Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 58
Í orði guðs Í orði guðs var allt í fyrstu mótað, því orði sem er skráð í lífsins bók, óplægð akurmold, ævi þín og starf, eldur vatn og loft, hvaðeina sem þarf til að blómgist blessað líf á jörð. Í orði guðs er aflið sterka falið, því orði sem er skráð í lífsins bók, gleði þín og sorg, gömul eða ný, geislar sólarinnar, dimmust næturský, til að blómgist blessað líf á jörð. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, jan./feb. 2009 Sálmarnir mínir eru leik-mannsþankar um lífið og tilveruna, ortir út frá tilfinningum og per-sónulegri reynslu. Oftast samtal við almættið,“ segir skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.  Tilefnið er tónleik- arnir Sálmar á nýrri öld sem verða í Hallgrímskirkju á föstudag og hefj- ast klukkan 20. Þar er um að ræða sálma sem Aðalsteinn Ásberg hefur ort og Sigurður Flosason samið tónlist við. Lögin eru útsett fyrir fjögurra radda kór og sungin af Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar.  Dagskráin er hluti Lúthersdaga sem standa yfir í kirkjunni 26.  til 31.  október, í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar, og líka flutt til heiðurs Hallgrími Péturssyni á afmælisdegi hans. Sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa sumir þegar öðlast vinsældir enda gaf  Skálholtsútgáfan þá út árið 2010 í heftinu Sálmar á nýrri öld. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá almenningi og margir kórar hafa nýtt sér efnið. Stundum þegar ég kveiki á útvarpsmessunni á sunnu- dögum heyri ég sálm sem ég kann- ast við að hafa átt þátt í að búa til,“ segir Aðalsteinn Ásberg sem ekki kveðst setja sig í sérstakar stell- ingar þegar hann yrkir sálma. „Þeir eru bara hluti af mínum yrkingum. Siggi Flosa, félagi minn, á auðvitað heiðurinn af tónlistinni. Allt byrj- aði með einu jólaljóði og svo hefur þetta undið upp á sig eftir því sem tíminn líður.“ Höfundarnir völdu lög fyrir tón- leikana með Herði söngstjóra og ætla að koma þar fram. „Ég ætla aðeins að segja frá og lesa upp og Siggi útskýrir sinn þátt. Þann- ig verða tónleikarnir aðeins brotnir upp. Scola cantorum er frábær kór og það er spennandi að heyra verk sín í flutningi hans.“ Enn  hefur Aðalsteinn Ásberg ekki komist  í hefðbundnu sálma- bókina en kveðst eiga talsvert marga í nýrri tilraunaútgáfu sem kemur út endurbætt á næsta ári. „Þegar maður skoðar sálmasöguna sést að langflest sálmaskáld eru prestar og guðfræðingar. Sýn mín er því dálítið önnur en ég á mína trú.“ gun@frettabladid.is Oftast samtal við almættið Sálmar Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar við lög Sigurðar Flosasonar verða  sungnir af kórnum Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju á föstudagskvöld. Stundum þegAr ég kveiki Á útvArpS- meSSunni Á Sunnudögum Heyri ég SÁlm Sem ég kAnn- ASt við Að HAFA Átt þÁtt í Að búA til. Aðalsteinn Ásberg segir hafa verið af miklu að taka þegar efnisskráin var valin. „Þetta verður úrval, en gott úrval.“ FréttAblAðið/Ernir FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS HEFST Á MORGUN 30-80%AFSLÁTTUR 4 daga RÝMINGAR- SALA á völdum vörum Þú getur einnig lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs- appinu. ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r30 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð menning 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -E 5 E 0 1 E 0 D -E 4 A 4 1 E 0 D -E 3 6 8 1 E 0 D -E 2 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.