Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Page 30
Helgarblað 13.–16. janúar 201726 Sport
„Æskan gerði
hann að þeim
leikmanni
sem hann er“
n Dele Alli Slær í gegn n Faðir hans yfirgaf hann þegar
hann var vikugamall n Móðir hans var alkóhólisti
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
T
eddy Sheringham var að
almaðurinn í framlínu
Tottenham, Sol Campbell
var ungstirnið í vörninni á
meðan Darren Anderton
sá um að byggja upp sóknir liðsins.
Þetta var árið 1996, um það leyti
sem Bamidele Jermaine Alli, betur
þekktur sem Dele Alli, kom í heim
inn. Tuttugu árum eftir að þremenn
ingarnir sem taldir eru upp hér að
framan voru aðalmennirnir í Totten
ham er Dele Alli potturinn og pann
an í sóknarleik liðsins.
Sýndi fljótt hæfileika sína
Þessi tvítugi leikmaður hefur vakið
athygli fyrir góðan leik á tímabilinu
og er að margra mati einn allra efni
legasti knattspyrnumaður Englands
um þessar mundir. Alli er fæddur og
uppalinn í bænum Milton Keynes
í Buckinghamskíri á Englandi. Alli
var ellefu ára þegar hann gekk í
raðir bæjarliðsins, MK Dons, og
vakti hann snemma athygli fyrir
knattspyrnuhæfileika sína. Fimm
árum síðar, þegar hann var sextán
ára, var Alli farinn að æfa með aðal
liðinu og um það leyti spilaði hann
sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Karl Robinson var knattspyrn
ustjóri MK Dons á þessum tíma og
í viðtali við Telegraph ekki alls fyrir
löngu rifjaði hann upp sín fyrstu
kynni af leikmanninum. Karl segir
að hann hafi látið leikmenn sína æfa
hornspyrnur og Alli átti að hlaupa að
nærstönginni til að skalla boltann
aftur fyrir sig á fjærstöngina. Horn
spyrnan var of lág og greip Alli til
þess ráðs að setja hælinn í boltann
og söng boltinn í markvinklinum.
Karl rifjar upp að Alli hafi fagnað
markinu með því að spýta út úr sér
tyggjói sem hann var með upp í sér,
hélt því á lofti með lærunum áður en
hann sparkaði því upp í loftið og aft
ur upp í sig. Þarna var Alli aðeins 16
ára.
Slær stjörnum ref fyrir rass
Það sem af er þessu tímabili hefur
miðjumaðurinn öflugi skorað 10
mörk í deildinni og 20 í það heila
fyrir Tottenham í aðeins 52 deildar
leikjum. Alli hefur slegið goðsagna
kenndum leikmönnum eins og
Paul Scholes, Dav
id Beckham, Frank
Lampard og Steven
Gerrard ref fyrir rass.
Paul Scholes skor
aði 17 mörk í fyrstu
52 deildarleikjum
sínum, David Beck
ham ellefu, Frank
Lampard fimm og
Steven Gerrard
þrjú. Það sem meira
er þá hefur Dele
Alli líka gefið fleiri
stoðsendingar en
þessir leikmenn, eða 10 talsins.
Scholes gaf þrjár, Beckham níu,
Lampard þrjár og Gerrard þrjár í
fyrstu 52 leikjum sínum. Þegar þetta
er skrifað hefur Alli skorað tvö mörk
í þremur úrvalsdeildarleikjum í röð
sem er fáheyrt fyrir svo ungan leik
mann sem að auki er sóknarsinnað
ur miðjumaður. Og Alli virðist vera
lukkudýr Tottenhamliðsins. Þegar
hann hefur skorað hefur Tottenham
aldrei tapað í deildinni, en alls er um
að ræða sextán leiki; 12 hafa unnist
og fjórir hafa endað með jafntefli.
Stórlið fylgdust með
Útsendarar stóru liðanna á Englandi
voru ekki lengi að fá veður af
hæfileikum Alli þegar hann braust
fyrst fram á sjónarsviðið hjá MK
Dons. Man chester United, Totten
ham, Arsenal og meira að segja Ba
yern München voru sögð fylgjast
grannt með gangi mála hjá Alli en að
lokum fór svo að Tottenham klófesti
kappann rétt fyrir lok janúarglugg
ans árið 2015 og greiddi fimm millj
ónir punda fyrir.
Alli var lánaður strax aftur til
MK Dons og því er hann í raun að
eins á sínu öðru tímabili hjá Totten
ham. Strax á undirbúningstímabil
inu sumarið 2015 vakti Alli hrifningu
stuðningsmanna Tottenham þegar
hann klobbaði Luka Modric, einn
dáðasta son Tottenham undanfar
inn áratug eða svo, í vináttuleik. Alli
var ekki búinn að leika marga leiki
fyrir Tottenham haustið 2015 þegar
„Það sem
verður að
hafa í huga varð-
andi Dele Alli er
að hann átti ekki
auðvelda æsku. Vonbrigði Dele Alli var í enska landsliðinu sem tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM í
fyrrasumar. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fyrsta landsleik í nóvember 2015.
Efnilegur polli Dele Alli varði öllum sínum frís
tundum
í æfingar. Hann var ellefu ára þegar hann g
ekk í unglinga-
akademíu MK Dons.