Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 2
Veður Norðaustankaldi í dag og dá- lítil rigning norðan og austan til, en annars léttskýjað. Heldur kólnandi veður. sjá síðu 28 Skoðuðu græjurnar og geiminn Áhugamenn um himingeiminn og þá hnetti sem þar er að finna komu saman í Valhúsaskóla í gær. Þar fór fram kynningarfundur nýliða í Stjörnu- skoðunarfélagi Seltjarnarness. Félagar gátu komið með tæki og tól og boðið þau til sölu eða skipt á þeim fyrir aðrar græjur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR stjórnmál Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi árs- reikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mán- uðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum  um rekst- ur hans á árinu 2015.  Flokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosning- unum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoð- unar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn árs- reikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnun- in þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokks- ins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vest- mann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimil- anna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli  gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofn- un  stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formanns- ins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.  haraldur@frettabladid.is Vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Ríkisendurskoðun hefur krafið forsvarsmenn Flokks heimilanna um frekari gögn varðandi rekstur flokksins sem fengið hefur 29 milljónir úr ríkissjóði. Rúmt ár síðan skilafrestur ársreiknings rann út en greiðslum var hætt í fyrra.    Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starf- semi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins. Kristján Snorri Ing- ólfsson, formaður Flokks heimilanna Rafvirkjar Kerfisloftalampar www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is jAFnrÉttIsmál Óleiðréttur launa- munur kynjanna var 16,1 prósent árið 2016 en hafði verið slétt sautján prósent árið áður. Launamunurinn var talsvert minni hjá sveitarfélög- um heldur en á almennum vinnu- markaði og hjá hinu opinbera. Í tölum frá Hagstofunni kemur fram að á síðasta ári hafi um fimmta hver kona verið með heildarlaun undir 400 þúsund krónum á ári samanborið við fjórtánda hvern karl. Þá eru fimmtán prósent karla með yfir milljón á mánuði en aðeins sex prósent kvenna. Tekið er fram að vinnutími skýri að hluta til hærri heildarlaun karla en karlar í fullu starfi vinni að meðal tali tíu stundum lengur á mánuði heldur en konur. Þá eru störf innan starfsstétta ólík og vinnumarkaðurinn enn kynskiptur. Algengast var að konur í sérfræði- störfum væru grunnskólakennarar en karlar sérfræðingar í viðskipta- geiranum. Í gær undirritaði Þorsteinn Víg- lundsson félagsmálaráðherra sam- starfssamning við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) um þróun Jafnvægisvogarinnar, mælitækis á sviði jafnréttismála. FKA mun þróa vogina með stjórnvöldum og atvinnulífinu. Voginni er ætlað að safna tölulegum upplýsingum um hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja, standa fyrir fræðslu um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnum og veita fyrirtækjum viðurkenningar sem náð hafa markmiðum Jafnvægis- vogarinnar. Samstarfssamningur- inn er til eins árs og felur í sér fimm milljóna króna fjárstuðning. - jóe Óleiðréttur launamunur sé 16 prósent 6% kvenna eru með yfir milljón krónur í laun á mánuði stjórnmál Vinstri græn mælast langstærst í Reykjavíkurkjördæm- unum samkvæmt könnunum frétta- stofu 365. Flokkurinn fengi rúm 30 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst- stærstur með tæp nítján og Píratar og Samfylkingin jafn stór með rúm þrettán prósent. Miðflokkur mælist með rúm sjö og Viðreisn og Flokkur fólksins fá 5,4 prósent hvor flokkur. Framsóknarflokkur og Björt framtíð mælast bæði án manna í kjördæm- unum, fyrri flokkurinn með 3,6 pró- sent en sá síðarnefndi með rúm tvö. Önnur framboð mælast samanlagt með tæpt eitt prósent atkvæða. Könnun á fylgi flokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum birtist í kjördæmaþætti Stöðvar 2 í gær. Niðurstöðurnar byggja á þremur könnunum fréttastofu sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. – jóe VG langstærst í Reykjavík 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m I ð V I k u D A G u r2 F r É t t I r ∙ F r É t t A b l A ð I ð 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 D -B E 6 0 1 E 0 D -B D 2 4 1 E 0 D -B B E 8 1 E 0 D -B A A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.