Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Síða 4
Vikublað 17.–19. janúar 20174 Fréttir
Nýjar vörur
BRIDS
SKÓLINN
TVÖ námskeið hefjast í næstu viku:
Námskeið fyrir byrjendur (STIG 1) og framhaldsnámskeið
um spilamennsku sagnhafa (STIG 3).
BYRJENDUR hefst 23. janúar ... átta mánudagskvöld
ÚRSPILIÐ hefst 25. janúar ... átta miðvikudagskvöld
Mikið spilað og EKKERT MÁL að mæta stakur/stök.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427
Sjá ennfremur á bridge.is
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Krefja ábyrgðarmenn
um fyrndar skuldir
n Hvetur fólk til að skoða rétt sinn n Taka þarf gylliboðum með fyrirvara
Þ
að koma reglulega inn á
borð til mín mál þar sem
ábyrgðarmenn hafa feng-
ið greiðsluáskoranir frá fjár-
málastofnunum á grund-
velli ábyrgða sem eru frá árunum
fyrir hrun og jafnvel fyrr. Skýringarn-
ar eru í mörgum tilfellum þær að
lántakar hafa að einhverjum orsök-
um ekki fengið úrlausn sinna mála
hjá embætti umboðsmanns skuldara
og fjármálastofnanirnar ekki geng-
ið á ábyrgðarmann á meðan lántaki
var í greiðsluskjóli,“ segir Arnar Ingi
Ingvarsson, héraðsdómslögmaður
hjá CATO Lögmönnum.
Í september 2010 kvað Hæsti-
réttur Íslands upp þann dóm að
skuldbindingar ábyrgðarmanna
skyldu standa áfram þrátt fyrir að
sjálfur lántakinn færi í greiðslu-
aðlögun og fengi niðurfellingu
skulda. „Það gerði það að verkum
að greiðsluaðlögunin missti að ein-
hverju leyti marks því það síðasta
sem fólk vill upplifa er að skuld-
ir þeirra falli á einhvern annan,“
segir Arnar Ingi. Hann hvetur þá
ábyrgðarmenn sem fá sendar slíkar
greiðsluáskoranir að skoða rétt sinn
gaumgæfilega.
Skuldir gætu verið fyrndar
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að skoða
hvenær lánið var tekið. Það tóku gildi
ný fyrningarlög þann 1. janúar 2008.
Um ábyrgðir sem voru veittar fyrir
þann tíma gilda eldri fyrningarlög frá
1905 og þar er nokkuð skýrt að skuld-
ir vegna ábyrgða fyrnast á fjórum
árum. Samkvæmt núgildandi lög-
um fyrnast ábyrgðir, sem skrifað var
undir eftir 1. janúar 2008, hins vegar
á sama tíma og aðalskuldin. Sem
dæmi má nefna að kröfur samkvæmt
skuldabréfum fyrnast almennt á tíu
árum,“ segir Arnar Ingi.
Að hans sögn eru fjölmörg dæmi
um að bankar freisti þess að inn-
heimta skuld á ábyrgðarmenn jafn-
vel þó að skuldin sé fyrnd. „Ég hef
tekið snúning á öllum stóru við-
skiptabönkunum vegna slíkra mála.
Þetta er réttur sem þarf að sækja fast
og fólk kveikir ekkert endilega á. Þá
virðast bankarnir ekki upplýsa við-
skiptavini um að krafan sé fyrnd. Það
hvílir engin bein lagaskylda á þeim
að gera slíkt en að mínu mati má al-
veg setja spurningarmerki við hvort
að slík háttsemi samræmist ákvæð-
um laga sem kveða á um að fjár-
málastofnanir skuli starfa í samræmi
við góða viðskiptahætti og jafnframt
má spyrja sig hvernig slík háttsemi
rími við samfélagslega ábyrgð bank-
anna,“ segir Arnar Ingi og bendir á að
ábyrgðarmenn hafi ekki stofnað til
skuldanna og hafi í fæstum tilvikum
notið góðs af þeim.
Taki gylliboðum með fyrirvara
Þá segir Arnar Ingi að mikilvægt sé
að ábyrgðarmenn hugsi sig tvisvar
um ef að gylliboð kemur frá fjár-
málastofnun varðandi skuld sem er í
vanskilum og þeir eru í ábyrgð fyrir.
„Það eru dæmi um að bankar bjóði
ábyrgðarmönnum vænan afslátt af
skuldinni gegn því að greitt sé inn á
lánið. Með því er fjármálastofnunin
að leitast eftir að rjúfa fyrningarfrest-
inn og ábyrgðarmaðurinn glatar um
leið rétti sínum til að bera fyrir sig
fyrningu eftir að hann greiðir inn á
lánið,“ segir Arnar Ingi. Að hans sögn
þekkist einnig að ábyrgðarmönnum
sé boðið að taka nýtt lán til þess að
gera upp ábyrgðarskuldir.
„Í öðru lagi þarf að athuga hvort
rétt hafi verið staðið að ábyrgðunum
í upphafi. Það var skylda fjármála-
stofnunarinnar að greiðslumeta
skuldarann og kynna niðurstöðuna
fyrir ábyrgðarmanni. Það eru ótal-
mörg dæmi um, sérstaklega fyrir
hrun, að þeirri skyldu hafi ekki verið
sinnt og þar með kann að vera að um
ógilda ábyrgð sé að ræða sem hægt
sé að fá fellda úr gildi,“ segir Arnar
Ingi.
Að hans sögn virðast vera fjöl-
mörg slík mál enn úti í samfélaginu
en því miður séu ekki allir sem kanni
rétt sinn. „Það er mín reynsla að erfitt
sé fyrir einstaklinga að sækja þenn-
an rétt sinn. Bankarnir eru fljótari
að bregðast við bréfi frá lögfræðingi
heldur en viðskiptavini, jafnvel þótt
innihald bréfsins sé það sama. Það
er kannski gott fyrir stétt lögfræðinga
en afleitt fyrir samfélagið okkar,“ seg-
ir Arnar Ingi. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Með því er fjár-
málastofnunin
að leitast eftir að rjúfa
fyrningarfrestinn og
ábyrgðarmaðurinn glatar
um leið rétti sínum til að
bera fyrir sig fyrningu.
Arnar Ingi
Ingvason
Hvetur ábyrgðar-
menn til þess að
kanna vandlega
sinn rétt ef bankar
freista þess að
ganga á þá.
Mynd BenT MArInóSSon