Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 6

Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur lagt fram fyrirspurnir til allra ráðherra ríkisstjórnar Bjarna Bene- diktssonar, nema utanríkisráðherra, um eftirlitsstofnanir sem heyra und- ir ráðuneyti þeirra, fjárframlög til þeirra úr ríkissjóði á árunum 2010 til 2016, sértekjur, fjölda starfsmanna, útvistun verkefna o.fl. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur svarað fyrirspurnum Óla Björns, en undir hennar ráðuneyti heyra tvær eftir- litsstofnanir, Umhverfisstofnun og Mannvirkjastofnun. Rúmur milljarður 2016 Í svari ráðherra kemur fram að fjárframlög ríkissjóðs til Umhverf- isstofnunar árið 2010 voru 592,7 milljónir króna, en árið 2016 voru framlögin komin í 1,025 milljarða króna og höfðu aukist um 432,8 millj- ónir frá 2010, eða um 73%. Ekkert ríkisframlag er til Mann- virkjastofnunar, sem er fjármögnuð með ríkistekjum. Mannvirkjastofn- un var áður Brunamálastofnun rík- isins. Óli Björn sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann væri ánægð- ur með hvað umhverfisráðherra hefði svarað fyrirspurn sinni skjótt, en kvaðst að öðru leyti ætla að bíða svara frá öðrum ráðherrum, áður en hann tjáði sig efnislega um svörin. Óli Björn spurði einnig um fjölda starfsmanna stofnananna. Hjá Um- hverfisstofnun störfuðu 72 starfs- menn 2010 og starfsmenn voru 73 í fyrra. Frá 2010 til 2016 fjölgaði starfsmönnum Mannvirkjastofnunar úr 15 í 27. Þá spurði þingmaðurinn um það hvort stofnanirnar hefðu útvistað verkefnum og voru svör beggja stofnana í þá veru að ákveðnum verkefnum væri útvistað, leitað væri tilboða í ákveðin verkefni og verkefni falin skoðunarstofum. Framlög hafa aukist um 73%  Fyrirspurnir um eftirlitsstofnanir Óli Björn Kárason Björt Ólafsdóttir Morgunblaðið/Eggert Alþingi Óli Björn Kárason spurði alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tilraunir HS Orku á djúpborunum á Reykjanesi gefa góð fyrirheit um að hægt sé að vinna umtalsvert meiri orku á svæðinu með mun minni um- hverfisáhrifum og minni kostnaði en nú er gert, segir Ásgeir Margeirs- son, forstjóri fyrirtækisins. „Okkur tókst að bora niður á 4.650 metra dýpi, sem gerir borhol- una þá dýpstu á landinu, en venju- lega borum við niður á 2.500 til 3.000 metra dýpi. Það var ekki gefið í upphafi að okkur tækist þetta þó að við hefðum einhverja sambæri- lega reynslu á 3.000 metra holunum, því hér erum við að eiga við berg sem er miklu heitara.“ Gífurlegur ávinningur getur verið af vinnslu úr holum sem þessari, en við fyrstu útreikninga er hugsan- lega hægt að vinna úr þessari til- teknu holu 30-50 MW, sem er tals- vert meira en hefðbundin vinnsluhola. „Við byggjum þetta bara á þeirri eðlisfræði sem við þekkjum en það á eftir að koma í ljós hvernig hægt er að nýta holuna. Engu að síður er vert að benda á til samanburðar að höfuðborgarsvæðið notar um 150 MW og því gætu 3 til 6 holur séð allri höfuðborginni og nærliggjandi byggð fyrir orku.“ Lærdómurinn verðmætur Jafnframt bendir Ásgeir á að tak- ist að nýta holuna þýði það að færri holur þurfi til orkuvinnslu, með minni umhverfisáhrifum og lægri kostnaði en við hefðbundna vinnslu. Margar flóknar tæknilegar áskor- anir lágu fyrir í upphafi verkefnisins og segir Ásgeir lærdóminn og þekk- inguna sem fáist úr verkefninu vera verðmæti út af fyrir sig. „Eftir því sem neðar dregur verð- ur borun flóknari og erfiðari. Við gátum ekki nýtt hefðbundna tækni við borunina nema að hluta til og því þurfti að þróa aðferðir til að tryggja framgang verksins. Úr verkefninu hefur því fengist gífurlegur lærdóm- ur og þekking. Upp úr stendur þó kannski að hægt er að dýpka aðrar holur, en þetta er gömul 2.500 metra hola sem við dýpkuðum.“ Ásgeir bendir jafnframt á að um rannsóknar- og þróunarverkefni sé að ræða og borlokin því aðeins einn þáttur í heildarverkefninu. „Næstu skref eru vinnslutilraunir og blástursprófanir sem munu standa næstu tvö árin. Endanleg niðurstaða varðandi nýtingarmögu- leika á holunni munu sem fyrr segir ekki liggja fyrir fyrr en í lok árs 2018.