Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samningurinn er lyftistöngfyrir allt íþróttastarf íBreiðholti,“ segir Ingi-gerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR. Í vikunni skrifuðu hún og Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri í Reykjavík undir samning um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti með það fyrir augum að bæta aðstöðu Breiðholtsbúa – þá einkum barna og unglinga – til alls íþróttastarfs. Þá mun ÍR áfram – og til næstu tuttugu ára – reka íþróttahús í hverfinu, það er við Seljaskóla, Austurberg og Breiðholtsskóla. En meira hangir þó á spýtunni. Þrengir að frjálsum íþróttum Þunginn í samningi ÍR og Reykjavíkur er uppbygging í Suð- ur-Mjódd þar sem höfuðstöðvar ÍR eru í dag. Það svæði verður skipu- lagt upp á nýtt og þar útbúin frjálsíþróttaaðstaða sem tilbúin verður á næsta ári. Á núverandi gervigrasvelli verður skipt um grasmottu og gúmmí strax í sumar. Í Mjóddinni verður á vegum borg- arinnar einnig reist knatthús, 55x70 metrar, sem tilbúið verður á næsta ári. Þá mun Reykjavíkur- borg einnig byggja íþróttahús með löglegum keppnisvelli fyrir hand- bolta og körfubolta sem verður tilbúið eftir þrjú ár. Þá er ráðgert að fimleikahús, þar sem bardaga- íþróttir og dans fá inni, verði fullbúið 2023. Svo aðstaða þessi nýtist sem best er horft til þess að ÍR starfi náið og enn meira en nú er með Breiðholtið verður sterkara samfélag Uppbygging á íþróttaaðstöðu ÍR í Mjóddinni er framundan, samkvæmt nýju sam- komulagi við borgina. Byggja á upp frjálsíþróttaaðstöðu og ýmsa aðra aðstöðu sem er mikilvæg. Í dag eru um 2.300 iðkendur innan raða ÍR og sjálfboðaliðarnir litlu færri. Félagið þjónar Breiðholtinu en þar eru alls um 22 þúsund íbúar. Morgunblaðið/Eva Björk Sprettur Lið ÍR í frjálsum íþróttum heldur nafni félagsins á lofti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Undirritun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingigerður Guðmunds- dóttir leiddu samninga til lykta og að baki þeim voru kátir krakkar úr ÍR. Ingigerður Guðmundsdóttir Sérstök sýning sem ætluð er for- eldrum með ungbörn verður í Sam- bíóunum Álfabakka í hádeginu á morgun, föstudag 3. febrúar, kl. 12. Þá verður dans- og söngvamyndin La La Land, með þeim Ryan Gosling og Emmu Stone í aðalhlutverkum sýnd, en sýningin verður frábrugðin hefð- bundnum sýningum að því leyti að hljóðstyrkur verður ekki eins og gengur og gerist í bíó auk þess sem það verður ljóstíra í salnum, for- eldrum til halds og trausts. Í tilkynn- ingu kemur fram að Sambíóin byggi þetta á erlendri fyrirmynd og vonist til að þessi nýbreytni falli landanum vel í geð. Gert er ráð fyrir því að for- eldrarnir þurfi að hafa nægt pláss í kringum sig og því fær hvert og eitt foreldri að lágmarki eitt sæti til að geyma bleyjur, burðarstól, yfirhafnir o.fl. Foreldrarnir ættu því að geta gert sér dagamun með börnunum og skellt sér í bíó. Hægt er að tryggja sér miða í miðasölum Sambíóanna eða á sambio.is. Lægra hljóð, meira pláss og ljóstíra Fim og flott Dansinn dunar í myndinni með Emmu Stone og Ryan Gosling. Sérstök sýning á La La Land fyrir fólk með ungbörn Gamla góða bingóið er hin besta dægradvöl og í dag, fimmtudag, gefst fólki tækifæri til að spila bingó í Borgarbókasafni Norð- lingaskóla í Reykjavík kl. 16. Allir eru velkomnir í bingó á annarri hæð skól- ans og um að gera að kynna sér safnið og starf- semi þess í leiðinni. Spjaldið kostar ekkert og hagnýtir vinningar í boði. Gaman gaman! Endilega … … skellið ykkur í bingó Morgunblaðið/Árni Sæberg Bingó Gaman að merkja við tölur þegar lesið er. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla fjölskylduna frá kl. 18.30 - 23 á Safnanótt, á morgun föstudag 3. febrúar. Dagskráin hefst þegar vídeó- verki Doddu Maggýjar verður varpað á Kópavogskirkju, en viðburðurinn markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar eftir Gerði Helgadóttur. Í kjölfarið flytur tónlistarhópurinn Umbra og Lenka Matéova organisti tónlist í kirkjunni. Í Gerðarsafni verður KvikStrik teiknismiðja fyrir alla fjölskylduna í Stúdíói Gerðar og 90’s-bíósýning í samstarfi við Bíó Paradís og til að fullkomna stemninguna verður pylsu- partí í Garðskálanum. Einnig verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Normið er ný framúrstefna í safninu. Kl. 21 hefjast djasstónleikar tríós Ásgeirs Ásgeirssonar í Salnum, en sérstakur gestur er Sigríður Thorla- cius. Héraðsskjalasafn Kópavogs sýnir heimildarmynd um upphafsár Félags- málastofnunar Kópavogs og þar verða símaskrár til sýnis. Völundarhús líkt og það sem Harry Potter lenti í í Þrígaldraleikunum verður í Bókasafni Kópavogs og munu Harry og félagar liðsinna þátt- takendum. Þar verður líka spákona, hugmyndasmiðja með Lóu Hlín og stjörnuskoðun. Klukkan 20 verður flutt erindi um sögu og tilgang náttúrugripasafna og jafnframt sér- stök sýning kl. 18 - 23 um sögu slíkra safna. Að sögn Ólafar Breiðfjörð, verk- efnastjóra, felst styrkur Menningar- húsanna í Kópavogi í nálægðinni milli náttúruminja, myndlistar, tónlistar og bókmennta. „Markmiðið er að tengja þessa ólíku starfsemi saman eins og glöggt kemur fram í dagskránni á Safnanótt. Öll fjölskyldan ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hún. Frítt er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á vefsíðunni: www.kopavogur.is. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna á Safnanótt í Kópavogi Vídeóverk á Kópavogskirkju, djasstónleikar og bíósýning Kópavogskirkja Listaverki Doddu Maggýjar verður varpað á kirkjuna. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.