Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 2
Vikublað 17.–19. janúar 20172 Fréttir
IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408
Þú færð hákarl og súran hval í öllum
helstu matvöruverslunum.
Nú fer Þorrinn
að ganga í garð!
Þorramatur
Þ
etta er orðið svo algengt að
þetta er nánast orðið eins
og að smitast af kvefi,“ seg-
ir Hulda Pálsdóttir, við-
skiptastjóri hjá Icepharma,
sem flytur inn Hedrin-vörurnar
sem vinna á höfuðlús. Grunnskól-
ar landsins eru komnir á fullt skrið
eftir jólafríið. Að því er virðist óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur þess eru til-
kynningar um að höfuðlúsin hafi
látið á sér kræla með tilheyrandi til-
mælum til foreldra um hárþvott og
kembingar. Helstu dreifingaraðil-
ar þeirra lyfja sem notuð eru til þess
að stemma stigu við lúsinni segja
söluna hafa aukist talsvert.
Sömu sögu er að segja frá Lyf-
is sem flytur inn Lycerin-sjampóið.
Hún segir að lúsin fari ekkert í mann-
greiningarálit og allir geti smitast:
„Þetta er ekki tengt óþrifnaði og þarf
því ekki að vera neitt feimnismál.“ Þá
eru þess dæmi að skólar skeri upp
herör gegn lúsafaraldri og hafi sigur,
að minnsta kosti tímabundinn.
Lúsin stekkur hvorki né flýgur
Á vef landlæknis kemur fram að full-
orðin höfuðlús sé 2–3 millimetrar
að stærð eða svipuð og sesamfræ.
Hún verpir eggjum, svokölluðum
nitum sem klekjast út á sex til tíu
dögum. Unglýs þroskast síðan yfir í
fullorðnar karl- eða kvenlýs á 9–12
dögum. Lúsin fer á milli hausa ef
bein snerting verður frá hári til hárs
í nægilega langan tíma til þess að
dýrið geti skriðið á milli. Lúsin get-
ur hvorki stokkið, flogið né synt. Þá
verður lús sem fallið hefur út í um-
hverfið strax löskuð og veikburða.
Þess vegna er talið ólíklegt að hún
smitist með fatnaði og innanstokks-
munum. „Þó er ekki hægt að útiloka
greiður, bursta, húfur og þess háttar,
sem notað er af fleiri en einum innan
skamms tíma, geti borið smit á milli,“
segir á vef Landlæknis.
Jafnari sala en áður
„Við finnum fyrir talsverðri aukningu
á sölu á okkar vörum undanfarin tvö
ár. Það sem er athyglisvert er að salan
er mun jafnari yfir árið en áður. Áður
fyrr voru toppar þegar skólarnir voru
að byrja í september og janúar. Þessir
mánuðir eru enn söluhæstir en bilið
er orðið lítið, til dæmis er mikil sala
yfir sumarmánuðina,“ segir Hulda.
Hún segir að aukinn fólksfjöldi, með
tilkomu ferðamanna, hafi eflaust sitt
að segja varðandi aukninguna. „Lús-
in smitast helst þegar hár liggur upp
að öðru hári. Þess vegna er spurning
hvort að sjálfu-myndatökurnar sem
eru vinsælar meðal ungmenna eigi
hlut að máli,“ segir Hulda.
Að hennar sögn er mikilvægt að
foreldrar og forráðamenn taki á mál-
inu af festu ef smit gerir vart við sig:
„Það þarf að gera þetta almennilega,
ekkert hálfkák. Það þarf að þekja
allt hárið vandlega, segir Hulda.
Þá er mælt með því að kemba dag-
lega í tvær vikur eftir að lús finnst og
endurtaka meðferð með lúsasjampói
í takt við fyrirmæli.
