Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Rómantískur 9.990 kr. fyrir tvo matseðill fyrir tvo Opið 9-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is 13.-14. og 18.-19. febrúar Laxa og hörpuskels Carpaccio með sítrónuolíu-dressingu, borið fram með árstíðar-grænmetisstefi ✶ ✶ ✶ Yndislegt ofnsteikt lambalæri í kryddhjúp, borið fram með snöggsteiktum kartöflum, perlulauk, beikoni og blóðberg ✶ eða ✶ Gambas stórrækjur grillaðar með ólífuolíu og hvítvíni, bornar fram með grænmeti í Provençale stíl, sellerý, hvítlauk og kartöflum. ✶ ✶ ✶ Súkkulaði Fondant með vanilluís til að deila Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Að- alskipulagi Reykjavíkur 2010- 2030, er varðar nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Hjólastígurinn verður lagður í meginatriðum í legu eldri reiðstígs, sem verður við það lagður af. Um er að ræða legu stígs frá Sprengisandi við Bú- staðaveg og austur að Höfða- bakka, við stíflu í Elliðaárdal. Fram kemur í kynningar- gögnum að samkvæmt Hjólreiða- áætlun Reykjavíkur 2015-2020 og markmiði Aðalskipulags Reykja- víkurn um uppbyggingu hjóla- stígakerfis sé lagt til að lagður verði sérstakur hjólastígur í El- liðaárdal sem verði aðgreindur frá núverandi stofnstíg, sunnan áa, á kaflanum frá Reykjanes- braut að Höfðabakka. Í ljósi þess að hesthúsabyggð hefur verið aflögð á Sprengisandi við Bústaðaveg, er lagt til að reið- stígur sem liggur um þennan hluta Elliðaárdals verði aflagður og stæði hans verði nýtt fyrir hinn nýja hjólastíg. Með því verði lágmarkað það mögulega rask á skóglendi sem gæti fylgt fram- kvæmdinni við hjólastíginn, auk þess að tryggja aukið öryggi hjól- andi og gangandi umferðar um dalinn. Gert er ráð fyrir að hjólastígur fylgi reiðstígnum í meginatriðum en þar sem bratti er of mikill verður vikið frá legu reiðstígsins. Samkvæmt lauslegu mati mun hjólastígurinn víkja lítillega frá legu reiðstígs á tveimur 150 metra köflum. Umsagnar- og samráðsaðilar verða: Hverfisráð Árbæjar og Breiðholts; Hestamannafélagið Fákur; aðliggjandi sveitarfélög; svæðisskipulagsnefnd höfuð- borgarsvæðisins og Skipulags- stofnun. Þá getur almenningur einnig gert athugasemdir fyrir 17. febr- úar 2017. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Hestar víkja fyrir hjólhestum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landsnet og Landsvirkjun hafa gert samning um kaup og sölu á reiðuafli. Um er að ræða 40 MW af alls 100 MW reiðuafli sem Lands- virkjun hefur selt Landsneti á undanförnum árum. Nýi samning- urinn tekur við af eldri samningi sem gerður var árið 2005. „Reiðuafl er afl sem notað er til þess að stýra tíðni flutningskerf- isins með því að bregðast á fljót- virkan og sjálfvirkan hátt við sveiflum í notkun og framleiðslu raforku, en ómögulegt er að sjá nákvæmlega fyrir slíkar sveiflur,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækj- unum. Reiðuaflssamningar milli fyrir- tækjanna eru þrír. Sá sem nú er endurnýjaður felur í sér 30 MW afl frá stöðvum á Þjórsársvæði og 10 MW afl frá Blöndustöð. Hinir samningarnir eru 30 MW hvor, frá Fljótsdalsstöð og Þjórsársvæði. Eftirspurn meiri en framboð Tilgangur samningsins er að tryggja þennan lögboðna hluta kerfisþjónustu Landsnets sem er nauðsynlegur til þess að halda uppi gæðum rafmagns um land allt, segir í tilkynningunni. Nýting íslenska raforkuvinnslu- kerfisins eykst stöðugt og eftir- spurn eftir orku er meiri en fram- boð. Verð í hinum nýja samningi tekur mið af nýgerðum samning- um Landsvirkjunar við sölufyrir- tæki raforku og byggir m.a. á áætluðum kostnaði við fjárfestingu í auknu afli í raforkukerfinu við núverandi aðstæður. Landsnet birtir reiðuaflssamn- inginn á heimasíðu sinni í takt við stefnu fyrirtækisins um aukna upplýsingagjöf, aukið gagnsæi og samkeppni á raforkumarkaðnum. Þar kemur m.a. fram að fyrir- tækið greiðir 13,9 milljónir króna á mánuði vegna 15MW hefðbund- ins reiðuafls og 4,4 milljónir á mánuði vegna 25MW umframafls. Forstjórar fyrirtækjanna, Guð- mundur Ingi Ásmundsson og Hörður Arnarson, undirrituðu samninginn. Landsnet bregst við sveiflum  Semur við Landsvirkjun um reiðuafl Undirritun Guðmundur Ingi Ás- mundsson og Hörður Arnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.