Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Það merka rit Der Spiegel ogensk vefútgáfa þess eru mjög trúuð á tilveru og tilgang ESB, eins og oft sýnir sig. Í nýlegri grein er þar spurt hvers vegna ESB fái svo illt umtal í álfunni, þótt „EU money flows from Bruss- el“ í þúsundir hugmynda og verk- efna, sem „ella yrðu ekki að veru- leika“.    Nefnd eru sem dæmi spítali íBirmingham, pylsugerð á Krít, raforkubúskapur vindmylla í Suffolk, lyfjarannsóknarstöð í Barcelona og umhverfisvæn hús í Frakklandi.    Í meinlokum sem þessum leynistskýringin sem höfundarnir leita í öngum sínum að og finna ekki. Það verður ekkert fé til í Brussel.    Hver króna (evra) er dregin fráESB-ríkjunum sem skattfé, sem skerðist bæði á leiðinni inn og út, eins og annað skattfé gerir.    Bretar borga stórlega með sér íESB. Þeir fá ekki „EU- money“ í spítala í Birmingham. Þeir fá til baka lítið brot af því sem þeir leggja fram. Fyrir féð sem vantar gætu þeir byggt nýjan spít- ala árlega. Málstaður sem byggist á meinlokum kallar seint á stuðn- ing eða aðdáun. En illa fengnar „ESB-mútur“ rugla vissulega suma í ríminu, eins og sást hér á landi á meðan aðlögunartími að ESB stóð. Óvandaðir kölluðu það „aðild- arviðræður“.    Það var ekki ein af meinlok-unum.    Aðeins dapurleg fölsun á sann-leikanum. Af hverju? STAKSTEINAR 30-50%afsláttur ÚTSALA Ein sú magnaðasta Jakkaföt Stakir jakkar Kakí- og flauelsbuxur Stakar buxur Frakkar Yfirhafnir Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 frostrigning Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk -9 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 0 súld Brussel 8 léttskýjað Dublin 9 súld Glasgow 9 léttskýjað London 10 þoka París 11 rigning Amsterdam 5 alskýjað Hamborg 1 skýjað Berlín 0 léttskýjað Vín 0 þoka Moskva -2 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 9 súld Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 13 léttskýjað Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -19 skýjað Montreal -11 snjókoma New York 5 skýjað Chicago 1 skýjað Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:04 17:20 ÍSAFJÖRÐUR 10:25 17:09 SIGLUFJÖRÐUR 10:09 16:51 DJÚPIVOGUR 9:38 16:45 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) mótmælir því harðlega að enginn fulltrúi af- urðastöðva sé tilnefndur í samráðs- hóp um endurskoðun búvörusamn- inga. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur tilkynnt breytta skipan í samráðshópinn og segir SAM það ekki standast lög, en í lög- um um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lög- um um velferð dýra segir að tryggja eigi aðkomu afurðastöðva. SAM mótmælir harðlega skipun samráðshópsins Samkvæmt nýjustu könnun Gallup styðja tæplega 44% landsmanna rík- isstjórnina en greint var frá nið- urstöðunum í Ríkisútvarpinu í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða um 28% en hann hlaut 29% í þingkosningunum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð bætir verulega við sig frá nýliðnum kosn- ingum þar sem flokkurinn fékk 15,9% og mælist nú með 23% fylgi. „Við er- um náttúrulega ánægð og þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg. Píratar mælast með 13% en fengu 14,5% í kosningunum í haust. Framsókn- arflokkurinn mælist með 11% fylgi sem er svipað og kjörfylgi flokksins. Fylgi Viðreisnar hefur minnkað mikið frá kosningunum í október eða um tæplega helming. Fylgið mælist nú rúmlega 5% en flokkurinn hlaut 10,5% fylgi í kosningunum. Mælist flokkurinn minnstur á þingi. „Þetta er of lítið. En ég vonast til þess að það batni þegar við höfum verið í stjórn í svolítinn tíma og við stöndum okkur vel,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Við- reisnar. Björt framtíð og Samfylkingin mælast með 7% hvor flokkur og Flokkur fólksins um 2%. Skoðanakönnunin var gerð 5.- 29. janúar. Þátttakendur voru 4.288 og svarhlutfallið tæplega 57%. Tæp 44% segjast styðja ríkisstjórnina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.