Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 02.02.2017, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 ✝ Sveinn Sig-hvatsson frá Brekku í Lóni fæddist 16. sept- ember 1941. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Skjólgarði 26. jan- úar 2017. Foreldrar hans voru hjónin Nanna Unnur Bjarnadótt- ir, f. 1913, d. 2005, og Sighvatur Davíðsson, f. 1907, d. 1981. Sveinn var þriðji í röð sjö systkina. Eldri eru Gunnar, f. 1936, og Karl, f. 1938, og yngri eru Dagný, f. 1943, Bjarni, f. 1944, Pálína, f. 1947, og Katrín, f. 1953. Fyrri eiginkona Sveins var Ásta Káradóttir og börn þeirra eru; Davíð, f. 1964, Helga, f. 1966, Sigrún, f. 1967, og Lauf- ey, f. 1979. Í dag eru barnabörn- in tíu og að auki eitt langafabarn. Seinni kona Sveins er Sím- onía Ellen Þór- arinsdóttir, f. 1947, börn hennar af fyrra hjónabandi eru fimm og afkom- endur þeirra eru 26. Sveinn var lærð- ur húsasmíðameist- ari og rak eigið fyr- irtæki stærsta hluta starfsævi sinnar. Sveinn starfaði við iðn sína á meðan heilsa leyfði. Félagsstörf voru Sveini hug- leikin og starfaði hann fyrir hin ýmsu félög. Útför Sveins fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 2. febrúar 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Stafafells- kirkjugarði í Lóni. Nú er komið að leiðarlokum, elsku pabbi okkar. Þrátt fyrir stutt og erfið veikindi, sem að lokum sigruðu þig, þá hélst þú reisn þinni til síðasta dags. Marg- ar góðar minningar ylja okkur þegar við horfum aftur yfir far- inn veg. Þú varst góð fyrirmynd, gæddur einstöku jafnaðargeði og rólyndi. Annað sem var eftirtekt- arvert í fari þínu var vandvirkni, allt sem þú tókst þér fyrir hendur leystir þú af stakri snilld, sama hvað var. Þú varst glettinn og hnitmiðaður í tilsvörum og höfum við heyrt margar skemmtilegar sögur af þér, sem við varðveitum í hjörtum okkar. Efri árunum eyddir þú í þinni ástkæru sveit, Lóni, þar reistir þú þér sumarhús. Þar er útsýnið einstakt og málverk náttúrunnar margbrotið. Það er sárt að sakna. Hvíl í friði, elsku pabbi, börnin þín, Davíð, Helga, Sigrún og Laufey. Elsku afi okkar, með þessum orðum kveðjum við þig: Það má svo sem vera að vonin ein hálf veikburða sofni í dá. Finnst vera eitthvað sem íþyngir mér en svo erfitt í fjarlægð að sjá. Það gilda má einu hvort ég áleiðis fer eða staldra hér ögn við og bíð. Þótt tómið og treginn mig teymi út á veginn ég veit ég hef alla tíð... verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. Svo endalaus ótti við allt sem er og alls staðar óvini að sjá. Veðrin svo válynd og víðáttan grimm, ég vil fría mig skelfingu frá. Í tíma og rúmi töfraorðin mín og tilbrigðin hljóma svo blíð. Líst ekki á að ljúga mig langar að trúa að ég hafi alla tíð ... verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. (Valgeir Skagfjörð) Þín barnabörn, Sighvatur, Hildur, Kristján, Haraldur, Ásta, Anton, Óskar, Eva, Auður og Nanna. Kær bróðir og mágur hefur kvatt, fyrstur sjö systkina og er nú skarð fyrir skildi. Ekki datt okkur í hug að hann ætti svo skamman tíma eftir, þegar hann var fluttur suður stuttu fyrir jól. Sveinn ólst upp í stórum systk- inahópi þar sem margt var stund- um brallað. Við systkinin geng- um í barnaskóla í gamla fundarhúsinu. Oft var erfitt að komast þangað þegar Jökulsá flæddi yfir Vallabakkana. Kom sér þá oft vel hvað Sveinn var úr- ræðagóður og óhræddur við þær aðstæður. Þeir