Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Stefán Gunnar Sveinsson Björn Jóhann Björnsson Davor Ivor Stier, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Króatíu, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands í dag, þar sem hann mun með- al annars hitta Guðlaug Þór Þórðar- son utanríkisráðherra, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Heimsóknin er m.a. til- komin vegna þess að í desember sl. voru 25 ár liðin síðan Ísland, fyrst ríkja, viðurkenndi sjálfstæði Króatíu. Mun ráðherrann einnig heim- sækja Jón Baldvin Hannibalsson, sem var utanríkisráðherra 1991, og afhenda honum sérstaka þakklætis- orðu frá forseta Króatíu, Kolinda Grabar-Kitarovic, fyrir þátt Jóns í viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Króatíu í desember 1991. Í viðtali við Morgunblaðið segir Stier það sérstakan heiður fyrir sig og ánægjuefni að fá að afhenda Jóni Baldvini orðuna. Hann segir Króata vera þakkláta Íslendingum fyrir þann stuðning sem þeir veittu heimalandi sínu í sjálfstæðisbarátt- unni. Þá segir Stier að í heimsókn sinni vilji hann hann ræða þau fjöl- mörgu tækifæri sem hann sjái á aukinni samvinnu ríkjanna tveggja, til dæmis í ferðaþjónustu og nýtingu jarðvarma, en ráðherrann mun m.a. heimsækja íslensk orkufyrirtæki í heimsókninni. Undirbúningur fyrir heimsóknina er ekki langur en eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Íslands við völd- um í nýliðnum mánuði. Hið sama gerðist í Króatíu í október sl. Stier segist vera mjög ánægður með að vera meðal þeirra fyrstu sem gest- gjafi sinn, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, fær í heimsókn. Kom af stað bylgju - Hver er helsti tilgangur komu þinnar? „Hann er sá að heiðra það áber- andi hlutverk sem Ísland lék þegar kom að því að viðurkenna sjálfstæði Króatíu fyrir 25 árum. Ísland var fyrsta sjálfstæða ríkið sem viður- kenndi Króatíu sem sjálfstætt ríki hinn 19. desember 1991. Það var kjörkuð og gildisrík ákvörðun af hendi íslensku ríkisstjórnarinnar, sem studdi við Króatíu í baráttu okkar fyrir frelsi, lýðræði og sjálf- stæði. Hin ástæðan er sú að við vilj- um nýta hið sterka samstarf sem ríkin hafa átt tvíhliða, til dæmis í tengslum við Atlantshafsbandalagið og á öðrum vettvangi, til þess að skoða möguleikana á því að styrkja samstarfið á öðrum sviðum, einkum á sviði efnahagsmála.“ - Hversu mikilvæg var viðurkenn- ing Íslands á sjálfstæði Króatíu? „Hún skipti gríðarlegu máli. Þeg- ar kalda stríðinu lauk og komm- únisminn leið undir lok í upphafi tí- unda áratugarins fengu nokkrar þjóðir Evrópu aftur frelsi sitt undan kommúnisma og erlendu oki og settu á fót ríki, sem fengu viður- kenningu alþjóðasamfélagsins. Á þessum sögulega tíma sýndu Íslend- ingar að þeir skildu þetta lýðræðis- lega frelsunarferli fyrr en mörg önnur voldugri ríki og veittu stuðn- ing þar sem hans var mest þörf. Ákvörðun Íslands að viðurkenna Króatíu kom af stað bylgju viður- kenninga næstu fjórar vikurnar á eftir. Sú bylgja náði hámarki sínu 15. janúar 1992 þegar ríkin tólf, sem þá skipuðu Evrópubandalagið ásamt mörgum öðrum ríkjum, viður- kenndu sjálfstæði Króatíu. Sú gjörð bjargaði mannslífum, því að hún sendi skilaboð til þeirra sem stóðu í átökum við Króatíu og höfðu her- numið þriðjung af landsvæði okkar að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig við hernaðarlegan yfir- gang. Fljótlega eftir viðurkenn- inguna var samið vopnahlé og bund- inn var endi á átökin í landi okkar. Króatíska þjóðin er mjög þakklát Íslendingum til þessa dags fyrir hið mikilvæga hlutverk sem þeir léku í þessu ferli.“ Tækifæri í orkuiðnaði og ferðaþjónustu - Á hvaða sviðum gætu Ísland og Króatía styrkt samstarf sitt? Eru mörg íslensk fyrirtæki með starf- semi í Króatíu? „Ég tel að Ísland og Króatía gætu unnið meira saman í efnahags- málum, sér í lagi þegar aðild beggja að Evrópska efnahagssvæðinu er höfð í huga. Við eigum þegar í sam- starfi um jarðvarmaorku og gætum aukið á samstarf milli háskóla og hafrannsóknastofnana okkar.