Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Síða 2
Vikublað 21.–23. mars 20172 Fréttir ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook „Virkilega krípí mál“ „Þetta er virkilega krípí mál,“ segir Silja Unnarsdóttir, eigandi hryssnanna tveggja sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri misnotkun á milli jóla og nýárs á síðasta ári. Sleipiefni, olíur og plasthanskar fundust í einni stí­ unni. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málinu hefur nú verið hætt nema nýjar vísbendingar berist. RÚV greindi frá því á mánudag að engin lífsýni og engin nothæf fingraför hefðu fundist í hesthús­ inu. Lögreglan sé því enn á byrj­ unarreit í rannsókninni. Silja til­ kynnti málið til Matvælastofnunar í lok árs 2016 sem kærði málið og fór fram á rannsókn lögreglu Þegar blaðamaður DV náði tali af Silju, sem er dýralæknir, í gær, mánudag, kvaðst hún sjálf ekki hafa fengið að heyra að rannsókn málsins væri lokið. „Ég átti ekkert sérstaklega von á því að eitthvað fyndist. Þetta er ekki beint glæpur sem hægt er að upplýsa auðveld­ lega. Það er ekki auðvelt að finna gerandann nema hann viður­ kenni það sjálfur.“ Þá segir Silja að svo margir gangi um hesthúsið þar sem hryss urnar eru geymdar að það hefði verið erfitt að bera saman fingraför til að finna meintan ger­ anda. Í frétt um málið frá því í byrjun janúar segir að eiginmaður Silju hafi, að morgni þriðjudagsins 27. desember, séð kassa innst í einni stíunni sem ekki átti þar heima. Hann fjarlægði kassann og kláraði morgunverkin. Um kvöldið var kassinn kominn aftur inn í stíu. Ummerki eftir sleipiefni fund­ ust svo á tveimur hryssum. „Hvað gerðist nákvæmlega veit ég auð­ vitað ekki,“ segir Silja sem telur þó yfirgnæfandi líkur á að dýrin hafi verið misnotuð kynferðislega. S vona getur einn einstaklingur skipt miklu máli þegar blóð­ söfnun er annars vegar. Við þurfum fleiri Ólafa,“ seg­ ir í frétt á vef Blóðbankans um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem gaf blóð í 200. skipti á mánudag. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Blóð­ bankans sem einn og sami blóð­ gjafi nær því marki að gefa 200 sinn­ um blóð. Í heildina hefur Ólafur Helgi gefið um 90 lítra af blóði og má þannig gera ráð fyrir að hann hafi hjálpað á milli tvö til þrjú hundruð manns með gjöfum sínum. „Ef hver blóðgjöf tekur að meðal­ tali um 30 mínútur hefur hann varið að minnsta kosti 100 klukkustundum í Blóðbankanum. Þetta er ómetan­ legt framlag.“ Í fréttinni kemur fram að Ólafur Helgi hafi gefið blóð í fyrsta sinn á síðasta ári sínu í Menntaskólanum í Reykjavík þann 19. mars 1972, þá 18 ára gamall. Síðan hefur hann gefið blóð reglulega og oft haft mikið fyrir því að komast í blóðgjöf. Ólafur var um tíma blóðflögugjafi og kom þá í blóðskiljuvél reglulega. Eftir það hef­ ur ferillinn verið nokkuð samfelldur og það þrátt fyrir 18 ára búsetu á Ísa­ firði, en allar Reykjavíkurferðir voru skipulagðar þannig að nauðsynleg erindi, bæði vegna starfa og setu í bæjarstjórn og bæjarráði, fellu saman við blóðgjöf nokkurn veginn á þriggja mánaða fresti. n Ómetanlegt framlag Ólafs Helga til Blóðbankans „Við þurfum fleiri Ólafa“ Gæðablóð Ólafur hefur varið minnst 100 tímum í Blóðbankanum. Hannes Óli varð að stöðva sýningu á leikverkinu Illsku