Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Qupperneq 48
Vikublað 21.–23. mars 2017
22. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Allt fyrir veisluna
Veislusalir • Fundarsalir • Sýningarsalir • Íþróttasalir • Veisluþjónusta • Veitingastaðir
Skemmtikraftar - Tækjaleigur - Veislustjórar - Veislutjöld - Tónlistarmenn - Dúkaleiga - Blóm og skreytingar - Veislubakkar - Barnaafmæli
Eru allir
vegan
í dag?
Þrettán kíló af
fitu fokin
n Fjölmiðlamanninum Sigurjóni
M. Egilssyni þykir fátt skemmti-
legra en að fara í göngutúr. Hann
benti á það á Facebook á mánu-
dag að frá áramótum hefði hann
gengið 392 kílómetra, eða rétt
rúmlega leið sem samsvarar
vegalengdinni frá Reykjavík til
Akureyrar. „Á leiðinni
hef ég misst 13 kíló
af fitu og er bara allt
annar,“ segir Sigur-
jón. Þá kveðst Sig-
urjón synda um 350
metra bringusund
fimm daga vik-
unnar.
„Alvöru
stökkpallur“
n Við erum nýbyrjuð að taka á
móti umsóknum fyrir keppnina
og það eru þegar komnar all-
nokkrar umsóknir,“ segir Stefán
Magnússon, framkvæmdastjóri
Hard Rock. Veitingakeðjan
stendur fyrir alþjóðlegri hljóm-
sveitakeppni sem ber heitið
Battle of the Bands en hún fer
fram á um 125 veitingastöðum
Hard Rock um allan heim.
Íslenska keppnin verður
haldin á Hard Rock Cafe Reykja-
vík í Lækjargötu og fer fram þann
18. maí nk. Sigurvegari Hard
Rock Café Reykjavík fer í úrslit
með sigurvegurum Battle of the
Bands í Evrópu og sigurvegarar
þar fara síðan í úrslitakeppnina
þar sem þeir bestu frá öllum
heimsálfum mætast.
Stefán á von á því að þátttak-
an hér heima verði góð. Um sé að
ræða stórt tækifæri fyrir íslenskar
hljómsveitir. „Keppnin er alvöru
stökkpallur fyrir hljómsveitir sem
hafa metnað til að hugsa stórt og
koma sér á framfæri úti í hinum
stóra heimi. Sá
sem vinnur aðal-
keppnina mun
fá mikla athygli
á heimsvísu
og spila á stóra
sviðinu.“
Íslenskir peningaseðlar eru 100 prósent vegan
Innlendar grænmetisætur þurfa því ekki að óttast „að snerta lík“
Á
síðari hluta ársins 2016
kynnti seðlabanki Englands
glænýjan fimm punda seðil
til leiks. Sú nýjung leit dags-
ins ljós að seðillinn var búinn
til úr plasti en tilgangurinn var sá að
bæta endingu hans auk þess að gera
fölsurum erfiðara fyrir. Seðillinn hafði
eingöngu verið í notkun í tvo mánuði
þegar meðvitaðir borgarar sendu
Twitter-færslur á bankann og spurðu:
„Er rétt að tólgur sé notaður í nýju
fimm punda seðlana?“ Seðlabank-
inn svaraði að bragði og viðurkenndi
að snefill af tólg væri að finna í seðlin-
um. Tólgur er meðal annars notaður
í fjölmörgum gerðum af kertum, sáp-
um og snyrtivörum.
Of dýrt að hætta við
Uppljóstrunin olli fjaðrafoki meðal
grænmetisæta auk trúarhópa sem
mega ekki neyta kjöts. Meðal annars
neitaði vegan-kaffihús í Cambridge
að taka við seðlunum. Þá voru stofn-
aðir undirskriftalistar þar sem „tólgs-
hneykslið“ var gagnrýnt harðlega og
forsvarsmenn enska seðlabankans
hvattir til þess að endurskoða inni-
haldsefni seðlanna. Sá bankinn sig
knúinn til þess að lýsa því yfir að hann
tæki afstöðu þrýstihópanna alvarlega
og málið yrði skoðað vandlega.
Um miðjan febrúar á þessu ári
kvað bankinn síðan upp þann úr-
skurð að peningaseðlarnir yrðu ekki
teknir úr umferð og fyrirhuguð út-
gáfa 10 punda seðils á næsta ári, með
sömu innihaldsefnum, yrði áfram á
dagskrá. Bankinn gæti ekki stoppað
úti í miðri á úr því sem komið væri
enda hefði of miklu verið kostað til.
