Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.10.2017, Blaðsíða 48
Commerzbank verst yfirtökuSkotsilfur Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgar- stofu og FKA-fé- lagskona Hlutabréf í þýska bankanum Commerzbank snarhækkuðu í verði eftir að fregnir bárust af því að keppinautar bankans, þar á meðal BNP Paribas, væru að íhuga að gera yfirtökutilboð í bankann. Þýski bankinn hefur ráðið Goldman Sachs og Rothschild til þess að vera sér innan handar við að verjast mögulegri yfirtöku. Ef bankinn yrði keyptur í einu lagi yrði það stærsta yfirtakan í þýska bankaheiminum í meira en áratug. FréttaBlaðið/EPa Seðlabankinn lækkaði stýri­vexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðast­liðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkis­ fjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat pen­ ingastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerð­ inni að hagvöxtur verði áfram tölu­ vert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðla­ bankinn er með 3% jafnvægisraun­ vexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefnd­ ar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raun­ vextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum. En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstof­ unnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins Nýjar forsendur hjá peningastefnunefnd? Stefán Helgi Jónsson og Skúli Hrafn Harðarson sjóðstjórar hjá Júpiter   Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylt­ ing undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Eco­ nomic Forum (WEF) undir yfirskrift­ inni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónar­ hornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttis­ barátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf sam­ stöðu meðal þjóðar. Með samtaka­ mætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helm­ ingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafn­ rétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðal­ ímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kyn­ bundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launa­ mun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttis­ mála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum. #metoo voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðar­ útgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hag­ kerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraun­ vextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hag­ kerfinu. Það verður því mjög fróð­ legt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. 01.01.10 01.07.10 01.01.11 01.07.11 01.01.12 01.07.12 01.01.13 01.07.13 01.01.14 01.07.14 01.01.15 01.07.15 01.01.16 01.07.16 01.01.17 01.07.176,00 4,00 2,00 0,00 -2,00 -4,00 Raunvextir miðað við mismunandi mælikvarða og framleiðsluspenna n M.v. verðbólgu n M.v. verðbólguvænt- ingar almennings n M.v. verðbólguvænt- ingar markaðsaðila n M.v. verðbólguálag á fjármálamarkaði n M.v. verðbólguvænt- ingar fyrirtækja n Framleiðsluspenna Hræsni Hræsni stjórn- málamanna á sér stundum lítil takmörk. Nú í aðdraganda kosn- inga lofa flestir stjórnmálaflokkar því að taka tugi milljarða króna út úr bönkunum til að greiða niður skuldir eða fjármagna kosn- ingaloforð sín. Flokkarnir tala þannig óbeint fyrir því að bankarnir ráðist í verulega útgáfu víkjandi skulda- bréfa svo þeir hafi svigrúm til frekari arðgreiðslna. Sömu stjórnmálamenn og vilja að bankarnir gefi út víkjandi bréf brugðust hins vegar ókvæða við þegar tryggingafélagið VÍS gaf út slík bréf í fyrra og greiddi í kjölfarið út eðlilegan arð. Einn þeirra, Stein- grímur J. Sigfússon, sagði til dæmis arðgreiðsluna til marks um endur- reisn „græðgisvæðingarinnar“. Styrkir Framsókn Fram kemur í ársreikningi Fram- sóknarflokksins fyrir síðasta ár að Ursus, fjárfest- ingafélag Heiðars Guðjónssonar, hafi styrkt flokkinn um 400 þúsund krónur í fyrra, en það er sú lögbundna hámarksfjárhæð sem einstakur lögaðili má styrkja flokk um. Það sama gerði Heiðar árið 2015. Athygli vekur hins vegar að Heiðar styrkti Sjálfstæðisflokkinn ekki um eina krónu á síðasta ári. Ekki eru mörg ár síðan Heiðar sat í efna- hags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðis- flokksins, þar sem hann barðist ötullega fyrir því að tekin yrði upp alþjóðleg mynt í stað krónunnar. Landsfundur flokksins hafnaði hins vegar tillögu Heiðars eins og frægt er orðið. Nýr formaður Þórhallur Örn Hinriksson, fyrr- verandi sjóðsstjóri hjá Stefni, var nýverið kjörinn stjórnar- formaður ALM Verðbréfa. Tók hann við for- mennskunni af Bryndísi Gunnlaugs- dóttur lögfræðingi. Eins og kunnugt er bættust fimm fjárfest- ar í hluthafahóp ALM í sumar með kaupum á samanlagt þriðjungshlut í fyrirtækinu, en þar á meðal voru þeir Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Kjartan Gunnars- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. 2 5 . o k t ó b e R 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U R10 markaðurinn 2 5 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 D -F E 9 0 1 E 0 D -F D 5 4 1 E 0 D -F C 1 8 1 E 0 D -F A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.