Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 29

Morgunblaðið - 02.02.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2017 TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að sjá til þess að þú fáir sem mestan vinnufrið. Reyndu að leiða þetta allt hjá þér og öllu máli skiptir að þú haldir ró þinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Magn er ekki sama og gæði, en samt þarftu að gæta þess að fara ekki niður fyrir lágmörk í iðni og afköstum. Gríptu það áður en einhver annar gerir það. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Um leið og þú nýtur þessa þá mundu að slík vinátta verður að vera gagnkvæm. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að mæta þörf þinni fyrir aukna hvíld og einveru. Sinntu bankanum. Vertu óhrædd/ur við að taka það að þér sem aðrir hafa hunsað. Það gefur lífinu gildi að ljúka einhverju sem hefur lengi vofað yfir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur eytt löngum tíma í verkefni þitt og sérð nú loksins fyrir endann á því. Reyndu að finna þeirri tilfinningu heppilegan farveg svo að þú getir notið þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að þér að undirbúa næstu samveru félaganna og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. Fólk virðist hreinlega bara fyrir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin skömm að því að skipta um skoðun ef öll rök hníga til þess. Þú færð á þig mjög óraunhæfar kröfur en missir ekki móð- inn. Þú uppfyllir þær í staðinn og í því liggur styrkur þinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér ætti að ganga vel að vinna einhvers konar rannsóknarvinnu í dag. En það er bara tímabundið ástand. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur lært heilmargt um sjálfa/n þig af samræðum þínum við aðra í dag. Gerðu það upp við þig hvort þú viljir eiga viðskipti við slíka aðila. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitt og annað að gerast í kringum þig sem þér finnst þú ekki hafa putt- ana á. Með slíkri framkomu tryggir þú það eitt, að enginn vill hlusta á þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. Tölvu- og símavandræði eru frá. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver heppni gæti verið dulbúin sem óheppni. Farðu varlega í eyðsluseminni, þú ert ekki beinlínis óhlutdrægur. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkirá Leir um handlaginn mann: Já, hankinn var hálflaus til baga en herða má skrúfur og laga og allt sem var laust nú orðið er traust - og Halldór sig hengdi á snaga. En áður hafði hann ort: Ég skil það og hef það á hreinu að þótt heimurinn líkist nú kleinu finnst kvinnum enn gaman að koma tvær saman og kjafta þá fjórar í einu. Fía á Sandi var með á nótunum: Gleymin varð Grímhildur Freyja en geysi skrafhreifin meyja. Seinast þó lá eins og sólþurrkað strá og lærði þá loksins að þegja. Hróðný með hárið sitt smarta hrokkna síða og bjarta var helvíti hress þegar hrjáði ‘ana stress hún kunni svo dável að kvarta. Hjálmar Freysteinsson yrkir um „Tyrfing kastara“ á fésbókarsíðu sinni: LL. Líkamann Tyrfingur temur, þrjá tíma á dag – aldrei skemur, en á óskýrðan hátt dregur úr honum mátt þegar til kastanna kemur. Páll Imsland heilsaði leirliði „á björtum degi“: Geirmundur gamli á Horni, sem gekk undir nafninu forni, var uppi á sögu’öld og aftur á bögu’öld, auðvitað endur- hinn -borni. Síðan yrkir hann um „hina nafn- lausu í kyrrðarmyrkrinu“: Hún var afspyrnu fúl bæði’ og úrill. Hún var aldeilis ferlega geðill. Hún öskraði’ og hrein. Hún var allsherjar mein, en svo dæmalaust duglegur gerill. Þórdís Sigurbjörnsdóttir bregð- ur sér vestur um haf á Boðnarmiði: Líklega er Trump af því tagi að tæplega sé það í lagi velsæmis vegna og virðingar þegna að bregða sér með hann á bæi. Hér er gömul limra eftir karlinn á Laugaveginum: Mér sýndist ég sjá þetta á ‘enni sð svæfi þar piltungi hjá ‘enni svartur á hár, – en svo leið hálft ár og síðan kom annars eins frá ‘enni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ýmsar limrur héðan og handan Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... … þegar hann reynir sitt besta til þess að elda fyrir þig. VIÐ ÞURFUM NÝTT BORÐ NEI!MAMMA, HELDURÐU AÐÁSTIN SÉ BLIND? „HÉRNA ER VANDINN. ÞÚ SÉRÐ GLASIÐ SEM HÁLFTÓMT, Á MEÐAN ÉG SÉ EKKI EINU SINNI GLASIÐ, ÞVÍ ÞÚ ERT SVO NÍSKUR Á ÞJÓRFÉÐ.“ „HVERS KONAR HUNDUR ÉTUR GULRÆTUR?“ EN ÉG LOKA OFT AUGUNUM! Víkverji komst í hann krappan ádögunum þegar skóreim hans ákvað að losa sig og lenda með mikl- um tilþrifum á gólfinu á karlakló- settinu í Hádegismóum. Víkverji tel- ur sig nú ekki vera sýklafælinn einstakling en eitthvað við þessa lífs- reynslu snerti ranga taug hjá hon- um. Víkverji gat sem betur fer sprittað sig og reimina í bak og fyrir áður en hann hnýtti skóþveng sinn á ný. Hins vegar er ljóst að ef reimin ákveður að gera eitthvað svona aftur dugar ekki minna en að kaupa sér nýja reim eða jafnvel bara nýja skó með frönskum rennilás. x x x Ekki að Víkverji sé áþreifanlegasýklafælinn en honum finnst sum húsverkin verri en önnur. Það að fara út með ruslið er honum til dæmis mikil áþján þessa dagana þar sem borgaryfirvöld virðast telja að ruslatunnurnar tæmi sig sjálfar. Það tekur Víkverja því einatt þrjár at- rennur áður en hann finnur „tóma tunnu“, eða öllu heldur tunnu þar sem pláss er fyrir ruslapokann hans. Það þýðir að Víkverji er búinn að þreifa á ekki einu, ekki tveimur, heldur þremur öskutunnulokum, oftast nær blautum, áður en hann getur losað sig við sorppokann. Með heppni Víkverja lekur pokinn líka í millitíðinni á hann. x x x Meistaramánuður“ hófst víst ígær. Víkverji er ekki viss um uppruna þessa framtaks en finnst þetta svo sem sniðug hugmynd. Sér- staklega fyrir fólk eins og hann sem er alltaf búið að klúðra áramóta- heitunum sínum áður en 1. janúar er liðinn. Nú fær Víkverji annað tæki- færi til þess að strengja heit um bætt líferni sem hann mun síðan ekki fylgja. Mætti segja að þetta sé leið til þess að teygja áramótin enn lengra inn á dagatalið en áður. x x x Víkverji mun því líklega sinnaheilsu sinni í þessum „meistara- mánuði“ líkt og hann gerir alla hina mánuði ársins, af takmörkuðum áhuga. Enda hefur líkami Víkverja lítið gert fyrir hann á lífsleiðinni. Af hverju ætti Víkverji að gera honum einhvern greiða? vikverji@mbl.is Víkverji Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. (Jóh 15:12)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.