Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 28
Áætla má að umfram eigið fé í stóru við-s k i p t a b ö n ku n u m þremur hafi verið um 97 milljarðar króna miðað við eigin fjárkröfur Fjármálaeftirlits- ins og eiginfjárauka stjórnenda bankanna í lok júnímánaðar. Þar af var umfram eigið fé í ríkisbönk- unum um 60 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja. Sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við telja afar skynsamlegt að losað verði um fjármuni sem bundnir eru í bönkunum þremur – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum – á næstu árum og þeir greiddir til eigenda í formi arðs. Ríkið, sem á Íslandsbanka og Landsbankann að fullu, eigi að nýta arðgreiðslurnar til þess að greiða niður skuldir. „Það yrði glórulaust að nýta þær til þess að standa undir auknum ríkisútgjöldum,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá Capacent. Flestir stjórnmálaflokkar sem eru í framboði í þingkosningunum á laugardag hafa lagt til að eigið fé viðskiptabankanna verði minnkað um tugi til hundrað milljarða króna, áður en þeir verði seldir, til þess að greiða niður skuldir ríkisins og fjármagna uppbyggingu innviða og önnur kosningaloforð. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykja- vík, segir ekki „hundrað í hættunni“ þó að eiginfjárhlutföll bankanna myndu lækka aðeins. Séu hlutföllin hins vegar of lág geti nokkurra pró- senta útlánatöp komið illa niður á bönkunum. Útreikningar Yngva Arnar leiða í ljós að miðað við áhættuvegnar eignir bankanna, þær eiginfjár- kröfur sem gerðar eru til þeirra auk eiginfjárauka stjórnenda í lok júnímánaðar síðastliðins, þá geti viðskiptabankarnir greitt allt að 97 milljarða króna í arð til eig- enda sinna. Er þá ekki tekið tillit til mögulegrar útgáfu bankanna á víkjandi skuldabréfum, sem gæti aukið svigrúm þeirra verulega til frekari arðgreiðslna. Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að bankarnir gætu greitt hlut- höfum hátt í 200 milljarða króna í arð á næstu árum ef miðað væri við að eiginfjárhlutfall bankanna lækkaði í 18 prósent og bankarnir réðust í verulega útgáfu víkjandi bréfa. Viðmælendur Markaðarins benda á að bankarnir muni flýta sér hægt í þessum efnum og lækka eiginfjárhlutfallið sitt í varfærnum skrefum. Jón Þór tók fram að Fjármálaeftir- litið myndi ekki heimila bönkunum að greiða arð í það miklum mæli að eiginfjárhlutfallið færi undir umrædd 18 prósent. Sérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við segir ekki ósennilegt að Arion banki hafi meira bolmagn en hinir bankarnir tveir til þess að greiða út arð. Ástæðan sé einkum sú að bankinn hafi ekki kosið að greiða út arð til eigenda undanfarin tvö ár. Fram kom í fjárfestakynningu bankans í tilefni af hálfsársupp- gjöri hans í ágúst að viðbótar eigið fé hefði numið 46 milljörðum króna í lok júnímánaðar að teknu tilliti til 1,5 prósenta varúðarauka. Ljóst er að arðgreiðslur bankans munu að stórum hluta renna til ríkisins á grundvelli afkomuskiptasamnings.   Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, vildi ekki tjá sig um mögulega arðgreiðslugetu bankanna, en Bankasýslan hefur samkvæmt heimildum Markaðarins lagt mat á svigrúm bankanna til þess að greiða út arð. Hertar eiginfjárkröfur Yngvi Örn segir að þegar bankarnir þrír voru endurreistir árið 2009 hafi Fjármálaeftirlitið gert kröfu um að eiginfjárhlutfall þeirra yrði að lág- marki 16 prósent af áhættuvegnum eignum. Eiginfjárhlutfall bankanna hafi farið hækkandi frá þeim tíma og verið í lok síðasta árs á bilinu 25 til 30 prósent. Jafnframt hafi þær eiginfjár- kröfur sem gerðar eru til þeirra verið hertar í kjölfar hrunsins, meðal ann- ars með svonefndum Basel-reglum. Afleiðingin sé sú að sú heildareigin- fjárkrafa sem Fjármálaeftirlitið gerir til bankanna þriggja sé nú á bilinu 19 til 21 prósent og verði raunar, að öðru óbreyttu, á bilinu 20 til 23 pró- sent í lok þessa árs. Til viðbótar umræddum eigin- fjárkröfum segir hann stjórnendur bankanna stefna að því – af varúðar- ástæðum – að hafa eigið fé bankanna nokkuð yfir þeim mörkum sem felast í kröfum FME. Slíkur eiginfjárauki stjórnenda, eins og hann nefnist, sé allt að 1,5 prósent samkvæmt árs- skýrslum bankanna. „Að teknu tilliti til þess var eiginfjárstaða allra bank- anna talsvert yfir tilskildu lágmarki eða 4,5 prósent hjá