Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 23
Vikublað 28. febrúar–2. mars 2017 Kynningarblað - Úr og skartgripir 3 Framúrskarandi íslensk hönnun: Úr, skartgripir og borðbúnaður Erna gull- og silfursmiðja, Skipholti 3 E rna gull- og silfursmiðja rekur sögu sína allt aftur til ársins 1924 og fer fyrirtækið því að nálgast 100 ára af- mæli. Guðlaugur A. Magnús- son gullsmiður hóf starfsemi sína á Ísafirði í febrúar árið 1924 með gull- og silfursmíðaverkstæði ásamt til- heyrandi verslun með framleiðslu verkstæðisins. Starfsemin fluttist til Reykjavíkur árið 1927 og hefur ver- ið í höfuðborginni síðan þá. Auk úra og skartgripa hefur fyrirtækið verið framarlega í hönnun og framleiðslu borðbúnaðar. Í dag er Erna til húsa að Skipholti 3, Reykjavík. Framkvæmdastjóri fyrir tækisins er Sara Steina Reynis- dóttir, en faðir hennar, Reynir Guð- laugsson, var meistari smiðjunnar frá árunum 1952 til 2001. Við hönnun gripa í Ernu er fornt handverk í hávegum haft og flestir munir eru handsmíð- aðir. Hér að neðan er stiklað á stóru um nokkra merkilega gripi sem hafa verið þróaðir og hannaðir í Ernu: Njáluarmbandið Ríkarður Jónsson, einn fremsti listamaður þjóðar- innar á 20. öld, teiknaði armbandið fyrir Guðlaug A. Magnússon gullsmið, inn- blásinn af Njáls sögu. Karl Guðmundsson, myndskeri frá Þinganesi, er nam hjá Ríkarði, var fenginn til þess að skera út frumgerð armbandsins. Karl hann- aði einnig silfurmuni sem framleiddir hafa verið, eins og armbandið hjá Gull-og silfursmiðjunni Ernu um áratuga skeið. Djúpar rætur magna glæsileik þessa fagra grips er fylgir eiganda sín- um, tímalaust djásn. (verð 159.200,-). Faber Islandicus Herraskartgripalína sem á sér rætur í germanskri járnöld. Massífir, verkleg- ir hlutir, hringar (15.500,-) og ermahnappar (25.500,-). Silfurborðbúnaður Klassískur íslenskur silfurborðbún- aður með mynstrum sem hafa ís- lensk þemu, sum úr blómaríkinu. Gripir sem prýða borð hjá fagurker- um hér heima og erlendis – í raun eitt best geymda leyndarmálið á Ís- landi! YRSA Reykjavík Íslenskt úramerki þar sem nýjungar koma fram reglulega. Núna er sjö- unda herraúrið í línunni komið fram en það er sjálfvinda (automatic). Bæði dömu- og herraúr eru fram- leidd í þessari flottu línu og eru þau á verðbilinu 15.000–50.000 kr. Pierre Lannier Kristal Line-úrin hafa slegið rækilega í gegn í Frakklandi og víðar. Skífan er úr Swarovski-kristöllum og verkið er svissneskt. Verðið er það sama og í heimalandinu Frakklandi (sem ekki er algengt á Íslandi), á bilinu 16.000 til rétt rúmra 20.000. Sending sem kom fyrir jól seldist upp á nokkrum dögum en núna er komin ný sending (úr á mynd sem fylgir greininni kostar 16.000 kr.). Trúlofunarhringar Úr gulli, hvítagulli, silfri, titanium, tungsten, palladíum og platínu. Verðbil frá 16.500 og upp úr (tung- sten-par á mynd 19.500,-). Verslunin að Skipholti 3 er opin virka daga frá kl. 10 til 18. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á vefsíðunni erna.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.