vegna magakrampa H ver leiksýning er einstök og sem leikari þarf maður að bregðast við ýmsum aðstæðum. Þessar voru þó með þeim óþægilegri fyrir mig,“ segir leikarinn Hann­ es Óli Ágústsson í samtali við DV. Hann fer með eitt af aðalhlutverk­ unum í leikverkinu Illsku sem hef­ ur verið sýnt undanfarnar vikur á Litla sviði Borgar leikhússins. Á hádramatískum lokakafla leikverks­ ins á dögunum varð Hannes Óli að snúa sér að áhorfendum og tilkynna þeim að í óefni væri komið og hann yrði að bregða sér frá á salernið. Beit á jaxlinn „Ég kem inn á svið eftir hlé og er bara búinn að vera mjög hress. Ég er kannski búinn að vera inni á sviði í hálfa mínútu þegar ég fæ krampa í magann. Mér líður mjög illa en þetta er þannig leikverk að það eru eig­ inlega allir inni á sviðinu allan tím­ ann og því voru góð ráð dýr,“ segir Hannes Óli. Hann hafi upplifað mikla ógleði auk þess sem hann hafi nauðsynlega þurft að komast á kló­ settið. Eins og ástríðufullum leikara sæmir þá ákvað Hannes Óli að bíta á jaxlinn. „Ég var staðráðinn í að klára sýninguna en ástandið ágerðist bara. Ég var sífellt að reyna að koma auga á einhverjar glufur til þess að leysa vandamálið og kannski ná að skjót­ ast til baka en allt kom fyrir ekki,“ segir leikarinn. „Þá ákvað ég að stöðva sýninguna“ Tíminn leið og þegar komið var að hápunkti sýningarinnar þar sem dramatíkin var allsráðandi þá gat Hannes Óli ekki meir. „Mér var farið að líða virkilega illa og var í svitakófi. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var ekki í neinum tengslum við neitt sem var að gerast á sviðinu. Þá ákvað ég að stöðva sýninguna. Það var annað­ hvort það eða að gera á sig á sviðið,“ segir Hannes Óli og hlær. Hann til­ kynnti Sólveigu Guðmundsdóttur leikkonu um ástand mála og síðan sneri hann sér að gestum og tilkynnti að örstutt hlé yrði gert á sýningunni og hljóp baksviðs. Óttaðist að geta ekki klárað sýninguna „Mér skilst að mótleikarar mínir hafi brugðist við með því að bregða á leik, eflaust á minn kostnað. Á meðan hljóp ég inn á klósett þar sem gusað­ ist upp úr mér og þó aðallega niður. Leikstjórinn, Vignir Rafn Valþórs­ son, var á sýningunni og við ræddum málin stuttlega. Síðan gekk ég inn á sviðið og við kláruðum sýninguna,“ segir Hannes Óli. Aðspurður hvað hafi farið í gegnum huga hans meðan á hamförunum stóð segir leikarinn: „Ég var fyrst og fremst stressaður yfir því að ég gæti ekki klárað sýninguna en það hafðist sem betur fer. Ég varð ekki var við annað en að allir gestir sýningarinnar hafi sýnt þessari upp­ ákomu skilning. Mótleikarar mín­ ir höfðu að minnsta kosti gaman af þessu.“ Öll þau ár sem Hannes Óli hefur staðið á sviði þá hefur aldrei neitt þessu líkt gerst en næst komst hann því þegar hann fékk snert af matar­ eitrun á sýningu áhugaleikhúss. „Þá harkaði ég af mér en því var ekki við komið á þessari sýningu. Ég gat ekki meira.“ Þess ber að geta að Illska hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda en síðasta sýning leikverksins fer fram þann 1. apríl næstkomandi. n „Ég gat ekki meira“ Hannes Óli Ágústsson Þurfti að gera óvænt hlé á sýningu Illsku í Borgarleikhúsinu á dögunum. „Það var annaðhvort það eða að gera á sig á sviðið,“ segir leikarinn. Mynd Bjarni Eiríksson Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.