kostir hans nýtt- ust vel í ævistarfinu, húsasmíð- um. Hann var bóngóður og greið- vikinn og leituðu margir til hans að fá lausn sinna mála. Á fullorð- insárum ferðuðumst við oft sam- an um verslunarmannahelgar og oftar og áttum góðar stundir bæði hjá okkur í Reykjavík, á Höfn, uppi í Lóni, á Hólmavík og í orlofshúsum, sérstaklega á Kirkjubæjarklaustri. Sveinn var mikill félagsmálamaður og starf- aði í ýmsum félögum um ævina. Svo byggði byggingameistarinn sér hús á æskustöðvunum, kall- aði Litlu-Brekku og ætlaði að eyða þar ævikvöldinu, en það varð styttra en við var búist. Við þökkum af öllu hjarta allar stundir, sem við áttum saman. Við vottum Ellen, börnum Sveins og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilega samúð. Farðu vel, bróðir og vinur. Karl og Kristrún. Mig langar að minnast þín, Sveinn, í nokkrum orðum. Við áttum góð ár saman en svo skildi leiðir. Börnin okkar, Davíð, Helga, Sigrún og Laufey, svo traust, trú og trygg. Þú varst trúr og traustur vinum þínum og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Ég á margar góðar minningar um okkur sem ég mun geyma með mér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Bless vinur. Ásta Káradóttir. Sjö ára gamall eignast ég minn bezta vin, sem gleymist aldrei. Nú ertu fallinn frá, fóstri minn og iðnmeistari, þann áratug sem ég bjó hjá þér, lærði hjá þér, eru þau minnisverðustu á ævinni. Ferðamennskan um Lónið eða íslenskt hálendi, allar næturnar sem við vorum í tjaldvagninum eða stóra-rauð, inni í fjöllum eða Austurskógum. Kennslan um akstur allra öku- tækja eða stjórnun þungavinnu- véla eða meðferð verkfæra er eitthvað sem ég bý að alla ævi og hef komið áfram til barnanna minna. Ég var ekki kominn á bílpróf- saldur þegar þú sendir mig fyrst í vinnu fyrir sveitarfélagið á trak- torsgröfunni. Þú fékkst athuga- semdir frá yfirvaldinu fyrir að ég væri að aka vörubílunum í vinnu hjá þér vorið sem ég kláraði tí- unda bekk, en þú sendir mig á vinnuvélanámskeiðið strax og ég hafði aldur til. Að hafa lært hjá þér húsasmíði og tekið við sveins- bréfinu með þig mér við hlið er ómetanlegt. Þú hafðir alltaf svör, þú kenndir mér að vandamál væru ekki til, bara lausnir. Símtölin sem oftast hafa byrj- að á spjalli um veðrið verða ekki fleiri, en minningarnar lifa áfram. Elvar Kaprasíus var hjá ykkur mömmu mörg sumur í Dyngj- unni og uppi í Lóni og átti mikinn þátt í byggingu á Litlu-Brekku, var þar flestar ef ekki allar steyp- ur, klæddi húsið, múraði og mál- aði með okkur. Ólafur Sveinn er drengurinn sem sameinaði nöfnin okkar og hjörtu, hann var líka nokkur sumur hjá ykkur mömmu að Litlu-Brekku. Þetta var tími sem þeir minn- ast oft með bros á vör. Sérstak- lega tala þeir um prakkaraskap- inn og að það væri alltaf til brjóstsykursmoli í afa bíl og mik- ilvægi þess að hlusta, afi Sveinn var fámáll og talaði ekki hátt svo það var betra að hlusta á og fylgj- ast með þegar hann útskýrði verkið af mikilli rósemi og laus við allan asa. Stefaníu Rut fannst síðustu jól svo tómleg því það vantaði afa Svein á aðfangadag, en það var orðin hefð hjá okkur að eyða kvöldinu saman, þig vantaði líka til að skjóta upp flugeldunum með okkur um áramótin. Þið pabbi voruð svaramenn mínir þegar ég og Kristín Helga giftum okkur. Presturinn hafði á orði við okkur: „Tveir svara- menn. Nei, það er ekki oft.