Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.02.2017, Qupperneq 23
hafa fengið að ferðast með henni þennan spöl í gegnum lífið. Ég mun horfa til hennar sem fyr- irmyndar um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku amma. Ég hef annan köngul meðferðis þeg- ar við sjáumst næst. María Helga Guðmundsdóttir. Elsku amma, nú kveðjum við þig og þökkum fyrir okkur. Þú varst drottning fjölskyld- unnar og hefðarkona fyrir alla sem þig þekktu. Virðuleg en lít- illát, með skoðanir á hlutunum, full góðsemi og væntumþykju fyrir öllu og öllum. Þú varst ef- laust fegursta unga kona Íslands á tímum þegar fegurðarsam- keppnir fóru ennþá fram í formi ljóðlistar og málverka. Og þú hélst fegurð þinni ævilangt. Afi Hafsteinn var nú ekkert slor heldur. Te. Ristað brauð og te. Fyrir okkur af yngri kynslóð- inni er ævi þín sveipuð leynd- ardómsfullum ljóma. Þú fæddist í Liverpool millistríðsáranna og eyddir þar fyrstu árunum með mömmu þinni, pabba og stóru systur við miserfiðar aðstæður. Bjóst svo í hjarta Reykjavíkur frá sjö ára aldri. Mamma þín, Jósefína, var athafnakona og af- reksmanneskja sem barðist fyrir betra lífi ykkar og síðar borg- arbúa og sveitunga sinna norður í Húnavatnssýslu. Við hittum hana aldrei en þekkjum hana í gegnum þig. Þú varst ótæmandi viskubrunnur um fortíðina og enginn hafði meira gaman af því að spjalla um gamla tímann en þú. Sunnudagslæri. Ís með ávöxt- um úr dós. Þú hélst svo fallega heimili með afa, í húsi sem var uppfullt af ævintýrum, bókum og lista- verkum. Svo mörgum listaverk- um að stundum hélt maður að maður sjálfur hlyti að vera lista- maður. Börn þín urðu öll lista- fólk. Það var steinasafn undir flyglinum. Fúsi kom og spilaði og söng. Þú varst sannkallaður gleði- gjafi og grínisti af Guðs náð. Hlátursköstin! Þegar við heim- sóttum Madame Tussaud-safnið í London fyrir þremur árum spurðir þú starfsmanninn í af- greiðslunni hvort það væru sér- kjör fyrir þá sem kæmu oft. Þú hafðir nefnilega komið áður. Fyrir sextíu og einu ári. Þvílík gæfa að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur. Og þú eldaðir alltaf upp úr smjöri. Þín barnabörn, Þórir Már Jónsson, Helgi Hrafn Jónsson, Unnur Jónsdóttir. Helga, systir mín, hafði þann eiginleika að geta alltaf horft á björtu hliðarnar og gert það besta úr hlutunum. Þann eiginleika hafði hún frá mömmu okkar, sem aftur hafði hann frá ömmu okkar. Þær voru allar klettar í okkar tilveru. Um árabil vann hún við hlið Hafsteins, eiginmanns síns, í fyr- irtæki þeirra, Þjóðsögu, en að- allega var hún heimavinnandi húsmóðir, sem lifði fyrir það fyrst og fremst að koma börn- unum sínum til manns og búa manninum sínum fallegt og gott heimili. Og heimilið var bæði fallegt og gott. Þar var listin í fyrirrúmi, bæði tónlist, myndlist, ritlist og hvers kyns fallegt handbragð, sem gladdi bæði augu og anda. Og börnin komust til manns og glöddu hana og önnuðust vel alla tíð. Hún var svo lánsöm að halda heilsu fram að hinstu stundu og gat notið félagsskapar bæði fjöl- skyldu og vina allt til enda. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún eignaðist góðar vinkon- ur og var hvers manns hugljúfi, bæði vistmanna og starfsfólks, enda alltaf stutt í hláturinn og kvartanir eða neikvæðni ekki til í hennar orðabók. Við, sem trúum á að eitthvað sé til handan þessa lífs, erum þess fullviss að Hafsteinn, mágur minn, hafi nú þegar tekið á móti henni opnum örmum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Við Gunndór sendum allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Guðrún Skúladóttir. Helga var móðursystir mín. Þær systur, Helga og Evelyn, móðir mín, voru á svipuðum aldri og alla tíð mjög samrýndar og miklar vinkonur, en þó ólíkar að mörgu leyti. Fyrstu árin í enskri sveit og heimkoman til Íslands með elskulegri móðir sinni Jós- efínu. Faðir þeirra ætlaði að koma síðar, sem aldrei varð. Þær söknuðu hans sárt. Allt mótaði þessi lífsreynsla persónuleika þeirra. Systurnar gengu í Verslunar- skólann, giftust og stofnuðu sín heimili. Helga og Hafsteinn voru samtaka í að skapa fallegt heimili með opnar dyr fyrir fjölskyldu og vini. Samgangur milli heimila systranna var ætíð mikill. Eft- irminnileg eru fjörug barnaaf- mæli í Þingholtsstræti. Árin þar voru erfið fyrir Helgu með fjögur lítil börn