Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Síða 23
Vikublað 21.–23. mars 2017 Kynningarblað - Bestu pítsur bæjarins 3
Adam's Pizza & Grill er þriggja ára: 50% afsláttur af öllum pizzum í mars!
U
m árabil hefur veitingastað-
urinn Adam's Pizza & Grill
notið gífurlegra vinsælda
bæði að Seljabraut 54 og á
nýja staðnum að Ármúla 42
í Reykjavík. Eigandi staðarins, Adam
Anbari, er að sögn þakklátur fyrir frá-
bærar móttökur viðskiptavina sinna.
„Íbúarnir í hverfinu kunnu frá upp-
hafi að meta steinbökuðu pizzurn-
ar okkar og það var fljótt að spyrjast út
hvað maturinn er góður. Við notum
alltaf besta og ferskasta hráefnið og að
sögn viðskiptavina okkar erum við með
ferskustu pizzurnar hér á landi. Við
opnuðum nýja staðinn í Ármúlanum
fyrir ekki svo löngu, til að anna aukinni
eftirspurn,“ segir Adam. Adam's Pizza
& Grill var opnað fyrir þremur árum á
Seljabraut og í tilefni þess er nú boðið
upp á helmingsafslátt af öllum sóttum
pizzum af matseðli út marsmánuð. Það
er því um að gera að flýta sér að sækja
eina af þessum margrómuðu gómsætu
flatbökum sem allir eru að tala um.
Góður matur í notalegu umhverfi
Adam's Pizza & Grill á Seljabraut er
með mat til að taka með en staður-
inn í Ármúlanum er vinalegur fjöl-
skylduveitingastaður. Matsalurinn þar
er vægast sagt glæsilegur. „Salurinn er
mjög þægilegur, fallega innréttaður,
fjölskylduvænn og rúmar hátt í fjörutíu
manns í sæti,“ segir Adam. Það er mjög
vinsælt á meðal íbúa í Ármúlanum að
borða á staðnum eða taka mat með sér
heim. Adam's Pizza & Grill sér líka um
heimsendingar á mat.
Matseðillinn á báðum stöðum er
afar fjölbreyttur og er meðal annars
hægt að fá frábærar steinbak-
aðar pizzur, girnilega ham-
borgara, gómsæt salöt, klass-
ískan djúpsteiktan fisk og
franskar, ómótstæðilegt
kebab og margt fleira, en
seðilinn má skoða á vefsíðu
veitingastaðarins.
„Þriðjudagar eru vinadagar“
Þau hjá Adam's Pizza & Grill eru dug-
leg að vera með tilboð til þess að koma
viðskiptavinum sínum á bragðið.
Adam segist líka vera vinur allra, en
að þriðjudagar séu jafnframt sérstak-
ir vinadagar. „Þá fá vinir okkar á Face-
book „tveir fyrir einn“ tilboð á brauð-
stöngum,“ sem staðurinn er ekki hvað
síst þekktur fyrir. Brauðstangirnar
rómuðu eru ávallt ferskar og aldrei
geymdar í frysti eins og víða þekk-
ist. Hvítlauksolían sem notuð er með
þeim er líka ætíð úr ferskum hvítlauk.
Ásamt þeim klassísku, er hægt að fá
brauðstangir með ýmsu
óvenjulegu áleggi svo
sem, rjómaosti, jalapeno,
piparosti, og kunnugir segja að
þær með piparostinum og pepperóní
séu mergjaðar. n
Adam's Pizza & Grill er að Selja-
braut 54, 109 Rvk. og Ármúla 42, 108
Rvk.
Tekið er við pöntunum í síma 513-4444
frá kl. 11– 23 alla daga og heimsending
er í boði á milli kl. 17–21.
Email: adamspizza@adamspizza.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsíðu staðarins. Á Facebook-síðunni
má svo lesa jákvæðar umsagnir við-
skiptavina og tilboð eru auglýst þar
reglulega.
Brautryðjandi í pítsugerð og
fyrstur með súrdeigspítsur
La Luna pizzeria-steakhouse, Grensásvegi 10
L
a Luna pizzeria-steakhouse
er nýr veitingastaður sem þó
byggir á gamalli þekkingu og
afar langri reynslu. Staður-
inn, sem er að Grensásvegi
10, var opnaður þann 13. janúar síð-
astliðinn. Eigandinn, Þorleifur
Jónsson, sem ávallt er kall-
aður Tolli, var áður með La
Luna á Rauðarárstíg og var
þá fyrstur á Íslandi til að
bjóða upp á súrdeigspít-
sur en súrdeigsbotninn
er eitt af megineinkenn-
um matreiðslunnar á La
Luna:
„Súrdeigið brotn-
ar betur niður í
meltingunni, flýtir fyrir
henni og er ekki eins
þungt í maga og
gerhveitibotn-
inn,“ segir
Tolli en fjöl-
skyldufólk
sækir mikið
á La Luna þar
sem það veit að það
er að gefa börnunum sín-
um heldur hollari pítsur vegna súr-
deigsins. En hverjar eru vinsælustu
pítsurnar á staðnum:
„Humarpítsan er mjög vinsæl og
þykir óvenjuleg. Pítsa sem heitir Eat-
Pray-Love er líka afar vinsæl, sem og
upprunalega pepperónípítsan.“
Að sögn Tolla er bæði vinsælt að
sækja pítsur og borða á staðnum
enda er stór og góður veitingasalur á
La Luna sem tekur marga í sæti. Fjöl-
margir vinnustaðir eru í nágrenninu
eins og allir vita og er vinsælt að
koma í hádegismat á La Luna, ekki
síst er þá ásókn í steikurnar sem þar
eru í boði en þær eru á mjög góðu
hádegistilboði, aðeins 1.990 krónur.
„Fastakúnnar hér eru
margir sem komu áður
á La Luna á Rauðar-
árstíg en svo eru
líka smám saman
að safnast upp fleiri
fastakúnnar hér í
hverfinu,“ segir Tolli en
sem fyrr segir kemur
margt fjölskyldufólk á
staðinn í kvöldmat. La
Luna hefur orð á sér
fyrir gæðamatreiðslu
og góða þjónustu enda
er eigandinn enginn
nýgræðingur í
bransanum.
Hann
var eigandi
Eldsmiðj-
unnar frá
1994 til 2005 og
eigandi Reykjavík Pizza
Company frá 2005 til 2007. Tolli
er því einn af brautryðjendunum í
pítsugerð á Íslandi og sem fyrr seg-
ir var hann fyrstu til að bjóða upp á
súrdeigspítsur. n
La Luna pizzeria-steakhouse er
opinn virka daga frá kl. 11.30 til
21.30. Á laugardögum er opið frá
12.00 til 21.30 og á sunnudögum frá
17.00 til 21.30.
Símanúmer er 577-3838.
Nautasteik og franskar 1.990.-
12¨ m/3 áleggjum og gos 1.890.-
Notalegt andrúmsloft með
ferskri flatbökuangan