Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 20

Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Grunnur að góðu lífi 34 ára reynsla í fasteignasölu Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sími 820 2399 thorlakur@stakfell.is Múrarafélag Reykjavíkur var byggt á gömlum grunni Múr- og steinsmiðafélags Reykjavíkur sem var fyrsta stéttarfélag þessarar starfsgreinar á Íslandi og jafnframt fyrsta stéttarfélag sem stofnað var á öldinni sem leið, 23. febrúar 1901. 2. febrúar 2017 eru 100 ár síðan Múr- arafélag Reykjavíkur var stofnað á fundi í Bárunni. Múrarar hafa átt stóran þátt í uppbyggingu landsins. Með verkum sínum hafa múrarar mótað svip byggðanna og þau verk vara um langa framtíð. Venja er að miða upphaf húsagerðar úr steini hér á landi við byggingu Viðeyj- arstofu sem Skúli fógeti Magnússon lét þýskan steinhöggvara reisa 1752- 1755. Fyrsti lærði múrarinn á Ís- landi, Þorgrímur Þorláksson, hafði lært múrsmíði í Danmörku. Hann reisti Viðeyjarkirkju og Bessastaða- kirkju á síðasta fjórðungi 18. aldar. Innan múrarastéttarinnar eru nokkrir steinsmiðir starfandi í dag og fer þeim fjölgandi. Steinsmíðin og múrsmíðin eru meðal elstu iðngreina sem nú eru stundaðar og hafa skilað þjóðinni mörgum merkustu bygg- ingum hennar. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér sögu iðngreinanna skal bent á eftirtalin rit: Múrarasaga Reykja- víkur 1951, skrifaða af Birni Sigfús- syni, Múraratal- og steinsmiða 1967 gefið út í tilefni 50 ára afmælis Múr- arafélags Reykjavíkur, Líf og hugur 1977, starfssaga Múrarafélags Reykjavíkur 1950-1975, skrifuð af Brynjólfi Ámundasyni, Múraratal- og steinsmiða 1993, Steypa lögð og steinsmíð rís rit Lýðs Björnssonar 1990 og Safn til sögu Öndverðarness gefin út af Brynjólfi Ámundasyni 2013. Frá því Íslendingar hættu að reisa hús sín úr torfi og grjóti og bylting varð í húsagerð hér á landi með tilkomu steinsteypunnar til húsagerðar í lok 19. aldar (1895) hafa orðið miklar tæknibreytingar við byggingu húsa. Uppistaðan í húsbyggingum er ódýr, mölin, sand- urinn og sementið sem þjóðin á nóg af er aðalbyggingarefnið. Múrsmíðin sjálf, efnismeðferð, vinnubrögð og möguleikar á að nýta tækni véla og verkfæra breyttist mjög á seinni hluta síðustu aldar, er orðin mjög fjölbreytt og gefur marga möguleika til skemmtilegrar og skapandi vinnu. Jafnframt hefur verkhraði aukist mikið og þekking á efni því sem notað er, en með tilkomu rann- sóknarstofnana og þeirra rannsókna sem þar fara fram er nú unnt að framleiða steinsteypu sem endast mun um aldir. Þá er notkun þeirra efna sem notuð eru í steinsteypu umhverfisvæn enda um að ræða náttúruleg efni. Múrarameistari sem staðfest hef- ur ábyrgð sína á verki, ber m.a ábyrgð á að allt múrverk og steypu- vinna sé framkvæmd í samræmi við hönnunargögn og góða starfshætti þar með talið: a) Grunngröftur og sprengingar, b) niðurlögn steinsteypu og eftir- meðhöndlun hennar, c) öll hleðsla, d) múrhúðun, ílagnir og vélslípun, e) öll flísalögn, f) öll járnalögn, g) fylling í og við grunn og þjöppun hennar. Í grunndeild Iðnskólins í Reykja- vík lærðu nemendur ýmislegt í múrsmíði sem ekki hafði verið tæki- færi til að kenna úti á vinnustöðun- um vegna einhæfni í verkefnum meistara. Á skólaverkstæðinu hafa nemendur fengið að kynnast flest- öllum þáttum í hinni fjölbreyttu, skapandi og skemmtilegu iðngrein sem múrsmíðin er. Á þessum tímamótum er rétt að minnast góðs og farsæls samstarfs Múrarafélags Reykjavíkur og Múr- arameistarafélags Reykjavíkur í leik og starfi en félögin störfuðu þétt saman að uppbyggingu félags- mála stéttarinnar. Hinn 1. maí 1968 eignuðust félög- in jörðina Öndverðarnes I í Grímsneshreppi. Ómetanlegt uppbyggingarstarf í Öndverðarnesi var frá upphafi unnið í sjálfboða- vinnu félagsmanna Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarameist- arafélags Reykjavíkur, m.a. lagning vatnsveitu, bygging sundlaugar, veiðihúss við Hvítá, níu holu golf- vallar, gömlu hlöðunni var breytt í vistlega félagsaðstöðu, aðstöðu fyr- ir hestamennsku félagsmanna, ræktunar og til almennrar útivistar félagsmanna og fjölskyldna þeirra. Á þessum tímamótum óskum við félagarnir múrarastéttinni velfarn- aðar til langrar framtíðar. 