Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 26
Vikublað 28. febrúar–2. mars 20176 Úr og skartgripir - Kynningarblað Falleg úr eru alltaf í tísku Karl úrsmiður, Austurvegi 11, Selfossi K arl úrsmiður fagnaði 50 ára starfsafmæli fyrir þremur árum en fyrirtæk- ið er síungt og þjónar fjöl- mörgum unnendum úra og annarra fallegra hluta. Margt hefur breyst í rekstrinum frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1964, vöruúrval er fjölbreyttara og áhersla á úra- og klukkuviðgerð- ir hefur heldur minnkað. Þær eru þó enn mikilvægur þáttur í starf- seminni og úrasala er enn mjög mikil. Karl R. Guðmundsson fluttist 42 ára gamall frá Reykjavík til Sel- foss en á þessum tíma var enginn starfandi úrsmiður á staðnum. Selfoss var þá mjög vaxandi bær og íbúar orðnir hátt í 2.000 tals- ins, en þetta var árið 1964. Sonur Karls, Bogi Karlsson, hefur starf- að við fyrirtækið allt frá árinu 1965 en hann rekur það nú ásamt fjölskyldunni. Á fyrstu árunum sátu þeir feðgar og gerðu við úr – og höfðu vart undan. Með tilkomu rafeinda- úra og mikillar tollalækkunar á úrum hefur hins vegar dregið úr úraviðgerðum og úrasala aukist. Verslunin Karl úrsmiður á Sel- fossi er ein stærsta úra- og skart- gripaverslun landsins en hefur jafnframt aukið úrval annarrar gjafavöru á undanförnum árum. Þá er sala verðlaunagripa og áletrun jafnframt umfangsmikill hluti starfseminnar. Óhætt er að mæla með heimsókn í verslunina sem er afar glæsileg og rúmgóð, og starfsfólkið rómað fyrir góða og faglega þjónustu. Bogi segir að úr séu klassísk eign og ekkert dragi úr því að fólk vilji eiga falleg úr. Hann segir úr núna vera aftur orðin tískugripir og ungt fólk vilji ekki síður ganga með úr. Þá er hlutverk úrsmiða einnig að gera við vegg- og skápklukkur. Þær klukkur detta líka aldrei úr tísku. Algengt sé að yngra fólk komi með slíkar klukkur sem það hefur eign- ast úr búi foreldra sinna eða ömmu og afa, og vilji gjarnan koma þeim í samt lag. Skartgripir, úr og önnur gjafa- vara sem verslun Karls úrsmiðs býður til sölu eru allt vörur í fremstu röð. Gott er að skoða úr- valið á heimasíðu fyrirtækisins, kalliur.is. Verslunin sjálf er að Austurvegi 11, Selfossi, þar er opið virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14. Símanúmer er 482- 1433. n Sjá nánar á www.kalliur.is og facebook.com/karlursmidur Austurvegurinn á Selfossi frá fyrri tíð Gjafavörudeildin Sigríður Bogadóttir verslunarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.