Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 32
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201724 Sport
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
n Bókanlegt í síma eða í tölvupósti
n Rúmgóð herbergi með
gervihnattasjónvarpi og baði
n Morgunverður er innifalinn
n Þráðlaus nettenging
12% afsláttur fyrir þá sem skrá
sig í Bed & Breakfast klúbbinn.
Aðeins 13.900 kr. fyrir tveggja manna herbergi
Leggðu nöfnin á minnið
Úrvalslið ungra leikmanna í Meistaradeildinni í vetur
F
jölmargir ungir og efni-
legir leikmenn hafa vak-
ið athygli fyrir góða spila-
mennsku í Meistaradeildinni
í vetur. Kylian Mbappé, leik-
maður Monaco, vakti til að mynda
mikla athygli í 5-3 tapinu gegn Man-
chester City í liðinni viku, en þessi
18 ára leikmaður skoraði eitt marka
Monaco í leiknum og var síógnandi.
Breska blaðið Times tók saman lista
yfir úrvalslið ungra leikmanna í
Meistaradeildinni í vetur. n
Sergio
Rico
Félag: Sevilla
Aldur: 23 ára
Rico er talinn einn efnileg-
asti markvörður Spánverja
en hann fékk fyrst tækifæri
til að láta ljós sitt skína árið
2014. Rico greip tækifærið með
báðum höndum og hefur vakið
athygli fyrir góða spilamennsku
að undanförnu. Hann hefur
haldið fimm sinnum hreinu í
Meistaradeildinni í vetur en gat
ekki komið í veg fyrir mark Jamie
Vardy í 2-1 sigrinum á Leicester í
liðinni viku.
Marquinhos
Félag: PSG
Aldur: 22 ára
Marquinhos er líklega eitt þekktasta
nafnið í þessari úttekt enda hefur brasil-
íski varnarmaðurinn spilað yfir 100 leiki
fyrir PSG. Eftir að David Luiz fór til Chelsea í
sumar hefur Marquinhos fengið aukna ábyrgð og
staðið undir henni svo um munar.
Filip
Benkovic
Félag: Dinamo Zagreb
Aldur: 19 ára
Dinamo Zagreb tapaði öllum sex leikjum
sínum í riðlakeppninni en þrátt fyrir það
vakti Benkovic þónokkra athygli út-
sendara stóru liðanna. Þessi 19 ára mið-
vörður þykir einn efnilegasti varnarmað-
ur Króata. Hann er stór og stæðilegur og
mjög hættulegur í föstum leikatriðum.
Flestir búast við því að Benkovic fari í
stærra félag mjög fljótlega.
Andreas
Christensen
Félag: Borussia Mönchengladbach
Aldur: 20 ára
Daninn öflugi gekk í raðir Gladbach frá Chelsea
sumarið 2015 á tveggja ára lánssamningi. Christensen
hefur vaxið mjög á undanförnum tímabilum og ekki er talið útilokað að
hann eigi framtíð á Stamford Bridge. Sumir tala um að Antonio Conte,
stjóri Chelsea, vilji fá hann í miðja vörnina strax á næstu leiktíð.
Ludwig
Augustinsson
Félag: FCK
Aldur: 22 ára
Augustinsson var mikilvægur hlekkur í
vörn Kaupmannahafnarliðsins FCK sem
fékk aðeins tvö mörk á sig í riðlakeppn-
inni. Þessi öflugi vinstri bakvörður, sem
er sænskur, hefur þegar spilað sex lands-
leiki fyrir Svía og þeir verða mun fleiri á
komandi árum. Hann er sannkallaður
aukaspyrnusérfræðingur og lagði upp
þrjú af sjö mörkum FCK í riðlakeppninni.
Þess má geta að Augustinsson
mun ganga í raðir Werder Bremen
í Þýskalandi í sumar.
Ousmane
Dembélé
Félag: Borussia Dortmund
Aldur: 19 ára
Fullyrt hefur verið að bæði Jurgen
Klopp, stjóri Liverpool, og Claudio
Ranieri, stjóri Leicester, hafi hringt
persónulega í Dembéle í
sumar þar sem þeir reyndu
að telja honum trú um að
koma frekar til Englands
en Þýskalands. Dembéle
valdi seinni kostinn og sér
væntanlega ekki eftir því. Þessi
snöggi og tekníski Frakki hefur
vakið mikla athygli á tímabilinu
og er af mörgum talinn enn sá
efnilegasti í heiminum um þessar
mundir. Aðeins Neymar hefur
lagt upp fleiri mörk í Meistara-
deildinni í vetur.
Renato Sanchez
Félag: Bayern München
Aldur: 19 ára
Sanchez var valinn efnilegasti leikmaður
Evrópu fyrir skemmstu eftir að hafa
orðið Evrópumeistari með Portú-
gölum í sumar. Eins og flestum
er kunnugt gekk Sanchez í
raðir Bayern frá Benfica í
fyrrasumar. Sanchez
hefur ekki fengið ýkja
mörg tækifæri hjá
Bayern í vetur
en þess verður
væntanlega
ekki langt að
bíða að hann
verði orðinn
lykilmaður hjá
þýska stórveldinu.
Christian
Pulisic
Félag: Borussia Dortmund
Aldur: 18 ára
Sparkspekingar hafa haft
á orði að Pulisic gæti orðið
fyrsta stórstjarna Banda-
ríkjamanna í fótboltanum.
Pulisic lagði upp jöfnunar-
mark Dortmund gegn
Real Madrid í 2-2 leiknum
í riðlakeppninni. Fjölmörg
lið eru sögð áhugasöm
um kappann, þar á meðal
Liverpool, en Pulisic skrifaði
undir nýjan samning við
Dortmund fyrir skemmstu
sem mun halda honum hjá
félaginu til ársins 2020.
Goncalo
Guedes
Félag: PSG
Aldur: 20 ára
Þessi portúgalski vængmaður gekk í raðir
PSG frá Benfica í janúarglugganum. Hann
hafði vakið mikla athygli með Benfica og
skorað 7 mörk í 28 leikjum áður en PSG
keypti hann. Hann er
snöggur og fjölhæfur
leikmaður sem
getur leikið á
vængjunum
eða í holunni
svokölluðu.Moussa
Dembélé
Félag: Celtic
Aldur: 20 ára
Frakkinn hefur skorað 27 mörk
í 41 leik fyrir Celtic í vetur og
það eftir að hafa komið frá
Fulham í fyrrasumar.
Dembéle vakti mikla
athygli í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar
þar sem hann skoraði
meðal annars tvö mörk
gegn Manchester City.
Chelsea, Real Madrid og
Bayern München eru sögð
áhugasöm um
kappann.
Kylian
Mbappé
Félag: Monaco
Aldur: 18 ára
Í raun væri hægt að velja nokkra
leikmenn úr Monaco-liðinu, en margir
lykilmanna liðsins eru um tvítugt.
Mpappé er þó af mörgum talinn einn
efnilegasti leikmaður liðsins, ekki síst
í ljósi þess að hann er aðeins 18 ára og
að stíga sín fyrstu skref á ferlinum.
Hann hefur skorað 12 mörk í 25 leikjum
í vetur, en eitt þeirra kom í 5-3 tapinu
gegn City í liðinni viku. Einhverjir hafa
gengið svo langt að líkja honum við
Thierry Henry en við látum það liggja
á milli hluta. Þó er ljóst að framtíðin er
björt hjá Mbappé.