Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 19

Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Draumur um stærri krana Krani notaður til að skipta um ljósaperu innan um stóra byggingarkrana við Höfðatorg í Reykjavík. Golli Heilbrigðisþjónusta stendur öllum nærri en skoðanir á heppi- legu fyrirkomulagi hennar eru mismun- andi. Ekkert óeðlilegt við það. Ákall notenda þjónustunnar er þó nokkuð skýrt: Gott aðgengi, viðurkennd gæði og að hafa eitt- hvað um það að segja hver veitandinn er. Telst sjálf- sagður hluti af mannréttindum sem vonandi enginn efast um. Til þess að viðunandi þjónusta sér veitt þarf að hafa aðstöðu, tæki og tól. Það segir sig sjálft. Mann- auður er hins vegar helsta verð- mæti heilbrigðisþjónustunnar, sem er fyrst og fremst þekkingariðnað- ur. Það virðast hins vegar ekki all- ir skilja. Mörgum er meira um- hugað um að setja aðgangs- hindranir að heilbrigðiskerfinu af ýmsu tagi, standa vörð um sínar stofnanir frekar en að greiða götu mannauðs og notenda hennar á öðrum vettvangi og stytta biðlista. Í þennan fúla pytt hefur forstjóri Landspítalans nú fallið með um- mælum sínum þegar nýir aðilar eru tilbúnir til að veita þjónustu sem nú er nær einvörðungu á hendi stofnunar hans. Háttsemi hans í garð stjórnmálamanna er athygli verð; málfar hans við gerð fjárlaga sem og fyrir sl. kosningar og nú síðast tiltal til nýs heilbrigð- isráðaherra um það hvernig hann eigi að haga störfum sínum talar sínu máli. Þar talar sá sem valdið hefur. Í hótanastíl, sem stjórnandi stofnunar sem situr næstum ein að sinni köku. Skilaboðin: Ef þið ger- ið ekki þetta eða hitt verður gripið til óvinsælla ráðstafana! Fákeppni á þessum markaði er og verður aldrei til farsældar fyrir sjúklinga, skattgreiðendur eða stofnanirnar sjálfar þrátt fyrir allt. Hér gilda sömu lögmál sem og í öðrum greinum viðskiptalífsins. Minnum á að fyrir 15 árum voru fjögur sjúkrahús á höfuðborgar- svæðinu. Ekki alveg vandræða- laust, en það gaf möguleika til val- frelsis sjúklinga og ekki síst heil- brigðisstarfsmanna til vinnu veitanda. Og ekki síst mikilvægt frá sjónarhóli þjóðaröryggis. Nú á þetta allt saman hins vegar að fara undir eitt og sama þakið í Þing- holtunum og með þyrlupalli ofan á. Fjölbreytileiki í veitingu heilbrigð- isþjónustu og valfrelsi sjúklinga til þjónustuveitenda er forsenda þess að skapa góða heilbrigðisþjónustu sem sátt verður um. Fákeppni í heilbrigðisþjónustu er engum til framdráttar. Forstjórinn lét eftir sér hafa að „einkasjúkrahús myndi grafa und- an fámennri sérgrein og sérhæft fagfólk í fámenninu hér á landi væri takmörkuð auðlind“. „Verði af þessum áformum mun það ekki einfalda rekstur Landspítala eins og fram er haldið. Það myndi flækja hann.“ Með öðrum orðum er boðskapurinn að takmarka þurfi atvinnufrelsi heilbrigðis- starfsmanna í þágu Þjóðar- sjúkrahússins títtnefnda. Sam- keppni um starfsfólk er eitur í beinum forstjórans. Vandi Landspítalans nær hins vegar dýpra og lengra aftur í tím- ann sem aðlaðandi vinnustaður. Er ekki aðallega skortur á nýjum byggingum eins og sumir telja sér og öðrum trú um. Mesta ógnin er sögulega stofnunin sjálf, stjórn- endur hennar og sú fákeppni sem hann nú býr við. Fráfarandi ráð- herra heilbrigðismála og núver- andi landlækni hefur verið bent á þá staðreynd að stjórnendur stofn- unarinnar brjóta lög um ráðningar án þess að bikna. Ráða ekki hæf- asta umsækjandann og eyða tug- um milljóna af skattfé í málsóknir til að losa sig við eða hindra að viðkomandi fái starf á stofnuninni. Báðir kærðu sig kollótta yfir þess- ari