Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Síða 10
Vikublað 21.–23. mars 201710 Fréttir
P
abbi sagði mér að hann
væri búinn að leita að
heimili handa okkur í fimm
mánuði, en án árangurs, ég
á eftir að frjósa þarna úti. Ég
á heimili þangað til á mánudaginn
en eftir það erum við á götunni.“
Þannig hljómaði auglýsing sem
Carlos Mondragon Calera birti á
Facebook aðfaranótt föstudags, að
eins nokkrum klukkustundum eftir
að yngsti sonur hans kom í heiminn.
Carlos og eiginkona hans Argera
hafa undanfarna mánuði búið á
gistiheimili í Hafnarfirði ásamt son
um sínum tveimur, 7 og 9 ára, en sjá
nú fram á að lenda á vergangi – með
ungbarn sem ekki er orðið viku
gamalt. Carlos segir það hafa verið
örvæntingarúrræði að tefla fram ný
fæddum syni sínum í von um að fá
þak yfir höfuðið. Þá segir hann litla
hjálp í boði frá félagsmálayfirvöld
um sem beri fyrir sig langa biðlista.
„Ég heiti Maxi og fæddist á mið
nætti í gær. Mér skilst að það sé kalt
á Íslandi en ég veit ekki hvort það sé
satt eða ekki þar sem að ég hef ekki
ennþá farið út af spítalanum,“ stóð í
auglýsingunni og á öðrum stað: „Við
erum ekki að biðja um mikið, íbúð
með einu eða tveimur svefnher
bergjum, bílskúr, bara hvað sem er.
Geriði það, hjálpið pabba mínum.“
Búið á átta mismunandi
stöðum
Carlos er frá Kostaríku, og á 18 ára
tvíbura með fyrrverandi sambýlis
konu sinni sem er íslensk. Annar
tvíburinn glímir við alvarleg geðræn
vandamál og tók Carlos ákvörðun
um að flytja með fjölskyldu sína til
Íslands til að vera til staðar fyrir son
sinn. Carlos er með fasta vinnu hjá
ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi
en illa hefur gengið að finna öruggt
heimili fyrir fjölskylduna. Eftir að
þau fluttust til Íslands í maí í fyrra
hafa þau flakkað á milli leiguíbúða
og búið á átta mismunandi stöðum.
DV greindi frá aðstæðum Carlos og
fjölskyldu hans í október síðastliðn
um. Þá hafði fjölskyldunni verið gert
að yfirgefa hús kaþólsku kirkjunnar
við Öldugötu þar sem þau höfðu
fengið inni tímabundið.
Fjögurra manna fjölskylda í
einu herbergi
Fjölskyldan fékk að lokum inni á
gistiheimili í Hafnarfirði þar sem
þau leigja eitt herbergi á 170 þúsund
krónur á mánuði. Hin herbergin eru
í skammtímaleigu á Airbnb; gesta
gangur er því mikill og leigjendurn
ir stoppa stutt. Fyrir rúmum mánuði
var Carlos sagt að breyta ætti heim
ilinu í ungmennahótel, með til
heyrandi framkvæmdum. Ljóst var
að fjölskyldan gat ekki búið áfram í
herberginu.
„Ég vissi alltaf að það væri bara
skammtímalausn að búa á gisti
heimili þannig að ég hef aldrei hætt
að leita að íbúð handa okkur, hvort
sem það er á bland.is eða leiguhóp
um á Facebook eða bara hvar sem
er. Ég hef sótt um íbúðir alls stað
ar, í Breiðholti, Árbæ og Mosfells
bæ,“ segir Carlos og kveðst sætta
sig við tveggja herbergja íbúð fyrir
sig og fjölskylduna, bara til að geta
haft þak yfir höfuðið. Leiguverðið sé
sums staðar svívirðilegt; leiga á einni
íbúðinni hafi til að mynda verið 220
þúsund krónur á mánuði. Þá fari
leigusalar gjarnan fram á andvirði
þriggja mánaða leigu í tryggingu.
