Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 4
Vikublað 28. febrúar–2. mars 20174 Fréttir Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn Æ tla verður að í máli þessu standi orð gegn orði. Ber að líta til þess að kærði neitar eindregið sakar­ giftum og erfitt er að sýna fram á ásetning hans til kyn­ ferðisbrots.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Hólmfríður Anna Alexandersdóttir fékk sent heim síðastliðinn föstudag. Hún hafði þá beðið mánuðum saman eftir því að fá vita hvort kæra sem hún lagði fram á hendur vini sínum fyrir nauðgun myndi ná í gegn hjá Ríkissaksóknara. Svo reyndist ekki vera en Hólmfríður undrast að ekki hafi tekinn til greina vitnisburður vinkonu hennar auk staðfesting fagaðila á því að atvikið hafi haft alvarleg áhrif á líðan hennar. Hólmfríður hefur þekkt piltinn sem hún kærði síðan árið 2014. Hún segist hafa litið á hann sem náinn, góðan vin þar til 24. apríl 2016, en það kvöld voru þau saman heima hjá piltinum. Þannig lýsir hún atvikinu: „Það var suðað í dágóðan tíma og ég neitaði sífellt. Útskýrði vel af hverju og baðst afsökunar. Hann hélt áfram að biðja og varð vel pirraður, hreytti í mig, tók mig tvisvar úr buxunum eftir að ég klæddi mig í þær aftur í von um að það myndi hjálpa. Af ótta bugaðist ég og lá þarna en það fór ekki á milli mála að þetta var ekki það sem ég vildi. Ég skalf öll og þá hreytti hann út úr sér: „Slakaðu á! Ekki vera svona stressuð.“ Hólmfríður segist ekki hafa getað hugsað sér að leita á Neyðarmóttöku eftir atvikið. Hún hafi óttast við­ brögðin þegar hún segði frá því að gerandinn væri vinur hennar, en ekki ókunnugur maður. Það gæti ekki talist trúverðugt. Þess í stað hafi hún ekið um grátandi þar til vinkona henn­ ar hringdi í hana og hún hafi þá rak­ ið söguna. Á meðal þeirra gagna sem síðar voru lögð fyrir hjá lögreglu var vitnis­ burður þeirrar vinkonu auk annarrar, auk Facebook­samskipta Hólmfríðar við vinkonur sínar þar sem hún lýs­ ir atvikinu fyrir þeim. Þá voru einnig lögð fyrir skilaboð sem Hólmfríður sendi piltinum daginn eftir atvikið þar sem hún talar um atvikið. Hún segist hafa verið „ónýt“ eftir þetta kvöld; hún hafi hætt að sofa og hætt að fara í skól­ ann. Hún hafi verið þjökuð af skömm. Eftir þetta kvöld áttu Hólmfríður og pilturinn ekki í neinum frekari sam­ skiptum. Hún sá hann í eitt skipti í fyrrasumar: „Þá sá ég að hann forðaðist að horfa á mig. Hann leit á mig, hrökk í kút og starði svo niður fyrir sig. Mér fannst það alveg augljóst að hann vissi upp á sig sökina.“ Þjökuð af áfallastreitu Hólmfríður lagði fram kæru á hendur piltinum í lok júlí í fyrra. Hún hafði í millitíðinni leitað til námsráðgjafa í MK þar sem hún stundaði nám, og einnig leitaði hún til sálfræðings sem hún hafði áður gengið til vegna bar­ áttu við kvíða. Sálfræðingurinn bar síðar vitni hjá lögreglu og staðfesti að Hólmfríður væri haldin mikilli áfallastreituröskun vegna atburðarins þann 24. apríl. Sömuleiðis gaf náms­ ráðgjafinn skýrslu, en Hólmfríður leit­ aði til ráðgjafans tveimur dögum eftir atvikið. Þá var einnig lagt fram hjá lögreglu vottorð læknis sem Hólmfríður leitaði til að kvöldi 24. apríl, skömmu áður en atvikið átti sér stað en hún þjáðist þá af miklum sársauka vegna blöðru­ bólgu. „Ég var að vonast til að það myndi sanna að ég tók ekki þátt í þessu sjálfviljug, enda ótrúlegur sársauki sem fylgir því að vera með blöðrubólgu. Það virðist samt ekki hafa dugað.“ Pilturinn var kallaður til yfir­ heyrslu nokkrum vikum eftir að Hólmfríður lagði fram kæru. Hann var aðeins yfirheyrður einu sinni og segist Hólmfríður ekki skilja hvers vegna hann var ekki yfirheyrður oftar. Hún lýsti atburðinum eins við alla þá sem hún ræddi við. Hún undrast að piltur­ inn hafi aðeins þurft að lýsa atburðin­ um einu sinni. „Hann er kallaður inn, hann neitar sök og það virðist bara nægja. Mér finnst hans máttur vera svo mikill á meðan minn máttur er enginn. Mér finnst svo skrítið að hann hafi ekki þurft að segja sína sögu oftar en einu sinni. Ef hann hefði þurft að gera það er aldrei að vita nema það hefði komið fram misræmi í frásögninni hans. Það er erfitt að ljúga í fyrra skipt­ ið og þurfa svo að muna nákvæmlega það sem maður sagði þegar sagan er endurtekin.“ „Rosalegur skellur“ Hún kveðst hafa haldið fast í vonina á meðan hún beið eftir niðurstöðu í málinu og þá hafi lögfræðingur hennar einnig talið að hún ætti tals­ verða möguleika á að fá málið í gegn, þó svo að engu væri hægt að lofa. Biðin hafi því tekið gríðarlega á. „Mig langaði svo innilega að trúa því að réttlætið myndi ná fram í þessu máli. Þess vegna er svo hrikalega sárt að fá bréf þar sem það er tilkynnt að málið sé fellt niður vegna þess að það eru mín orð gegn hans. Að lesa að hann hafi sagt við lögreglu að allt hafi verið eðlilegt og hann hafi ekki orðið var við að ég vildi ekki taka þátt í kyn­ lífinu. Þetta var rosalegur skellur.“ Ásamt lögfræðingi sínum hyggst hún nú kanna möguleikann á því að taka rannsóknina upp að nýju. Og hún sér ekki eftir að hafa kært. „Ég stend betur en margir aðrir í þessar stöðu að því leyti að ég hef unnið ótrúlega mikið í sjálfri mér. Ég er miklu sterkari í dag heldur en fyrir tveimur mánuðum. Ég hugsa um það að miðað við hegðun hans þá veit hann upp á sig sökina. Innst inni er hann með samviskubit yfir því sem hann gerði. Og ég veit að skömmin er Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Mér finnst hans Máttur vera svo Mikill á Meðan Minn er enginn“ n Hólmfríður kærði vin sinn fyrir nauðgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.