Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 39
Vikublað 17.–19. janúar 2017 Kynningarblað - Þorrinn 3
Súr hvalur og hákarl í öllum matvöruverslunum
IP-dreifing
Í
hverri einustu matvöruverslun
landsins má nú fá súran hval
og hákarl í glærum lofttæmd-
um umbúðum. Hér er um að
ræða gæðavöru frá fyrirtæk-
inu IP-dreifingu sem staðsett er að
Fornubúðum 3 í Hafnarfirði. „Þetta
er súrhvalur af langreyð, af stór-
hveli, og síðan er þetta hákarl til-
búinn til neyslu. Þetta er allt í glær-
um vacuum-pakkningum,“ segir
Gunnar Bergmann Jónsson hjá IP-
dreifingu en hann býður ekki bara
upp á hval á þorranum:
„Við erum að selja þetta allt árið
og inn í allar verslanir, en á þessum
árstíma springur þetta út og salan
tekur mikið stökk.“
Hvalkjöt er líklega með því
hollara sem hægt er að fá af
þorramatnum enda stútfullt af
próteini. Hákarlinn er ekki allra
en þeir sem eru fyrir hann verða
ekki sviknir af hákarlinum frá IP-
dreifingu.
Eins og fyrr segir má fá súran
hval og hákarl í öllum matvöru-
verslunum núna en IP-dreifing
býður þessa gæðavöru líka til sölu
fyrir þorrablót og á veitingastaði.
Nánari upplýsingar og pantanir eru
í síma 577 3408 en einnig má senda
tölvupóst á netfangið ipdreifing@
ipdreifing.is n
Úrvals harðfiskur og hákarl í Kolaportinu
Fiska.is
Þ
orrahelgin er fram undan en
þorrinn hefst föstudaginn
20. janúar. Um helgina verð-
ur Fiska.is með sölu á úrvals
harðfiski og hákarli í Kola-
portinu en þar er opið á laugardag
og sunnudag frá kl. 11 til 17. Harð-
fiskurinn kemur frá Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi, frá hinum landsþekkta
hárkarlsverkanda, Hildibrandi
Bjarnasyni, og er í fremstu röð. Það
sama má segja um harðfiskinn, sem
kemur frá Vestfirsku harðfisksölunni.
Fiska.is er með sölu á sjávarfangi í
Kolaportinu allar helgar en rekur auk
þess glæsilega verslun að Nýbýla-
vegi 14, Kópavogi. Þar er mikið úrval
af asískum matvörum en einnig ís-
lenskar sjávarafurðir á borð við harð-
fisk, hákarl, humar, rækjur og margt
fleira. Verslunin á Nýbýlavegi er opin
virka daga frá kl. 10 til 19 og um helg-
ar frá 12 til 17. Síminn er 691 4848.
Heimasíða er fiska.is og fiska.is er
líka á Facebook. n