búandi á fjórðu hæð og engin lyfta. Hafsteinn var þó ná- lægur þar sem í sama húsi var Hólaprent og síðar bókaforlag Hafsteins. Seinna byggðu þau sitt fallega hús á Lindarbrautinni með sjávar- og fjallasýn. Þar blómstraði menningin, myndlist, bóklist og tónlist, sem öll fjöl- skyldan sameinaðist um. Helga með sinni ljúfu lund, jafnaðar- geði og húmor stjórnaði þessu stóra og myndarlega heimili. Gaman var að koma í heim- sókn, hvort sem það var í litlum eða stórum hópi. Margt var spjallað, stundum heimspekilegt og stundum létt spaug. Það var stutt í lúmska kímni hjá Haf- steini og hlátur Helgu, ekki síst þegar Jósefína, móðir systranna, blandaði sér í spaugið. Öllum leið vel á heimili Helgu og Hafsteins. Líf Helgu var þó ekki án mótlæt- is, en henni tókst með sinni já- kvæðu skapgerð að takast á við erfiðleikana. Samverustundir í sumarbú- staðnum á Þingvöllum og ferðir norður í Miðfjörð vekja einnig fagrar minningar um elsku Helgu frænku. Við Karin erum Helgu afar þakklát fyrir þær hlýju móttökur sem hún fékk þegar hún kom fyrst til Íslands og kynntist hinni ljúfu og elsku- legu fjölskyldu Helgu. Eftir að Helga fluttist á Grund var aðdáunarvert að sjá hvað hún gat aðlagast þessum miklu breytingum á lífi hennar með já- kvæðni. Gefandi var að heim- sækja hana. Glaðværð, húmor og skýr hugsun fylgdu henni fram til síðustu daga. Eiga börnin hennar mikinn þátt í hvað Helgu leið vel. Með tíðum heimsóknum þeirra til hennar og heimsóknum Helgu á heimili barnanna veittu þau henni ómetanlegan stuðning og mikla hlýju. Við kveðjum elsku Helgu með trega og þakklæti og sendum Gunnari, Helgu, Guðrúnu og Guðmundi og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum ættingjum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hróbjartur, Karin og fjölskylda. Um fáeinar manneskjur sem maður kynnist á lífsleiðinni má segja að þar hafi maður notið hreinna forréttinda. Það á við um kæra frænku, Helgu Hobbs, sem nú hefur lagst til hinstu hvílu. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Helgu, samvistir með henni voru gleðiríkar og af hennar fundi fór maður léttari í spori en maður kom. Af Helgu lærði mað- ur gott, bara með því að vera ná- lægt henni. Jákvæðni og lífs- gleði. Háttvísi. Um leið skynjaði maður ákveðni og staðfestu. Mannlífið á jörðinni væri svo mikið betra ef fleiri væru eins og Helga frænka var. Við erum þakklát fyrir kynnin af Helgu, hennar verður sárt saknað. Heimir Örn, Björg og synir. Með örfáum orðum vil ég minnast Helgu og þakka kynni og vináttu um áratugaskeið. Helga var einstök kona, gleðirík og falleg, og kveð ég hana með smá ljóði: Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Sonja. Ljúf, hlý og glaðleg er það fyrsta sem kemur í hugann þeg- ar ég minnist Helgu vinkonu minnar og borðfélaga á Grund, sem andaðist laugardaginn 23. janúar sl. Helgu kynntist ég hér á Grund og tókst með okkur ein- lægur, góður og traustur vin- skapur. Það gladdi okkur báðar að rifja upp liðna tíma, ræða um börnin okkar og slá á létta strengi. Í nóvember sl. kom blaðamaður hjá Fréttatímanum í heimsókn til okkar og tók við okkur viðtal þar sem við Helga lýstum okkar skemmtilegu sam- verustundum hér á Grund. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Helgu og börnum henn- ar. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði og þökk fyrir samveruna og bið góðan Guð að taka hana í sína arma, en við yljum okkur við góðar minningar. Innilegar sam- úðarkveðjur til afkomenda henn- ar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Guðrún Eyjólfsdóttir. Helga starfaði í Thorvaldsens- félaginu í rúmlega hálfa öld, en hún gerðist félagskona í byrjun febrúar 1966. Hún var alla tíð virk í félagsstarfinu og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hún sat í stjórn félagsins á ár- unum 1972 til 1983. Helga og systir hennar, Evelyn Þóra, sem einnig var þekkt Thorvaldsens- kona, voru samtaka um málefni félagsins og duglegar að afla leiða til að gefa þangað sem skór- inn kreppir í velferðarmálum. Þær systur voru samrýndar á fundum og vöktu aðdáun fé- lagskvenna. Helga var mikið prúðmenni og tók hún ávallt nýjum félagskon- um blíðlega og hvatti þær til dáða. Hún náði háum aldri með mik- illi reisn, umvafin sterkum fjölskylduböndum. Stuttu eftir að hún flutti á Grund komu fé- lagskonur þangað til að afhenda gjöf í sjúkraþjálfun. Kallað var eftir Helgu til að vera með okk- ur, en kom þá í ljós að hún var ekki heima, heldur hafði skropp- ið í sumarbústað með fjölskyld- unni. Thorvaldsenskonur minn- ast Helgu með virðingu og þakklæti fyrir góðu störfin fyrir félagið og senda fjölskyldu henn- ar samúðarkveðjur. Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 Elsku Ásta vin- kona mín. Það varð niða- myrkur mánudagur er Hrafn- kell minn kom heim og sagði mér frá andláti þínu. Fyrst varð það höfnunin, gat ekki verið, doðinn, reiðin og svo sorgin. Mikið er erfitt að skilja himnaföðurinn en ég vil trúa því, eins og svo oft hefur verið sagt, að hann hafi ætlað þér æðra hlutverk hjá sér. Frá því að ég var smástelpa í sveitinni hjá afa og ömmu á Bergþórs- hvoli hef ég fylgst með þér og alla tíð fundist þú stórmerkileg manneskja – svo falleg. Margt þungt var á þig lagt en þér fannst alveg ástæðulaust að vera að íþyngja öðrum með því en þess í stað gafstu af þér. Þú varst blíð, glettin og gamansöm og að hitta þig og fá smá snert- ingu var endurnæring, svo fölskvalaus væntumþykja streymdi frá þér. Okkar vinskapur hófst á Bergþórshvoli er ég sneri þangað aftur fullorðin ásamt sambýlismanni. Þetta voru skemmtilegir Ásta Guðmundsdóttir ✝ Ásta Guð-mundsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1955. Hún lést 15. janúar 2017. Útför Ástu fór fram 27. janúar 2017. tímar og mikið óskaplega gátum við hlegið. Í minn- ingunni finnst mér við alltaf hafa verið hlæjandi, syngj- andi eða blaðrandi. Þú varst svo dásamleg með gít- arinn syngjandi „Bye, bye love“ og svipurinn – óborg- anlegur eða þegar þú fórst með vísur og sagðir frá tilurð þeirra eða tilefni, ég gat endalaust hlustað á þig segja frá. Og hvað okkur datt ekki í hug að bralla, við höfum það bara fyrir okkur – og hlæjum. Endalaust gastu hlegið að því er ég sagði þér frá því að ég væri Marilyn Monroe. Ég sem er algjörlega laus við allt blondíkynbombusyndróm og var kolsvört á brún og brá. Í einu hláturskastinu tókstu af mér loforð um að ef þú færir á undan mér úr þessu lífi mundi ég skrifa fallega minningar- grein um þig og skrifa Marilyn Monroe undir, sem ég reyni nú að efna. Ekki veit ég hvort þetta er falleg minningargrein um þig, elsku Ásta mín, en eitt er víst að fallegri og traustari vinkonu hef ég ekki eignast um ævina en þig að öllum öðrum ólöst- uðum. Hafðu þökk fyrir allt. Hvíldu í friði, elskuleg. Þín vinkona, „Marilyn Monroe“, Guðrún Auður. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÁRNASON, fyrrverandi bóndi og bílstjóri, frá Ketu í Hegranesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki föstudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 11. Brynja Ingimundardóttir Símon Skarphéðinsson Árni Ingimundarson Jóhanna Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS JÓN DANÍELSSON, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan 13. Árni Daníel Júlíusson Birna Gunnarsdóttir Anna Guðrún Júlíusdóttir Viðar Hreinsson Monica Haug barnabörn og barnabarnabörn Vinur okkar og bróðir, BOGI ÓSKARSSON frá Varmadal, lést miðvikudaginn 25. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. febrúar klukkan 13. Aðstandendur Ástkær systir mín og frænka okkar, GUÐRÚN TRYGGVADÓTTIR tannlæknir, lést mánudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. febrúar klukkan 13. Sigrún Kristín Tryggvadóttir Tryggvi Hafstein Auður Bjarnadóttir Kristín Ásta Hafstein Ingólfur T. Jörgensson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI SIGURÐSSON frá Hlemmiskeiði, Stekkholti 23, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 4. febrúar klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsdeild 11E, Landspítalanum. Sigríður Bergsdóttir Davíð Örn Ingvason Hulda Margrét Þorláksdóttir Jón Trausti Ingvason Hrafnhildur E. Bjarnadóttir Þórir Már Ingvason Ármann Ingi Ingvason Fjóla Dóra Sæmundsdóttir Inga Rós Ingvadóttir og barnabörn Ástkær maðurinn minn og faðir okkar, JÓN AÐALSTEINSSON, fyrrverandi yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Húsavík, er látinn. María Kristjánsdóttir Aðalbjörg Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Aðalsteinn Jónsson Kolbrún Jónsdóttir Salbjörg Rita Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.