staðreynd þrátt fyrir að vera lögbundnir eftirlitsaðilar með starfseminni. Hvarflar það að ein- hverjum að þetta laði heilbrigðis- starfsfólk að? Væri annar vinnu- veitandi mögulega þess umkominn að laða vel menntað fólk til starfa? Er það þetta sem forstjórinn ótt- ast? Það er áhyggjuefni fyrir hönd sjúklinga og ekki síst verðandi starfsmanna hvernig Landspítal- inn hefur haldið á málum sínum. Við eigum að fagna því að til er vel menntað fólk með kjark og dug sem býður fram krafta sína og vill veita heilbrigðisþjónustu sem hef- ur nánast eingöngu verið á borði einnar stofnunar sl. 15 ár. Það mun verða til farsældar fyrir alla þegar upp er staðið og Landspítal- ann ekki síst. Eðlileg samkeppni og samanburður er vítamín, ekki eitur. Eftir Stefán E. Matthíasson og Jón Gauta Jónsson »Mörgum er meira umhugað um að setja aðgangshindranir að heilbrigðiskerfinu af ýmsu tagi, standa vörð um sínar stofnanir frek- ar en að greiða götu mannauðs og notenda hennar á öðrum vett- vangi og stytta biðlista. Stefán E. Matthíasson er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Jón Gauti Jónsson er varaformaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Er fákeppni til farsældar? Stefán E. Matthíasson Jón Gauti Jónsson Fyrirsagnir geta oft verið mjög villandi sem er miður því margir lesa eingöngu fyrir- sagnir og telja þær réttar. Á ruv.is birtist frétt 12. janúar síðastliðinn með fyrirsögninni. „Borgin byggir 300 stúd- entaíbúðir á næstu árum“. Á myndinni sem birtist með frétt- inni mátti sjá borgarstjóra úti á túni sitjandi við borð um hávet- ur á snæviþakinni jörð skrifa undir viljayfirlýsingu við Byggingarfélag námsmanna. Lóðunum úthlutað á 10 ára tímabili Í fréttinni kom hvorki fram að borgin ætlar að úthluta Byggingarfélagi námsmanna þessum lóðum fyrir 300 stúd- entaíbúðir á allt að 10 ára tíma- bili né að Byggingarfélagi námsmanna ber bæði að greiða gatnagerðargjald og bygging- arréttargjald fyrir lóðirnar. Í viljayfirlýsingunni segir að verð byggingarréttar fari „eftir mati á markaðsverði, sbr. lög um stofnframlög“. Reykjavíkurborg hefur hing- að til ekki innheimt bygging- arréttargjald af lóðum fyrir stúdentaíbúðir heldur einungis gatnagerðargjald. Þessi nýja gjaldtaka kemur til vegna nýrra laga sem kveða á um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga. Snúningurinn á stofnframlaginu Samkvæmt lögunum sem bera heitið lög um almennar íbúðir, nr. 52/2016, er meginreglan sú að stofnframlag rík- isins skal nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar og stofnframlag sveitarfélags skal nema 12% af stofnvirði al- mennrar íbúðar. Samkvæmt lögunum getur stofnframlag sveitarfélaga falist í beinu framlagi, úthlutun lóðar eða lækkun eða niðurfellingu á gjöldum sem umsækjanda ber að standa skil á til sveitarfélagsins vegna íbúðanna. Fyrir gildistöku laganna var lóðum úthlutað undir stúd- entaíbúðir gegn greiðslu gatnagerðargjalds. Nú ætlar borgin hins vegar einnig að leggja byggingarréttargjald á lóðir fyrir stúdenta sem verður þá framlag borgarinnar á grundvelli laganna, þ.e. lagt verður á byggingarréttargjald og það fellt niður enda nemi það 12% af stofnvirði íbúðar. Eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur » Fyrir gildis- töku lag- anna var lóðum úthlutað undir stúdentaíbúðir gegn greiðslu gatnagerðar- gjalds. Nú ætlar borgin hins veg- ar einnig að leggja bygging- arréttargjald á lóðir fyrir stúdenta. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Borgin byggir ekki 300 stúdentaíbúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.