Íslandsbanka, 4,9 prósent hjá Arion banka og 8,1 pró- sent hjá Landsbankanum um síðustu áramót. Í fjárhæðum samsvarar þetta til um 135 milljarða króna,“ útskýrir Yngvi Örn. Viðmælendur Markaðarins segja að sterk eiginfjárstaða bankanna geri það að verkum að ríkið geti á kom- andi árum endurheimt tugi milljarða króna sem bundnir eru í bönkunum með útgreiðslu arðs. Eftir sem áður verði bankarnir áfram vel fjármagn- aðir, bæði í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hins vegar skipti máli hvernig ríkið ráðstafi fjármununum. „Það ætti að vera algjört for- gangsatriði að nota þá fjármuni sem teknir verða út úr bönkunum til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það yrði glórulaust að nýta þá til þess að standa undir auknum ríkisútgjöld- um. Um leið og skuldir ríkissjóðs eru greiddar niður eykst hins vegar svig- rúmið til aukinna ríkisútgjalda því þá fara ekki eins miklir fjármunir í vaxtakostnað,“ segir Snorri. Myndi ýta undir þenslu Friðrik Már segir afar óvarlegt að byggja varanlega útgjaldaaukningu á arðgreiðslum úr bönkunum. Slíkar arðgreiðslur séu einskiptistekjur en aukin ríkisútgjöld séu varanleg til lengri tíma. „Ef við segjum að arð- greiðslurnar verði notaðar til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, þá sparast vaxtagreiðslur og það er í raun hið varanlega svigrúm sem skapast vegna arðgreiðslnanna. Það eru einu varanlegu tekjuáhrifin.“ Friðrik Már bætir auk þess við að út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði sé ekki sérlega heppilegt að fjár- magna aukin ríkisútgjöld með arð- greiðslum úr bönkunum. „Það er, enn sem komið er að minnsta kosti, enginn slaki í hagkerfinu. Þannig að það yrði ákjósanlegast að fjármagna útgjaldaaukningu með sköttum til þess að koma í veg í fyrir þensluáhrif. Fjármögnun með arðgreiðslum úr bankakerfinu myndi bara virka sem peningainnspýting í hagkerfið og ýta undir þenslu. Það þyrfti þá að grípa til einhverra mótvægisaðgerða.“ Nýti arðinn til að greiða niður skuldir Umfram eigið fé í stóru viðskiptabönkunum var um 97 milljarðar króna í lok júní samkvæmt nýrri greiningu. Sérfræðingar telja skyn- samlegt að nýta arðgreiðslur úr bönkunum til þess að greiða niður skuldir en ekki til þess að standa undir auknum ríkisútgjöldum. Flestir stjórnmálaflokkar hafa lofað því að taka tugi til hundrað milljarða króna út úr bankakerfinu til þess að greiða niður ríkisskuldir og fjármagna uppbyggingu, sér í lagi í samgöngur. Fréttablaðið/anton brink Bankarnir undirbúa útgáfu víkjandi skuldabréfa Seðlabanki Íslands segir í nýlegri fjármálastöðugleikaskýrslu sinni að nokkurt svigrúm sé fyrir við- skiptabankana til þess að gefa út víkjandi skuldabréf. Hækkun lánshæfismats myndi greiða fyrir slíkri útgáfu. Samhliða því að draga úr miklu eigin fé sínu þurfa bankarnir að ráðast í umfangsmikla útgáfu á slíkum skuldabréfum, sem teljast til eiginfjárgrunns banka, til þess að standast áfram strangar kröfur Fjármálaeftirlitsins. Að sögn kunn- ugra gætu bankarnir gefið út slík bréf á um 5 til 6 prósenta vöxtum. Jón Guðni Ómarsson, fjármála- stjóri Íslandsbanka, segir bankann hafa undanfarið skoðað ítarlega þann möguleika að gefa út víkjandi skuldabréf. „Við höfum fylgst vel með mörkuðum síðustu árin og kannski sérstaklega undanfarna mánuði. Við fáum reglulega upplýsingar um aðstæður á mörkuðum og eins mat á því á hvaða kjörum við gæt- um mögulega gefið út,“ segir hann. Ljóst sé að margir erlendir fjár- festar séu um þessar mundir mjög spenntir fyrir skuldabréfum sem þessum. Aðspurður segir Jón Guðni ekki ákveðið hvenær eða hvort bankinn gefi út víkjandi bréf. Lokaákvörðun verði mögulega tekin á næstu misserum. Víkjandi skuldabréf eru, sam- kvæmt orðanna hljóðan, víkjandi fyrir öðrum kröfum á banka og því fylgir að jafnaði meiri áhætta að fjárfesta í slíkum bréfum. Þar af leiðandi gera fjárfestar jafnan kröfu um aukið vaxtaálag. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Það gæti verið í lagi að draga eitthvað úr þessu mikla eigin fé sem er bundið í íslensku bönk- unum. Það yrði ekki hundr- að í hættunni þó svo að eigin- fjárhlutfall bankanna myndi lækka aðeins. Friðrik Már Baldursson, pró- fessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 E -1 7 4 0 1 E 0 E -1 6 0 4 1 E 0 E -1 4 C 8 1 E 0 E -1 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.