“ Stier segir fá íslensk fyrirtæki hafa til þessa stundað viðskipti í Króatíu. Gott dæmi sé fyrirtæki sem sér um dreifingu á króatískum túnfiski á Japansmarkaði. Þá sé mjög merkilegt verkefni í gangi á milli króatísku orkumálastofnunar- innar Hrvoje Požar og Orkustofn- unar um rannsóknir og þróun á jarðvarmaorku. „Það verkefni er fjármagnað af EES og mun örugglega færa saman fyrirtæki á skyldum sviðum í hita- og rafmagnsveitu, en einnig í heil- brigðisgeiranum, snyrtivörufram- leiðslu og matvælaframleiðslu,“ seg- ir Stier. Spurður út í ferðaþjónustuna og tækifæri þar segir Stier að auka megi samvinnu landanna á því sviði. Árið 2015 komu 2.817 ferðamenn frá Íslandi til Króatíu, sem dvöldust í 12.387 gistinætur. „Það er heilmikið rými til að auka á samvinnu okkar í ferðaþjónust- unni, og einn möguleikinn felst í þróun á heilsulindum sem vinna með jarðvarma og læknaklíníkum sem myndu hagnýta íslenskt hugvit og fjárfestingar. Króatía gæti á móti boðið reynslu sína af því að þróa ferðamannastaði á landsbyggðinni, umhverfisferðamennsku og önnur atriði þar sem við höfum sameig- inlega hagsmuni.“ - Samvinna þjóðþinga landanna tveggja hefur verið hluti af undir- búningi heimsóknarinnar, hvaða tækifæri eru þar? „Samvinna á milli þjóðþinga á sí- fellt stærri þátt í að styrkja milli- ríkjatengsl. Í henni felst tækifæri til þess að styrkja samvinnu þar sem ríkin hafa sameiginlega hagsmuni í utanríkismálum, Evrópumálum, efnahagsmálum, mannréttindum og margt fleira. Það er einnig sér- stakur áhugi meðal króatískra þing- manna á að vinna með Íslandi, sem sést á því að í upphafi kjörtímabils síns setti króatíska þingið á fót sér- staka vinanefnd með íslenska þinginu, sem Ivan Šipic (þingmaður króatíska demókratasambandsins) fer fyrir.“ Króatía gekk í Evrópusambandið árið 2013 og segir Stier króatískt samfélag hafa gengist undir grund- vallarbreytingar við undirbúning og viðræður um aðildina að Evrópu- sambandinu, og einnig Atlantshafs- bandalaginu. „Þetta breytingaferli hefur nú gengið vel í þrjú og hálft ár eftir að Króatía gekk í Evrópusambandið og átta árum eftir NATO-aðildina. Kró- atía lögfesti margar gagngerar póli- tískar, efnahagslegar, samfélags- legar og réttarfarslegar breytingar. Síðan Króatía fékk aðgang að innri markaðnum hefur útflutningur landsins til annarra ESB-ríkja auk- ist statt og stöðugt. Á sama tíma hefur ferðaþjónustan okkar aukist ár frá ári. Króatía er nú akkeri fyrir Suðaustur-Evrópu og við styðjum vel við nágranna okkar hér á leið þeirra í Evrópusambandið,“ segir ráðherrann. Samkomulag um ESB-aðild Hann segir aðildina að ESB hafa notið stuðnings meirihluta almenn- ings í króatísku samfélagi, þar sem aðildin hafi táknað framþróun og leið til þess að fara í rétta átt, „eftir þá vondu sögulegu reynslu sem Króatía gekk í gegnum á 20. öldinni þegar kommúnisminn og yfirráð er- lendra aðila héldu Króötum frá því að fylgja þeim straumum sem ríktu í Vestur-Evrópu,“ bætir Stier við. Í Króatíu hafi verið gert samkomulag um Evrópumál, sem allir helstu stjórnmálaflokkarnir áttu aðild að. „Hluti af því var að aðildarviðræð- unum var stýrt af þingnefnd, sem leidd var af foringja stjórnarand- stöðunnar. Það þýddi að rík- isstjórnin og stjórnarandstaðan unnu saman að þessu mikilvæga þjóðarmarkmiði til þess að forðast það að aðildarviðræðurnar yrðu að flokkspólitísku bitbeini. Sameig- inlegt markmið okkar var að tryggja það að aðildarferlið gengi vel fyrir sig,“ segir hann. Spurður hvort aðild að ESB eða aðildarviðræður væri rétt fyrir Ís- land, segist Stier vera sannfærður um að við munum velja þá leið og henti þjóð og landi best. „Ég hlakka til að heyra það hvað kollegi minn, Guðlaugur Þór, hefur að segja um núverandi stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandsaðild. En hvað sem þið veljið að gera, ítreka ég það að Króatar vilja vera traustir viðmælendur og samvinnufélagar ykkar,“ segir Davor Ivor Stier að endingu. Kjörkuð ákvörðun Íslendinga  Utanríkisráðherra Króatíu í opinberri heimsókn í dag  Hittir Guðlaug Þór, forseta Íslands og forseta Alþingis  25 ár síðan Ísland viðurkenndi sjálfstæði Króata  Jón Baldvin fær orðu frá forseta Króatíu Ljósmynd/MVEP-RH Króatía Davor Ivor Stier er utanríkisráðherra Króatíu og jafnframt varaforsætisráðherra. Hann heimsækir íslenska ráðamenn og fyrirtæki í dag. NÝ OG GLÆSILEG BLÖNDUNARTÆKJALÍNA Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.