“ En þegar einhver hugmynd kom hjá okkur saman, þá var nei ekkert svar. Undanfarin ár hef ég og fjöl- skyldan varið megninu af sum- arfríinu mínu að Litlu-Brekku og hvergi kann ég betur við mig en í þeirri fallegu sveit sem Lónið er, áin, aurinn og fjöllin. Þau eru mörg páskaeggin sem börnin mín hafa opnað og borðað í Lóninu og verða væntanlega miklu fleiri. Þín verður sárt saknað, þú mikli meistari, af okkur fjölskyld- unni og verður skrýtið að koma í Lónið og þú verður ekki þar, en við eigum til svo margar minn- ingar um þig og við verðum dug- leg að varðveita þær. Mömmu, Davíð, Helgu, Sig- rúnu, Laufeyju og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kæri Sveinn, fóstri, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á þér mikið að þakka. Ólafur Bjarni Ármannsson. Með fáum orðum viljum við kveðja Svein Sighvatsson, kæran vin okkar til margra ára. Kynni okkar hófust með sambúð hans og Símoníu Ellen, sem er uppeld- issystir föður míns. Ellen var mín uppáhaldsbarnapía og helst mátti enginn nema hún passa okkur bræður. Minningar okkar um Svein eru ljúfar, jákvæðar og skemmtileg- ar. Margar þeirra tengjast úti- veru og ferðalögum á einu falleg- asta svæði landsins, þ.e. Brekku í Lóni, Lónsöræfum og nágrenni. Það var ólýsanlega gaman og fróðlegt að ferðast með Sveini um þetta svæði. Engan mann þekkjum við sem hæfari var í að „lesa óbrúaðar jökulár“ og fórum við nokkrar ferðirnar á lítið breyttum jeppum yfir Skyndi- dalsá, upp á Illakamb og yfir sjálfa jökulána. Sveinn hafði akstursreynslu frá unga aldri, líklega á Willys, er hann ólst upp á Brekku en Jökuláin var loks brúuð árið 1952. Brúin þótti þá mikið mannvirki. Minnisstæðust er án efa fyrsta ferðin og útilegan með þeim hjónum í Lóninu. Hagleiksmað- urinn Sveinn var þannig útbúinn og græjaður að við borgarbúarn- ir stóðum orðlausir. Það var sama hvað gera þurfti að ávallt var Sveinn með réttu græjurnar og útbúnaðinn til þess að létta okkur verkin, gera þau skemmti- leg og eftirminnileg. Þá áttum við ótaldar helgar í og við sumarhús þeirra í Lóninu. Oft komum við þangað með fjölda vina og kunn- ingja og höfðum þar aðstöðu. Margsinnis var slegið upp fjöl- mennum veislum þar sem grill- aður var gæðahumar og eftir fylgdu stórsteikur með öllu til- heyrandi. Þar var mikið gaman og margar sögur sagðar. Einhverju sinni sagði Sveinn mér frá búskapnum á Brekku en faðir hans byggði upp eina hjá- leiguna frá Stafafelli, sem frá fornu fari hefur verið landmesta jörðin í Lóni. Mikill gestagangur var á Brekku enda bærinn í al- faraleið. Þá sagði móðir Sveins okkur frá uppgræðslunni í landi Brekku en þar er nú einn af fallegri gróðurlundum landsins. Um margt vorum við Sveinn sam- mála en þó ekki í pólitík því sann- ari Framsóknarmann var vart að finna þótt víðar væri leitað. Duglegri og iðjusamari maður en Sveinn er vandfundinn. Um tíma var hann með fjölda manna í vinnu og tók að sér ýmis stórverk- efni. Þekkt er að verktakastarf- semi á landinu getur verið sveiflu- kennd og án efa þurfti Sveinn að takast á við kosti þess og galla að vera sjálfstæður atvinnurekandi. En aldrei heyrði ég Svein tjá sig um þá hlið rekstrarins eða tala illa um nokkurn mann. Sveinn var í mínum huga þannig gerður að hann var alltaf að vinna og honum féll aldrei verk úr hendi. Tíminn flýgur og þegar horft er til baka finnst okkur ekki svo langt síðan Sveinn hélt með glæsi- brag upp á 50 ára afmæli sitt. Veislan