Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 4
Vikublað 21.–23. mars 20174 Fréttir
Gerðu daginn
eftirminnilegan
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Bakarameistari & Konditormeistari
Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is
Kannabis-
ræktun upprætt
í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók fjóra menn á sunnudags
kvöld eftir að lögreglumenn stöðv
uðu fíkniefnaframleiðslu í Kópa
vogi. Mennirnir voru vistaðir í
fangageymslu vegna rannsóknar
málsins, en um var að ræða kanna
bisræktun. Ekki liggur fyrir hversu
margar plöntur voru í ræktun í
umræddu húsnæði.
Þá voru fimm ölvaðir karlmenn
handteknir við Kleppsveg um
klukkan 18 á sunnudag, en þeir eru
grunaðir um nytjastuld bifreiðar,
eignaspjöll og ölvun við akstur.
Um átta leytið að kvöldi sunnu
dags barst lögreglu svo tilkynning
um þjófnað úr verslun við Lækj
argötu. Maður stal tveimur dýr
um úlpum. Hann var handtekinn
skömmu síðar með báðar úlpurnar
í fórum sínum. Þá er hann einnig
grunaður um vörslu fíkniefna.
Friðarsúlan
lýsir
Kveikt var á Friðarsúlunni í
Viðey klukkustund eftir sólset
ur í gær, mánudaginn 20. mars, á
brúðkaups afmæli Johns Lennon og
Yoko Ono. Þau gengu í hjónaband
árið 1969 og vörðu hveitibrauðs
dögum sínum í rúminu í mót
mælaskyni við stríðið í Víetnam.
Í tilkynningu kemur fram að
ljósgeisla friðarsúlunnar sé einmitt
ætlað að minna fólk á frið og mun
hann lýsa upp kvöldhimininn á
vorjafndægri, 20. mars, þegar sól
in er beint yfir miðbaug jarðar og
lengd dags og nætur um það bil
sú sama um alla jörð. Friðarsúlan
mun lýsa til mánudagsins 27. mars.
Á
morgun, miðvikudag, verður
mál gegn pólskum karlmanni
á fimmtugsaldri þingfest en
hann hefur verið ákærður
fyrir að reyna að smygla um 700
millilítrum af amfetamínbasa til
landsins. Talið er að maðurinn hafi
ætlað að selja efnið á Íslandi.
Smyglið komst upp í byrjun
febrúar á þessu ári en maðurinn
var að koma með flugi til Keflavíkur
frá Berlín þegar tollverðir fundu
efnin í flösku í farangri mannsins.
RÚV greindi frá því að málið
yrði tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjaness.
Í frétt á DV frá árinu 2013 þegar
upp kom sambærilegt mál kom
fram að hægt væri að framleiða 10
kíló af amfetamíni úr 750 millilítr
um af basa. n
Ákærður fyrir smygl
á amfetamínbasa
Talið er að maðurinn hafi ætlað að selja efnið
Myndin sýnir amfetmínbasa Tengist
fréttinni ekki beint.
Lúxusdagur
ÖryrkjabandaLagsins í bLáa Lóninu
n „Starfsdagur stjórnar“ í lóninu n Nákvæmur kostnaður fæst ekki uppgefinn
Ö
ryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)
hélt á dögunum svokallaðan
„starfsdag stjórnar“ á einum
fjölfarnasta ferðamannastað
landsins, Bláa lóninu, en þá
hittust allir í stjórn ÖBÍ ásamt for
mönnum málefnahópa. Nákvæmur
kostnaður við þennan starfsdag
fæst ekki upp gefinn þar sem fram
kvæmdastjóri bandalagsins segist
ekki vera kominn með reikning fyrir
leigu á fundarsal og veitingum.
Samkvæmt upplýsingum frá Ör
yrkjabandalaginu var um að ræða
viðburð sem var haldinn í fyrsta
skipti í ár og var Bláa lónið sagt val
ið vegna góðs aðgengis fatlaðs fólks.
Um var að ræða tuttugu og fimm
manns sem á einn eða annan hátt
koma nálægt stjórn bandalagsins
sem telur um 29 þúsund félagsmenn
úr 41 aðildarfélagi.