100 ár frá stofnun Múrarafélags Reykjavíkur Eftir Helga Steinar Karlsson, Hilmar Guðlaugsson og Brynjólf Ámundason Hilmar Guðlaugsson »Með verkum sínum hafa múrarar mótað svip byggðanna og þau verk vara um langa framtíð. Höfundar eru múrarar. Helgi Steinar Karlsson Brynjólfur Ámundason Erfitt er að skrifa hugleiðingar um kvenréttindi í Morg- unblaðið, þegar svo lífleg samkeppni er frá pistlum blaða- mannanna sjálfra. Þó hafa safnast upp mörg sjónarhorn hjá mér; mannfræði- menntuðum karlin- um; svosem: Nú þegar konur eru orðnar um helmingur Alþingismanna, heyrist mér sumar vera að viðurkenna að jafnrétti sé líklega miklu flóknara mál en bara jafnar höfðatölur kynjanna í sömu störfum og á sömu launum. Mér er hugstætt er mannfræði- prófessor og fyrrverandi alþing- ismaður (Kvennalistans), lét svo um mælt, að jafnvel hún hefði ekki tekið eftir hinu meinta kynjamis- rétti á eigin skinni, fyrr en kom að því að gerast foreldri. Misréttið er þá víst ekki meira en svo! Þá má spyrja hvort einhleypar og barn- lausar konur finni fyrir minni virð- ingu almennt séð en einhleypir og barnlausir karlar? Nú er ég enn að sjá nýjar hliðar á konum: Um daginn datt mér þetta í hug um samstarfsfólkið: Þegar ég horfi á konu sé ég mann- eskju sem er einkum fita og bein, en þegar ég horfi á karl er ég með- vitaðri um manneskju sem er vöðv- ar og lungu! Og um daginn sagði ég við sam- starfsstúlkurnar mínar, að mér sýndist að útlitstíska kvenna snér- ist í raun minna um kynþokka, og meira um að vera fyrirferðar- miklar einsog karlarnir, til að verða marktækari: Í háum hælum til að bæta upp fyrir hæðina, með fyrirferðarmikla hárgreiðslu til að bæta upp höfuðsmæðina, með axl- arpúða til að útvíkka herðarnar, brjóstahald til að útvíkka bringu- svipinn, augnskugga og stór gler- augu til að vega upp á móti beina- meiri og því ábúðarmeiri augntóftum karla, og loks varalit til að keppa við kjálkastærð og skegg karla. Þá varð mér og spurn: getur verið að hvellar upphrópanir kvenna vegi á móti djúpum hljóm- miklum karlaröddum, að naglalakk og langar neglur og handapat eigi að vega upp á móti handastærð karla, og að kvennapilsin eigi að fela að þær hafa engin útvortis kynfæri? Verk kynjanna endurspegla lík- lega eðlismun kynjanna: Ef konur sæju alfarið um stjórn- málin yrðu þau líklega alltaf með öðrum áherslum en karlanna. Og ritstörf þeirra og fagurbókmenntir eru á svipaðan hátt ólíkar ef þær fá að ráða. Einhver taldi að breiðari tenging milli heilahvelanna hjá kon- um en körlum gerði þær að meiri tilfinn- ingaverum. Og mér skilst að einn af fyrrver- andi kennslufræðiprófessorum mínum (sem er raunar einnig fyrr- verandi alþingismaður Kvenna- lista!), hafi sett fram þá tímamóta- tilgátu að konur væru einfaldlega gáfaðri en karlar! Þó spyrja konur nú víst æ meir; er björninn virðist unninn á menntagráðusviðinu: Er það þá orðið sama séra Jón og séra Jóna? Ég vil klykkja hér út með því að vitna í nýlegt ljóð mitt sem heitir Fatafellan og fínu frúrnar. En það gerist í Aþenu í Grikklandi á fjórðu öld f. Kr., er Phryne, hin forríka fyrirsæta fyrstu nöktu höggmyndanna, mætti fyrir dóm til að árétta rétt kvenna til sjálfs- tjáningar; og gerði það þá með nektardansi; en þar segir m. a. svo: … Og gyðjan nautnholda hóf að dansa; og var þá í minna en engri spjör! Svo sagt er að hafi komið svo á dóminn að þeir urðu orðlausir og féllust alveg hendur, og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið! Svo dró ástmaðurinn tjaldið aftur til baka að loknum dansi, og sagði svo sigri hrósandi: „Ég spyr nú ykkar heiðruðu samkundu: hvernig getur annað verið en að þessi, svo fögur kona sem ástargyðjan sjálf njóti ekki verndar og velvilja Afródítu? Og getur þá slík nokkurt gert rangt?! Kynlegur vandi kvenna Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V Líndal » Þegar ég horfi á konu sé ég mann- eskju sem er einkum fita og bein, en þegar ég horfi á karl er ég með- vitaðri um manneskju sem er vöðvar og lungu! Höfundur er skáld og menningarmannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.