var haldin að Reynivöllum og fjöldi ættingja, vina og kunn- ingja var mættur. Að sjálfsögðu var Sveinn búinn að sækja „væn- an klump úr Vatnajökli“ til kæl- ingar á hinum ýmsu drykkjum sem í boði voru. Elsku Ellen, Óli Bjarni, að- standendur og vinir. Við kveðjum góðan vin okkar og félaga með söknuði. Blessuð veri minning Sveins Sighvatssonar. Jóhanna G. Linnet og Kristján B. Ólafsson. Minn góði vinur, Sveinn Sig- hvatsson byggingameistari, hefur kvatt jarðvist eftir stutta sjúk- dómsglímu. Nú verður ekki oftar hringt á föstudags- og laugardagskvöldum til að segja fréttir úr Lóni og kankast ögn á um pólitík í víðustu skilgreiningu. Ég verð sennilega ekki oftar ávarpaður „ljúfurinn minn“ og spurður í lækkuðum rómi „hvað get ég sagt þér meira?“ á þann hátt að það heyrist hvernig við- mælandinn hallar undir flatt, sposkur á svip. Nú er enginn lengur til að kenna manni akstur í aurbleytum Jökulsár, enginn lengur til nætur- langra bílaviðgerða fyrir gestina manns að sunnan, enginn til að út- skýra eðli og eiginleika mismuna- drifs á áttunda koníaksglasi. Hún var krókótt slóðin heim þann morguninn í nýfallinni mjöll. Áratugum saman höfum við Sveinn í bróðerni tekist á og bollalagt um málefni heima- byggðar okkar og þjóðmál og heimsmál þegar svo bar undir. Báðir vorum við í árdaga traustir kaupfélagsmenn, en víglínan lá um framsóknarmennskuna. Ég heimsótti Svein reglulega á Borgarspítalann meðan hann lá þar í sínum veikindum. Öll okkar goð voru fyrir löngu af stalli fallin og engin pólitísk glímutök að finna, svo við ræddum meira um liðna og betri tíð og sameiginleg ævintýri. Í eina heimsóknina kom með mér sameiginlegur vinur okkar, Bangsi. Við rifjuðum upp veiðiferð um Jökulsá í Lóni, þegar Bangsi fór í hylinn um leið og laxinn gekk í netið – Bangsi svamlaði í hylnum meðan hlúð var að laxinum á bakkanum. Og við rifjuðum upp sögu allra okkar sagna, af því þegar við sigldum á lítilli gúmmítuðru frá Illakambi og fram á Jökuls- áraura. Við Bangsi fengum þar ótal mörg köld böð í flúðum og hyljum Jöklu, en með einhverjum undarlegum hætti hélt Sveinn sér í stafni tuðrunnar eins og „ró- deó-kúreki“ á ótömdu trippi. Það örlaði fyrir brosi undir fyrri sögunni og gott ef axlirnar lyftust ekki ögn og höfuðið hall- aði undir flatt á koddanum. Í lok seinni upprifjunarinnar var glettnisglampi í augunum og við hlógum saman í hinsta sinn. Leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman í byggingargeiranum. Hann var í fyrstu byggingar- og skipulagsnefndinni sem ég stýrði þegar ég réðst til starfa sem byggingarfulltrúi í Austur- Skaftafellssýslu 1980. Sveinn var gegnheill heiðurs- maður. Á löngum ferli sínum sem byggingameistari og verktaki notaði hann aðeins eina kenni- tölu. Ef útkoma verka var nei- kvæð þá þrælaði hann sjálfur þar til skuldir voru greiddar og geng- ið frá málum. Nærri leiðarenda var hann ósáttur við hve sjúkdómurinn fór hratt að. Hann óttaðist að hann mundi skilja eftir einhverja lausa enda, einhver óuppgerð mál. Sveinn var hjálpfús og greið- vikinn mannvinur. Þau eru ótelj- andi skiptin sem hann hefur komið mér til aðstoðar í ýmiskon- ar vanda og hann átti drjúgan þátt í að koma syni mínum til manns, hafði hann í vinnu og ann- aðist hann eins og væri hann einkasonur. ... „nú get ég ekki sagt neitt meira“. Við Kristbjörg og börn okkar kveðjum kæran vin og vottum öllum aðstandendum hans