maki: Lilja Karlsdóttir
Búsettur: Stórakri, Garðabæ
Fermetrar: 347 Fasteignamat: 111.700.000 kr.
*Þorsteinn og Lilja seldu eignina á 131 milljón og munu
afhenda hana 25. janúar næstkomandi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Aldur: 51 árs Maki: Kristján Arason Búsett: Mávahrauni,
Hafnarfirði Fermetrar: 419 Fasteignamat: 87.200.000 kr.
E
llefu ráðherrar tóku sæti í ríkis
stjórn Bjarna Benediktsson
ar í vikunni. Í þeim hópi eru
nokkrir sem nýsestir eru á þing
og hafa ekki verið mikið til
umfjöllunar í fjölmiðlum. DV kann
aði, með því að skoða opinberar upp
lýsingar, hvar og hvernig þessir ellefu
ráðherrar búa. Tveir búa í Garðabæn
um en fimm í Reykjavík. Aðeins einn
er skráður með lögheimili utan höf
uðborgarsvæðisins en það er Kristján
Þór Júlíusson, sem er með lögheimili
á Akureyri. Einn býr í Hafnarfirði og
tveir í Kópavogi.
DV tekur í dag saman staðlaðar
upplýsingar um ráðherrana. Meðal
aldur þeirra er 47 ár. Sá elsti er 61 árs,
Benedikt Jóhannesson, en sá yngsti
29 ára, Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir. Ráðherrarnir eru allir í
skráðri sambúð, samkvæmt Þjóðskrá.
Til gamans tók DV saman skráð
fasteignaverð eignanna, en allir búa
þeir í eigin íbúð. Ekki fæst séð að
neinn þeirra sé á leigumarkaði. Fast
eignaverð gefur þó ekki nema grófa
hugmynd um verðgildi eignarinnar.
Þorsteinn Víglundsson, nýskip
aður félags og jafnréttismálaráð
herra stendur í stórræðum. Hann
hefur búið í glæsi
legu einbýlishúsi í
Garðabænum en seldi
það nýlega á um 130 milljón
ir króna. Hann mun afhenda hús
ið þann 25. janúar og því má segja
að hann hafi í nógu að snúast, en
auk flutninga tekst hann nú á við
nýtt og ábyrgðarmikið embætti í
ríkisstjórn.
Ráðherrarnir búa flestir í sérbýli,
ef Óttarr Proppé og Þordís Kolbrún
eru undanskilin, þau búa í fjölbýlis
húsi. Þá býr Björt Ólafsdóttir í raðhúsi
og Sigríður í parhúsi. Enginn ráðherr
anna býr austan Elliðaáa, ef Akur
eyringurinn Kristján Þór er undan
skilinn, en hann hefur væntanlega
aðsetur sunnan heiða.
Vel fer á því að forsætisráðherrann,
Bjarni Benediktsson, búi í þeirri eign
ráðherranna sem hefur hæsta fast
eignamatið en það hleypur á rúmum
130 milljónum króna. Að meðaltali
eru fasteignirnar skráðar á rúmar 70
milljónir, samkvæmt fasteignamati. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is