“ Öll markmið verkefnisins náðust en þau voru, auk borunarinnar sjálfrar, að ná borkjörnum (bergi), mæla háan hita og finna lekt berg. Hitinn á botni holunnar hefur þegar mælst 427 gráður eftir skamma upphitun holunnar og þrýstingur 340 bar. Það er því ljóst að við botn holunnar hefur vökvinn náð yfirhit- uðu ástandi sem gefur vísbendingar um að hægt sé að nýta hann til orkuöflunar. Morgunblaðið/Golli Orka HS Orku í samstarfi við önnur orkufyrirtæki, m.a. Statoil, hefur tekist að bora dýpstu borholu á Íslandi sem gefur fyrirheit um að hægt sé að vinna 4 til 5 sinnum meiri orku úr hverri borholu en gert er í dag. Meiri orka og minni umhverfisáhrif  HS Orku tókst að bora niður á 4.650 metra dýpi Ekki hefur áður verið kannað hvað er fyrir neðan núverandi vinnslu- svæði á Reykjanesi. Hola 15, vinnsluhola HS Orku, var 2.500 metra djúp í upphafi borunar. Í fyrsta áfanga verksins var borað niður á 3.000 metra dýpi og stál- fóðring steypt í bergið. Svo djúpri fóðringu hefur aldrei áður verið komið fyrir í borholu á Íslandi. Þaðan var borað niður úr fóðring- unni og því borað niður fyrir kerfið sem er umhverfis holuna, þar sem dýpstu borholur eru um 3.000 m djúpar. Holan er boruð beint (lóðrétt) niður í 2.650 metra og eftir það er hún stefnuboruð. Botn holunnar er á tæplega 4.500 m dýpi, 738 m suðvestan við topp hennar. Dýpsta borhola á Íslandi ALDREI VERIÐ GERT ÁÐUR Fjólubláa línan sýnir legu borholunnar en þær gulu eldri og grynnri borholur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Greiningardeild ríkislögreglustjóra metur það svo að hryðjuverkaógn hér á landi teljist í meðallagi, samkvæmt þeim kvarða sem lög- reglan notar. Það mat stendur óbreytt frá árinu 2015 þegar hættustigið var hækkað. Eigi að síður er í skýrslu ríkislögreglustjóra vakin athygli á hættu sem skapast getur vegna óvissunnar um stöðu Ríkis íslams í Mið-Austurlöndum og af auknum flótta- mannastraumi til Evrópu. Í skýrslunni er vakin athygli á breyttum baráttuaðferðum íslamskra hryðjuverkasam- taka á síðustu tveimur árum og getu þeirra til að valda miklu manntjóni í borgum Evr- ópu. Ekki er talið að ógnarmyndin á Íslandi sé hin sama og á öðrum Norðurlöndum. Þar ræður mestu að ekki er vitað til þess að menn hafi haldið héðan gagngert til að taka þátt í átökum hryðjuverkasamtaka á borð við Ríki íslams í Mið-Austurlöndum. Því skapist ekki sama ógn og þar vegna vígamanna sem snúa heim. Lögreglu er ekki kunnugt um að á Íslandi hafi myndast hópar eða samfélög sem aðhyll- ast herskáan íslamisma eða annars konar of- beldisfulla öfgahyggju. Norrænar öryggisstofnanir telja almennt að mikill straumur flóttamanna til Evrópu skapi aukna óvissu á sviði öryggismála. Þótt ekki séu fyrir hendi óvíræðar sannanir um að hryðjuverkasamtök noti sér flóttamanna- strauminn með skipulegum hætti eru þekkt einstök tilvik. Hælisleitendum fjölgar Greiningardeildin segist hafa upplýsingar um það að frá árinu 2015 hafi einstaklingar með tengsl við hryðjuverkasamtök komið hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Þeir eru ekki lengur hér á landi. Á árinu 2015 voru sagðar fréttir af tveimur mönnum sem óskuðu verndar og voru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökum. Greiningardeildin bendir á að fólkið sem sækir um alþjóðlega vernd hér komi mest frá Balkanlöndum sem flokkuð hafa verið sem örugg ríki. Þeim fjölgi þó einnig sem komi frá stríðshrjáðum ríkjum. Greiningardeildin telur líklegt að hælisleitendum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum Evrópu muni fjölga á Íslandi á næstu miss- erum og gæti þeirrar þróunar nú þegar. Í skýrslu greiningardeildarinnar fyrir tveimur árum var sagt frá því að vitað væri að vígamenn færu frá Norður-Ameríku um Ísland á leið sinni til og frá þátttöku í átökum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis íslams. Síð- an hafa komið upp nokkur tilvik þar sem grunsemdir um ferðalög vígamanna hafa vaknað. Áhætta vegna flóttamanna  Hryðjuverkaógn talin óbreytt en óvissa vegna stöðu Ríkis íslams og aukins flóttamannastraums

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.