Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 15-60% AFSLÁTTUR STÓRÚTSALA Vara 28472 Fjölnota fræsi- og slípivél Útsöluverð:11.850,- kr. 37% Afsláttur Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 10 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga Efnt var til móttöku í gær til heiðurs Viktori Erni Andréssyni og fylgdarliði hans en hann vann til bronsverðlauna í matreiðslukeppni Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi á dögunum. Á myndinni eru Sigurður Helgason, þjálfari Vikt- ors, Hinrik Lárusson aðstoðarmaður, brons- verðlaunahafinn sjálfur og Sturla Birgisson, dómari í keppninni. Sturla og Sigurður hafa báð- ir tekið þátt í keppninni sem rætt er um sem heimsmeistaramót einstaklinga í matreiðslu. Þátttakendur voru 24 og þar á meðal margir af fremstu matreiðslumönnum landanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árangri matreiðslumeistarans fagnað Þeim stjórn- endum fyrir- tækja innan Fé- lags atvinnu- rekenda sem telja að halda hefði átt áfram aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið snar- fækkar, sam- kvæmt árlegri könnun meðal félagsmanna. Í fyrsta sinn um árabil segist meiri- hluti félagsmanna á þeirri skoðun að ekki hefði átt að halda viðræð- unum áfram. Einnig minnkar stuðningur við ESB-aðild Íslands verulega. Að- eins tæplega 17% segjast því sam- mála að Ísland ætti að ganga í ESB en 56% eru því andvíg. Svörin við spurningu um það hvort halda hefði átt viðræðum um aðild að ESB áfram skiptast þannig að 35% segjast því sam- mála en 52% á móti. Í sambæri- legri könnun fyrir ári voru 57% á því að halda viðræðum áfram og 60% árið 2015. Forsvarsmenn 77 fyrirtækja af þeim 152 sem eru í FA svöruðu. Meirihluti nú andvígur viðræðum  Viðsnúningur í afstöðu til ESB ESB Stuðningur við aðild minnkar. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Katla hefur sýnt þessa hegðun eins lengi og við vitum. Það er viðvarandi skjálftavirkni í henni, en þetta sveiflast þó til og eru sum ár því órólegri en önn- ur,“ segir Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur í samtali við Morg- unblaðið. Eins og fram hefur komið telja vísindamenn nú meiri líkur en vanalega á að gjósi í Kötlu. Hafa m.a. ferðaþjón- ustuaðilar verið hvattir til að fara yfir viðbragðsáætlanir sínar. Þrátt fyrir tíða skjálfta í Kötlu undanfarna áratugi segir Páll eld- stöðina hafa verið afar virka frá því í haust. „Það hefur vissulega verið meiri órói áður, en þetta er samt farið að verða með órólegustu ár- um.“ Morgunblaðið fékk upplýsingar um jarðskjálftavirkni í Kötlu frá Veðurstofu Íslands, sem sjá má í grafinu hér að ofan, fyrir tímabilið janúar 2011 til janúar 2017. Má þar m.a. sjá að töluverð aukning hefur orðið á skjálftavirkninni. Eins eru minni skjálftar tíðari nú en áður. Páll segir virknina 2011 hafa haf- ist samhliða hlaupinu sem hreif með sér brúna yfir Múlakvísl sama ár. „Í kjölfarið af því jókst skjálfta- virknin og breyttist talsvert. En þetta hefur m.a. verið notað sem rök fyrir því að hugsanlega hafi orðið smá gos undir jöklinum 2011,“ segir hann ennfremur. Stærsti skjálftinn í júní 1977 Spurður hvort hægt sé að draga einhverja ályktun um hugsanleg næstu skref út frá þeirri virkni sem nú er í Kötlu, svarar Páll: „Það hefur vafist fyrir mönnum að segja fyrir um næstu skref út frá þessari skjálftavirkni. Katla hagar sér dálítið mikið öðruvísi en aðrar eldstöðvar. Hegðunin er t.a.m. ekki alveg í samræmi við aðrar mæling- ar, s.s. mælingar á jarðskorpuhreyf- ingum. Það er vissulega óróleiki í þeim líka, en ekkert í samræmi við skjálftavirknina,“ segir hann og bætir við að kvikuþrýstingur hafi ekki aukist mikið undir eldstöðinni. Þá segir Páll tímabilið 1976 til 1977 hafa verið órólegra og með stórum skjálftum, en sá stærsti var í júní 1977 og mældist sá 5,1 stig. Viðvarandi skjálftavirkni í Kötlu  Farið að verða með órólegustu árum, segir jarðeðlisfræðingur  Kvikuþrýstingur ekki aukist mikið Skjálftavirkni í Kötlu frá 2011–2017 Heimild: Veðurstofan 300 3.500 250 2.500 200 2.000 150 1.500 100 1.000 50 500 0 Jan 2011 Júl 2011 Jan 2012 Júl 2012 Jan 2013 Júl 2013 Jan 2014 Júl 2014 Jan 2015 Júl 2015 Jan 2016 Júl 2016 Jan 2017 0 Mánaðarleg tíðni jarðskjálfta yfir 0,8 stig (vinstri ás) Uppsafnaður fjöldi jarðskjálfta (hægri ás) Skjálftar yfir 4 stig Páll Einarsson Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það mundi hefja áætl- unarflug til Íslands í sumar. Flogið verður þrisvar og fjórum sinnum í viku frá borgunum Toronto og Montréal til Keflavíkur. „Ísland er upprennandi og spennandi frístaður sem verður sífellt vinsælli,“ er haft eftir forstjóra Air Canada, Benjam- in Smith. „Við hlökkum til að fljúga til lands elds og ísa í sumar.“ Áætl- að er að fyrstu ferðir flugfélagsins verði í byrjun júní og flogið verður á 136 sæta A319 farþegaþotum. Ís- lensku flugfélögin Icelandair og WOW air fljúga bæði beint til Montréal og Toronto allt árið. Stórfyrirtæki í aukna útrás Air Canada, sem er stærsta flug- félag Kanada, er í mikilli útrás um þessar mundir. Til viðbótar við Reykjavík mun flugfélagið bæta við sig beinu flugi milli Toronto og Mumbai á Indlandi og milli Mont- réal og Sjanghæ í Kína. Air Canada er jafnframt meðal tuttugu stærstu flugfélaga heims og þjónaði rúm- lega 45 milljón farþegum á síðasta ári. Ekker lát á fjölgun ferðamanna Samkvæmt upplýsingum af vef Isavia fljúga nú 27 flugfélög á Keflavíkurflugvöll, þar af 11 allt ár- ið. Í farþegaspá Isavia kemur einnig fram að ekkert lát virðist vera á áhuga erlendra gesta á að koma til landsins og er aukið sætaframboð flugfélaganna ein stærsta forsendan fyrir fjölgun ferðamanna til lands- ins. Í farþegaspá Isavia fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir 24,7% fjölgun erlendra ferðamanna milli ára. Gangi sú spá eftir mun heildarfjöldi erlendra brottfararfarþega verða um 2.241 þúsund, eða sem nemur 79,9% af heildarfjöldanum. Fleiri flugfélög til Íslands  Air Canada hefur áætlunar- flug til Keflavíkur Reuters Glæsilegar Flugvélar Air Canada fljúga til Íslands í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.