Carlos segir fólk hafa spurt sig
hvers vegna fjölskyldan flytji ekki
bara út á land. Það sé þó hægara
sagt en gert, enda sé hann í vinnu
í Reykjavík. Drengirnir tveir sækja
Austurbæjarskóla í Reykjavík en þeir
innrituðust ekki í skóla í Hafnar
firði þar sem óvíst var hvort eða
hversu lengi fjölskyldan myndi búa
í bænum. „Fólk hefur líka spurt mig
af hverju ég fari ekki bara aftur til
Kostaríku. En það er ekkert betra
sem bíður okkar þar. Þar er ég ekki
með vinnu eins og hér og við eigum
ekki fyrir flugmiðum.“
Mikill velvilji frá ókunnugum
Carlos hefur leitað á náðir Rauða
krossins og til félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar en segir það engu
hafa skilað. Félagsþjónustan hafi
sagt honum að þriggja ára biðlisti
sé eftir félagsíbúð. Á meðan hafi
barnavernd gert athugasemdir við
aðstæður fjölskyldunnar og ítrekað
bent honum á það sem þurfi að laga.
„Það er ekki eins og ég hafi beðið
um að enda á götunni. Mér líður
stundum eins og þau haldi að ég vilji
í alvörunni vera í þessari stöðu. Eins
og ég sé virkilega að njóta þess. Þetta
er svo óréttlátt. Auðvitað geri ég mér
fyllilega grein fyrir því að börn eiga
rétt á því að eiga heimili, eiga skjól
þar sem þau upplifa sig örugg og líð
ur vel. Ég vildi óska að ég gæti gefið
börnunum mínum það.“
Carlos segist hafa fengið fjöldann
allan af ábendingum eftir að hann
birti auglýsinguna og velvilji fólks sé
augljóslega mikill. Enn sem komið er
hefur leitin þó engan árangur borið.
„Ég hugsaði þetta þannig að ef
fólk sæi auglýsinguna og sæi mynd
irnar af syni mínum þá yrði kannski
einhver vitundarvakning. Fólk
myndi þá kannski opna augun og sjá
hversu skelfilegt ástandið er orðið.
Og spyrja sig hversu langt þetta á eig
inlega að ganga. Þetta er svo skelfi
legt ástand. Það eru barnafjölskyldur
á Íslandi sem búa á götunni, í kulda
og frosti. Sumir hafa sagt við mig að
ég sé sjúkur að gera þetta svona. Ég
myndi segja að það sé enn sjúkara að
vita til þess að það er fólk þarna úti
sem þarf hjálp, og gera ekkert í því.
Það er endalaust hægt að sitja fyrir
framan tölvu og gagnrýna aðra.“
Fjölskyldan hefur pakkað saman
eigum sínum í herberginu í Hafnar
firði. Í dag, þriðjudag, verða þau að
öllum líkindum á götunni.
„Kona frá Keflavík hafði sam
band við mig og sagði mér að hún
ætti ekkert en mér væri velkomið
að geyma dótið mitt hjá henni, og
svo sagði hún að við mættum gista
í einu herberginu heima hjá henni.
Ég kann virkilega að meta þetta
boð, og ég mun þurfa að þiggja það
ef við finnum ekkert annað. Við get
um ekki verið á götunni með lítið
barn.“ n
n Hafa búið með tveimur sonum sínum í herbergi á gistiheimili n Fá alls staðar neitun frá leigusölum„Fólk hefur líka
spurt mig af
hverju ég fari ekki bara
aftur til Kostaríku. En
það er ekkert betra sem
bíður okkar þar.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Á götunni í Reykjavík
með nýfæddan son
Hafa leitað að heimili
í fimm mánuði Carlos
hefur leitað á náðir Rauða
krossins og til félagsþjón-
ustu Reykjavíkurborgar en
segir það engu hafa skilað.