inni- lega samúð. Árni Kjartansson arkitekt. Sveinn Sighvatsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir all- an ísinn og góðu eggin úr hænunum þínum. Það er skrítið að afi sé ekki lengur hér hjá okkur og afi, hafðu það gott hjá Guði. Auður Freyja og Nanna Eir. Fáar manneskj- ur, utan minna nán- ustu, hafa haft eins mikil áhrif á mót- unarár mín og viðhorf í æsku sem Þórarinn Eyþórsson, þjálf- ari minn í Val frá þrettán ára aldri og meira eða minna eftir það, fram yfir tvítugt. Hann inn- rætti mér og okkur stelpunum þau viðhorf til lífsins sem hafa orðið okkur til góðs allar götur síðan. Tóti notaði óvenjulega aðferð til að ná til okkar unglings- Þórarinn Eyþórsson ✝ Þórarinn Ey-þórsson (Tóti) fæddist 23. mars 1937. Hann lést 19. janúar 2017. Útför Þórarins var gerð 30. janúar 2017. stúlknanna sem virkaði vel og var ekki á hvers manns færi í þá daga. Með sinni hæglátu og yf- irveguðu framkomu náði hann að virkja það besta sem til var í hverri okkar og aldrei minnist ég þess að hann hafi gert mannamun. Við bárum ótak- markaða virðingu fyrir honum og sú staðreynd hvatti okkur áfram til að gera vel og kallaði fram löngun til að gera honum til geðs og gleðja. Með meðfæddri þekkingu sinni á manneskjunni náði hann til okkar og vissi hvernig bæri að koma fram við okkur. Virðingin sem hann bar fyrir okkur skilaði sér til baka og kannski einmitt þess vegna náðum við árangri sem síðan hefur ekki verið leik- inn eftir. Okkur þótti sjálfsagt að leggja allt sem við megnuðum á okkur til að ná sem lengst. Hann kenndi okkur að bera virðingu fyrir andstæðingunum og að það væri ekki sjálfgefið að vinna. Við yrðum að læra að tapa líka. Og svo lengi sem við legðum okkur fram væri ekki nein skömm að því að viðurkenna sig sigraðan. Þeir sem til þekkja vita að það er engu liði hollt að vinna alla leiki ár eftir ár, en við Valskonur áttum fjögurra ára samfellda sigurgöngu ef ég man rétt, án þess að tapa svo mikið sem leik. Það var því ekki góð tilfinning þegar þeirri göngu lauk. En Tóti tók því eins og hverju öðru hundsbiti og sagði okkur að spýta í lófana og gefast ekki upp. Við hefðum haft gott af að tapa. Það yrði okkur hvatning til að staldra við og endurskoða hlut- ina. Það hefði getað farið illa og haft slæm áhrif, en ekki með Tóta sem leiðbeinanda. Tíminn sem ég átti með Vals- liðinu og Tóta er í minningunni eitt dásamlegasta skeið lífs míns. Ef ekki hefði verið fyrir hann, er ég hrædd um að margar okkar hefðu flosnað upp úr íþróttinni, en hann kunni ráð til að halda okkur við efnið. Ég held að flest- ar okkar sem vorum undir hand- leiðslu hans geti vísað í einhverja minningu sem hafði þau áhrif að snúa til baka og láta ekki deigan síga. Fyrir munn okkar flestra get ég fullyrt að við erum þakklátar fyrir það uppeldi sem við hlutum á mótunarárum í lífi okkar. Virð- inguna fyrir félaginu og íþrótt- inni var hann óspar á að innræta okkur og ekki síst að fylla okkur stolti fyrir að tilheyra Val. Það vissum við í hjarta okkar að var upphefð sem við mættum ekki setja blett á og því fylgdi því ábyrgð að vera í Val og spila undir merki félagsins. Fyrir allt sem Tóti gaf okkur er ég óendanlega þakklát og mæli örugglega fyrir munn okk- ar allra þegar við kveðjum hann nú. Sigríði og dætrum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bergljót Davíðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.