„Eins og að snerta lík“
Fyrirtækið sem hannaði plastseðlana
heitir Innovia en seðlarnir eru síðan
prentaðir af enska fyrirtækinu De La
Rue. Það ágæta fyrirtæki, sem er um
tveggja alda gamalt, er afar umfangs-
mikið í peningaprentun en 150 ríki
kaupa framleiðslu fyrirtækisins, þar
á meðal íslenska ríkið. Sú staðreynd
hefur eflaust skapað þann misskiln-
ing sem blaðamaður DV rak augun í á
samfélagsmiðlum hér á landi.
Þar lýstu íslenskar grænmetisæt-
ur yfir áhyggjum sínum af því að ís-
lensku peningaseðlarnir væru ekki
vegan. Hafði einn á orði að tilhugs-
unin um að snerta slíkan seðil væri
eins og „að snerta lík.“ Sá blaðamað-
ur sig því knúinn til þess að senda
formlega fyrirspurn á Seðlabanka Ís-
lands sem athugaði málið vandlega.
Skriflegt svar barst síðan nokkrum
dögum síðar. „Niðurstaða athugun-
ar okkar er að íslenskir peningaseðl-
ar eru 100% „vegan“, skrifaði Stefán
Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðla-
banka Íslands. n
bjornth@dv.is
Kennir sjálfsstyrkingu
um allan heim
B
akgrunnur þátttakenda á
námskeiðum Profectus hefur
verið af ýmsum toga, enda
er þar að finna stjórnendur,
sálfræðinga, einkaþjálfara,
presta, félagsfræðinga, fjölskylduráð-
gjafa, andlitslesara, hópstjóra, verk-
stjóra, meðferðarfulltrúa, prófarka-
lesara og nuddara.“ Þetta segir
skemmtikrafturinn Ingvar Jónsson,
sem áður fyrr var andlit einnar vinsæl-
ustu hljómsveitar landsins, Papanna.
Ingvar hefur heldur betur breytt
um kúrs síðan hann tryllti dans-
þyrsta Íslendinga um gervallt Ís-
lands. Tæplega fertugur lagði hann
stund á alþjóða markaðsfræði og út-
skrifaðist í framhaldinu frá CBS með
MBA-gráðu, en í náminu kynntist
hann markþjálfun, sem var á meðal
þeirra verkfæra sem nemendur nýttu
til að styðja hver annan. Ingvar seg-
ir að í kjölfar vandlegrar sjálfskoðun-
ar hafi hann uppgötvað að tíma hans
væri best varið ef hann styddi aðra til
vaxtar í gegnum viðlíka sjálfskoðun.
Suður-Afríka og Írland
Ingvar fékk vottun í markþjálfun frá
International Coaching Federation
(IFC) árið 2011 og hefur ekki setið
auðum höndum síðan. Hann kom á
laggirnar mannauðsfyrirtækinu Pro-
fectus sem hefur í dag útskrifað fimm
hópa í markþjálfun; tvo hópa í Suð-
ur-Afríku, einn á Írlandi og tvo á Ís-
landi. Nemendur þessara hópa hafa
komið víða að; Írlandi, Englandi,
Spáni, Hollandi, Bandaríkjunum,
Suður-Afríku og, að sjálfsögðu, Ís-
landi. Í vor er í bígerð að halda nám-
skeið í markþjálfun á Indlandi.
Learning by doing
Hann segir að sérstaða Profectus í
kennslu byggi meðal annars á því
að kennt er í litlum hópum, mest
12 nemendur. áherslan sé lögð á
aðgerðabundið nám, „learning by
doing“, og gerðar eru miklar kröf-
ur til vinnu af hálfu nemendanna.
Ingvar, sem skrifað hefur tvær bæk-
ur um markþjálfun segir að á með-
an náminu stendur nýti nemendur
markþjálfann sem verkfæri til sjálf-
skoðunar, og svo þeir kynnist mis-
munandi aðferðum séu að minnsta
kosti fimm vottaðir markþjálfar
fengnir til að taka að sér sýnikennslu.
Nemendur öðlist skilning á tengingu
taugavísinda og virkni heilans við
markþjálfaferlið, hlutverki mark-
þjálfans og öllum ellefu hæfnisþátt-
um markþjálfunar. n
„Papinn“ Ingvar Jónsson hefur útskrifað fimm hópa í markþjálfun
Markþjálfari Ingvar
hefur kennt tveimur
hópum í Suður-Afríku.
Mynd M.FLOvEnt
Á sviði Ingvar söng með Pöpunum um
árabil.
Íslenskir peningaseðlar Seðlarnir eru
100 prósent „vegan“ samkvæmt skriflegu
svari frá Seðlabanka Íslands. Mynd SIgtryggur ArI