Ekki alveg viss
Öryrkjabandalagið segir daginn hafa
kostað hátt í hálfa milljón króna,
eða 450.000 krónur samkvæmt til
boði Bláa lónsins að sögn fram
kvæmdastjóra bandalagsins, Lilju
Þorgeirsdóttur.
Lilja var spurð sérstaklega út í til
boð Bláa lónsins og hvort kostnað
urinn hafi mögulega verið hærri en
þær 450 þúsund krónur sem hún gaf
blaðamanni upp. Lilja kvaðst ekki
vita það, hún væri ekki komin með
reikninginn frá Bláa lóninu og einnig
hefði hún lítinn tíma til þess að ræða
við blaðamann þar sem hún væri að
stjórna fundi. Nákvæmur kostnaður
fékkst því ekki upp gefinn.
„Ég hef tekið þetta gróflega
saman. Við fengum gott tilboð
frá Bláa lóninu. Með salarleigu,
morgunhressingu, hádegisverði,
kaffi og kvöldverði þá er kostnaður
inn um 450.000 kr. fyrir þá 25 manns
sem sumir voru allan daginn og aðr
ir hluta úr degi. En um var að ræða
dagskrá frá 9 og fram yfir kvöldverð
á laugardegi,“ skrifaði Lilja í svari
til DV. Formaður félagsins, Ellen
Calmon, sagðist í samtali við DV ekki
þekkja krónutöluna.
„Það er gríðarlega mikilvægt að
stjórnin okkar gefi sér tíma og eyði
svona heilum laugardegi með okkur.
Ég er með starfsfólk hér sem leitar
tilboða, þessi salur var laus en ég
þekki ekki krónutöluna. Okkur þótti
það nægilega gott til að rúmast inn
an þess fjárhagsramma sem okkur
er gefinn,“ sagði Ellen og bætti við:
„Þetta þykir mér ekki frétt.“
Boðið upp á það besta
Þá sagði Ellen einnig að stjórnin
hefði ákveðið að halda starfsdaginn
utan höfuðborgarsvæðisins svo „…
fólk væri ekki að stinga af.“
Þetta væri, eins og áður kom
fram, í fyrsta skiptið sem slíkur dagur
hafi verið haldinn en hingað til hafi
verið haldin stefnuþing en þá kemur
saman yfir hundrað manna hópur
og vinnur að ýmsum málefnum við
komandi ÖBÍ. Starfsdagur stjórnar
innar hafi verið til þess að undirbúa
vinnuna sem fram færi á umræddu
stefnuþingi sem venja er að halda
annað hvert ár.
En heldur þú að fólk komi ekki til
með að gagnrýna ÖBÍ fyrir að hafa
valið Bláa lónið og þeirra lúxus
veitingastað og fundarsali fyrir starfs
dag stjórnarinnar? Hefði til dæmis
ekki mátt gera þetta á ódýrari hátt?
„Þetta er margt fatlað fólk sem
er að gefa vinnuna sína og því ekki
annað í boði en að bjóða þeim upp
á allt sem við getum boðið þeim
upp á. Það væri ekki eðlilegt annað
en að bjóða örorkulífeyrisþegum og
fötluðu fólki upp á mannsæmandi
fundarstað og veitingar.“
Ellen segir þó ekki líklegt að Ör
yrkjabandalagið velji Bláa lónið sem
fundarstað aftur: „Salurinn var ekki
alveg nógu góður fyrir þá sem glíma
við heyrnarskerðingu.“ n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Ellen Calmon Formaður Öryrkjabanda-
lags Íslands. Mynd SiGtryGGur Ari
Lilja Þorgeirsdóttir Framkvæmdastjóri
ÖBÍ veit ekki hver nákvæmur kostnaður var
við Bláa lóns-dag stjórnarinnar.
undurfagur staður Hundruð þúsunda ferðamanna heimsækja Bláa lónið ár hvert en
staðurinn er einn sá fjölfarnasti á Íslandi. „Þetta þykir mér
ekki frétt.