Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Blaðsíða 20
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Krafturinn í þessu var svakalegur Kolbeinn var hætt kominn í Hafnarfirði ásamt hundinum Stíg. – DV Ekki allt fengið með aldrinum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, nýr iðnaðar-, ferðamála- og viðskiptaráðherra, er næst yngst ráðherra Íslandssögunnar. Þórdís, sem er ríflega 29 ára, er þannig rúmu ári eldri en Eysteinn Jónsson sem varð fjármálaráðherra í Stjórn hinna vinnandi stétta árið 1934 átti þá mánuð í 28 ára afmælið. Á samfélagsmiðlum hafa ýmsir farið mikinn undan- farna daga um reynsluleysi Þór- dísar Kolbrúnar og haft uppi miklar efasemdir um að hún valdi ráðherraembættinu. Þeim hinum sömu er rétt að benda á að Eysteinn, sem líkt og að framan er rakið varð ráðherra yngri en Þórdís Kolbrún, þótti afskaplega farsæll stjórnmála- maður. Eysteinn sat á þingi í 25 ár og þar af var hann ráðherra í 18 ár. Það er því ekki allt fengið með aldrinum. Þ að er ástæða til að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og vart veitir henni af góðum óskum því margt bendir til að hún eigi erfiða vegferð fyrir höndum. Nýr for- sætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segist vonast til að málamiðlanir muni nást við stjórnarandstöðuna í stór- um málum og þar takist að fá alla um borð. Það er alltaf gott að hafa bjart- sýni með í farteskinu en engin sérstök ástæða er til að ætla að Bjarna verði að þessari ósk sinni. Stjórnarandstaðan hefur þegar sett sig í stellingar og ekki líkleg til að veita stjórninni nokkur grið. Úrslit kosninga voru sigur fyrir hægri- og miðju- öfl í stjórnmálum. Ljóst var að þjóð- in var ekki að biðja um vinstri stjórn, en þeir sem vilja slíka stjórn hljóta að klóra sér í koll- inum yfir dugleysi Vinstri grænna eftir kosningar en flokk- urinn sýndist vera fullkomlega áhuga- laus um að komast til áhrifa. Stjórn- málaflokkar vilja komast til valda og hafa áhrif, en Vinstri græn virtust sérkennileg undantekning frá þeirri reglu. Þar á bæ er eins og litið sé á málamiðlanir í ríkisstjórnarviðræðum sem svik við heilagar hugsjónir. Það var ekki fyrr en viðræður Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar voru á lokametrunum sem einhverjir flokksmenn Vinstri grænna rönkuðu við sér og tóku af nokkurri ákefð, ásamt Framsóknar- flokki, að stíga í vænginn við Sjálf- stæðisflokkinn. Þá var það orðið of seint. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks var kostur í stöðunni, en hik Vinstri grænna gerði út um þær hugmyndir. Það er gremjulegt fyrir Vinstri græn og ekki síður fyrir Framsóknarflokk- inn. Þessir flokkar munu hafa hátt í stjórnarandstöðu, en um leið er vitað að þeir vildu gjarnan vera á sama stað og Viðreisn og Björt framtíð. Myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar er í takt við vilja stórs hóps kjós- enda en um leið er ríkisstjórnin með minnsta mögulega meirihluta. Sú staðreynd mun vera vatn á myllu stjórnarandstöðunnar sem mun leita markvisst að tækifærum til að veikja stjórnina. Um leið er mikilvægt að stjórnarliðar standi þétt saman og láti gagnrýni ekki slá sig út af laginu. Þegar eru vangaveltur manna á mill- um um það hvaða stjórnarþingmaður sé líklegur til að hlaupast undan merkjum og fella eigin ríkisstjórn. Þeim spekúlasjónum mun ekki linna í bráð enda hafa einstaka stjórnarliðar gefið þeim byr undir báða vængi með óvarlegum yfirlýsingum. Það hefði verið heppilegra fyrir ríkisstjórnina að svekktir þingmenn sem ekki fengu ráðherrasæti hefðu ekki hlaupið í fjöl- miðla og básúnað óánægju sína held- ur átt kurteislegt tal við formann sinn og kvartað við hann á einkafundum. Ríkisstjórnin verður undir smá- sjá stjórnarandstöðu, fjölmiðla og al- mennings. Hún mun örugglega ekki fara í umfangsmiklar kerfisbreytingar en takist henni að varðveita efnahags- legan stöðugleika, sýna í verki að hún vilji efla heilbrigðiskerfið og hugi að hag neytenda, þá er hún allavega ekki á rangri leið. n Erfið vegferð Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design „Þessir flokkar munu hafa hátt í stjórnar­ andstöðu, en um leið er vitað að þeir vildu gjarnan vera á sama stað og Við­ reisn og Björt framtíð. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Bjart og kalt Það hefur verið hrollkalt á landinu undanfarna daga og víða hefur verið bjart. Líkur eru á suðaustan rigningarveðri á sunnudag og svo gæti kólnað á nýjan leik. mynd SiGtRyGGuR ARi Þetta er ofbeldi Þórbergur var sektaður fyrir krækiberjabrugg. – DV Nauðsynlegt að hafa raunhæfar væntingar Arnar Pétursson um möguleika Íslands á HM í handbolta. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.