Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 11
Vikublað 17.–19. janúar 2017 Fréttir 11 ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! „Hún er pabbastelpa“ n Brjánn, faðir Birnu, segir þau mjög náin n Hafa búið saman í tvö ár n Skilar sér alltaf heim n „Það verður að halda í vonina“ segir hann ekki.“ Brjánn segir varnarleysið mikið í þessum skelfilegu aðstæðum. „Það verður að halda í vonina. Ég hef ekk- ert annað.“ Bílstjórinn ekki komið fram Á blaðamannafundinum í gær var spurt hvort upptökur á öryggis- myndavélum bentu til þess að Birna hefði verið undir áhrifum áfengis og svaraði Grímur því játandi. Þess hefðu sést merki. Með hjálp öryggis- myndavéla var hægt að fylgjast með ferðum hennar frá skemmtistaðn- um Húrra í Austurstræti, upp Banka- stræti og Laugaveg. Hún sást ekki í myndavélinni sem beinist að Lauga- vegi 31. Ekki er talið að hún hafi gengið lengra upp Laugaveginn en að hún hafi annaðhvort farið upp í bíl á þess- um kafla eða gengið niður Vatnsstíg. Síðan hefur ekkert til hennar spurst en ekkert bendir til þess að henni hafi verið veitt eftirför fótgangandi. Lögreglan hefur kallað eftir því að ökumaður rauðrar Kia-bifreiðar, sem ók upp Laugaveginn á sama tíma og Birna gekk hann, gefi sig fram. Ök- umaður þeirrar bifreiðar kunni að hafa orðið vitni að einhverju. Á blaðamannafundinum kom fram að sú umleitan hafi engan árangur bor- ið. Bílnúmer bílsins sést ekki af upp- tökum öryggismyndavéla. RÚV hefur eftir Jóni Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Öskju, sem flytur inn Kia-bíla, að um 240 rauðir Kia Rio-bílar séu á landinu. Af þeirri undirgerð sem myndbandið virðist sýna, séu um 150 ökutæki. Vera kann að síminn hafi ver- ið í þessari bifreið þegar á honum var slökkt fáeinum mínútum eft- ir að Birna sást á Laugavegi. Í máli lögreglu kom fram að farsímagögn gæfu til kynna að síminn hefði ekki orðið rafmagnslaus. Einhver hefði slökkt á honum með handafli. Fram kom að leitin beindist að Hafnarf- irði eftir stefnugreiningu lögreglunn- ar á símsendum sem námu merki úr síma Birnu. Síminn hafi farið hratt á milli senda sem benti til þess að hann hefði verið á ferð í bíl. Lög- reglan er að vinna í því að fá heim- ild til að samkeyra farsímagögn til að hægt sé að athuga hvaða símar hafa sent frá sér gögn á sama tíma og stað og sími Birnu. n „Hún flutti til mín þegar hún varð sjálfráða og við búum hérna saman, við tvö og kötturinn. Týnd Birna er 170 sentímetrar á hæð, með rauðleitt sítt hár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.