Höfðu sigur á lúsinni
En þrátt fyrir að lúsafaraldrar í skól-
um séu hvimleiðir þá er engin
ástæða til þess að örvænta. Dæmi
eru um að skólar hérlendis skeri
upp herör gegn lúsinni og það með
góðum árangri. Einn slíkur skóli er
Hvolsskóli, grunnskólinn á Hvols-
velli. Skólastjórnendur þar voru
orðnir langþreyttir á því að senda
út lúsatilkynningar til foreldra og
ákváðu að taka málið í sínar hend-
ur. „Um miðjan nóvembermánuð
vildi þannig til að skólahald var ekki
með hefðbundnum hætti í þrjá daga.
Þá sáum við fram á að húsnæðið
fengi smá hvíld og gripum þá til að-
gerða. Við sendum þá börnin heim
með miða með leiðbeiningum um
heppilega meðferð gegn lúsinni auk
þess sem foreldrar áttu að merkja við
hvort að barnið hafi verið kembt,“
segir Birna Sigurðardóttir, skólastjóri
Hvolsskóla.
Áskildi skólinn sér rétt til þess að
kemba þá nemendur sem ekki skil-
uðu inn staðfestingu þess efnis frá
heimilum sínum eða þá að senda
þá heim. Apótekinu í bænum var
gert viðvart um að auka þyrfti birgð-
irnar af lúsasjampói auk þess sem
skólinn var þrifinn hátt og lágt. „Það
voru nokkrir nemendur sem komu
ekki með miða til baka eftir leyfið og
ég aðstoðaði hjúkrunarfræðinginn í
skólanum við að kemba þeim,“ seg-
ir Birna. Herferðin virðist hafa bor-
ið tilætlaðan árangur því ekkert tilvik
um lús hefur skotið upp kollinum í
skólanum síðan í nóvember. n
„Nánast eins og að
smitast af kvefi“
n Aukning á sölu lyfja gegn höfuðlús n Hvolsskóli útrýmdi óværunni
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Höfuðlús
Er óvelkominn
gestur í
hársvörðum
landsmanna.
Hulda Pálsdóttir Talsverð aukning hefur
verið á sölu lyfja til höfuðs lúsinni hjá Icepharma.
Þyrlan vegna
bílveltu
Landhelgisgæslan sendi þyrlu
á vettvang nærri Sandfelli í Ör-
æfum síðdegis á mánudag. Þar
varð bílvelta. Tveir voru í bíln-
um en annar þeirra kastað-
ist út úr honum. Hann er með
áverka á höfði og er bæði skor-
inn og marinn. Ferðafélagi
hans, sem ekki kastaðist út, er
einnig eitthvað slasaður, sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Suðurlandi. Liðs-
menn björgunarsveitarinnar
Kára í Öræfum komu fyrstir
á vettvang en í framhaldi af
því sjúkrabíll frá Kirkjubæjar-
klaustri og annar frá Höfn. Í
kjölfarið var kallað eftir þyrlu.
Lyftur festast
á milli hæða
Gamlar lyftur, sem ítrekað festast
á milli hæða á Landspítalanum,
verða ekki endurnýjaðar að sögn
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
spítalans. RÚV greinir frá þessu.
Mbl.is hafði áður greint frá því að
hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði og
sjúklingur sem var á leið frá gjör-
gæslu á almenna deild festust í
lyftu í um 20 mínútur í fyrrinótt.
Sama lyfta fest ist milli hæða á
jóla dag en þá þurfti vél virki að
hífa lyft una og ná fólki sem var
þar inni út. Framkvæmdastjórinn
segir nær ógerlegt að skipta um
lyfturnar en til bráðabirgða hefur
bráðalyftu verið komið fyrir utan
á húsinu, fyrir alvarlega veika
sjúklinga. „Það er meiri háttar
mál að skipta út þessum lyftum,
það er ekki hægt að setja nýjan
hurðarbúnað,“ er haft eftir Ingólfi
Þráinssyni framkvæmdastjóra.