Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 39
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 Menning 35 Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Úr ostagerð í Metropolitan-óperuna Guðmundur Eiríksson, tekur þátt í söngkeppni á vegum Metropolitan-óperunnar M aður skráir sig nú sjaldan í keppni til að tapa,“ seg- ir Guðmundur Eiríksson, 25 ára barítónsöngvari og ostagerðarmaður frá Flúðum, kersknislega. Hann er kominn áfram í Metropolitan International Vocal Competition, alþjóðlegri söng- keppni á vegum Metropolitan- óperunnar, einnar allra virtustu óperu heims. Sigurvegarinn fær að syngja á gala-kvöldverði á alþjóð- legri tónlistarhátíð óperuhússins. Syngur aríur í New York „Ég lagði inn umsókn um að fá að taka þátt, sýndi hvað ég hafði verið að gera og hjá hverjum ég væri að læra. Í kjölfarið var ég beðinn um að koma út til New York og taka þátt í keppn- inni. Keppnin fer fram á einum degi, 29. janúar, og fer fram í æfingasal í Metropolitan-óperuhúsinu. Ég fer með fimm aríur með mér út, ég má velja eina sjálfur til að syngja og dómnefnd velur svo tvær aðrar sem ég á að syngja,“ segir Guðmundur sem er 25 ára og starfar við ostagerð í Ostahúsinu samhliða söngnámi í söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég var í kór þegar ég var í barna- skóla og hafði mjög gaman af því að hlusta á svona tónlist En svo var það mamma sem skráði mig í söngnám fyrir rúmum fimm árum – án þess að ég vissi af því. Hún hringdi bara í mig einn daginn og sagði mér að ég ætti að mæta í inntökupróf,“ segir Guð- mundur. Kristján er ekkert að skafa utan af því „Ég hef því verið að syngja í fimm ár, byrjaði í Söngskólanum í Reykja- vík og færði mig yfir í Söngskóla Sigurðar Demetz í fyrir einu og hálfu ári. Þar hef ég verið að læra hjá Krist- jáni Jóhannssyni, og það er eiginlega ótrúlegt hvað hann hefur gert mikið fyrir mig,“ segir Guðmundur. „Kristján er frábær kennari. Hann er ekkert að skafa utan af því við nemendur, sem er náttúrlega frá- bært fyrir mig. Þá lærir maður miklu meira. Það er líka ótrúlegt hvað þetta er góður skóli, fyrir allan aldur.“ Stefnir þú á frekara nám á söngsviðinu? „Ég ætla að sjá til hvernig þetta fer allt saman. En jú, ég held að ég stefni eitthvert í meira nám eftir þetta ár.“ n Met Metropolitan-óperan er eitt virtasta óperuhús heims. MYNd EPA „Það var mamma sem skráði mig í söngnám fyrir rúmum fimm árum – án þess að ég vissi af því. Lærlingur og kennari Guðmundur Eiríksson hefur stundað söngnám hjá Kristjáni Jóhannssyni í eitt og hálft ár. MYNd SiGtrYGGur Ari Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is T vær leiknar íslenskar kvik- myndir verða frumsýndar á Íslandi í kvöld, föstudaginn 13. janúar. Þetta eru Hjarta- steinn og A Reykjavík Porno. Hjartasteinn, sem er eftir Guð- mund Arnar Guðmundsson, er ljúfsár þroskasaga sem gerist á einu örlagaríku sumri í íslensku smá- þorpi. Myndin fjallar um sterka vin- áttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglings- árin, uppgötva nýjar tilfinningar og hneigðir. Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim að undanförnu, með- al annars aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga á kvikmyndahátíð- inni í Lübeck. A Reykjavík Porno er skosk-ís- lensk framleiðsla. Það er Skotinn Graeme Maley sem skrifar og leik- stýrir, en aðalleikararnir og mikill fjöldi þeirra sem koma að myndinni eru Íslendingar. Myndin, sem ger- ist á myrkasta tíma ársins í Reykja- vík, fjallar um ungan mann sem er kynntur fyrir vafasamri klámsíðu. Forvitnin hleypur bráðlega með hann í gönur og í kjölfarið hefst örlagarík atburðarás sem hann hefði ómögulega getað séð fyrir. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Tvær nýjar ís- lenskar myndir frumsýndar n Hjartasteinn og A Reykjavík Porno komnar í almenna sýningu A reykjavík Porno Hjartasteinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.